Vatnsveitan og Borgarlínan Hjálmar Sveinsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Deilurnar sem upp hafa komið um Borgarlínuna undanfarnar vikur eru merkilegar. Auðvitað er ekki við öðru að búast en að skoðanir séu skiptar um svo mikla framkvæmd. Í hugann koma miklar deilur í Reykjavík vegna vatnsveitunnar fyrir um 110 árum. Um þær má lesa í Reykjavíkursögu Guðjóns Friðrikssonar, „Bærinn vaknar“. Áður fengu bæjarbúar vatn úr brunnunum. Fátækt fólk, svokallaðir vatnsberar, bar vatn heim til þeirra sem vildu og borguðu fyrir þjónustuna. Þetta var í raun fyrirkomulag frumstæðs einkarekstrar. Gallinn var sá að brunnarnir voru stundum mengaðir. Veturinn 1906 til 1907 kom upp taugaveikifaraldur af þessum sökum. Þegar Guðmundur Björnsson læknir og bæjarfulltrúi sýndi fram á að hver heimborinn vatnslítri var tiltölulega dýr og veruleg hætta á mengun miðað við vatnið úr fyrirhugaðri vatnsveitu fóru viðhorfin að breytast. Bæjarstjórn fékk einkaleyfi á vatnsveitu í Reykjavík, tekið var hátt lán í Íslandsbanka og lagður vatnsskattur á húseigendur. Auðvitað varð allt vitlaust – 2. október 1909 fór vatnið að streyma um bæinn ofan úr Gvendarbrunnum. Kostnaður við vatnsveituna fór talsvert fram úr áætlun en vatnsveitan breytti öllu. Hún létti líf bæjarbúa, ekki síst húsmæðranna, gerði vatnið heilnæmara og átti sinn þátt í eflingu iðnfyrirtækja og fiskvinnslu í bænum. Samanburður á vatnsveitu og borgarlínu virkar eflaust langsóttur á einhverja en hann hjálpar samt til að bregða ljósi á hlutina. Gatnakerfi borgarinnar er farveitukerfi. Tilgangur þess er að flytja fólk og vörur á sem greiðastan hátt milli staða, en ekki endilega sem flest farartæki. Gatnakerfið er í raun takmörkuð auðlind. Það er ekki hægt að þenja það endalaust út. Þess vegna er mikilvægt að Borgarlínan verði til – fái bæði pláss og fjármagn. Hún verður gríðarlega öflug farveita sem nýtir mjög vel verðmætt borgarland og takmarkaða innviði. Hún léttir á umferðinni og minnkar svifryksmengun. Hún verður öllum til hagsbóta. Áður en vatnsveita kom í Reykjavík fengu reykvísk heimili um 20 lítra af vatni á dag. Eftir að hún kom fékk hvert heimili um 240 lítra á dag. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Deilurnar sem upp hafa komið um Borgarlínuna undanfarnar vikur eru merkilegar. Auðvitað er ekki við öðru að búast en að skoðanir séu skiptar um svo mikla framkvæmd. Í hugann koma miklar deilur í Reykjavík vegna vatnsveitunnar fyrir um 110 árum. Um þær má lesa í Reykjavíkursögu Guðjóns Friðrikssonar, „Bærinn vaknar“. Áður fengu bæjarbúar vatn úr brunnunum. Fátækt fólk, svokallaðir vatnsberar, bar vatn heim til þeirra sem vildu og borguðu fyrir þjónustuna. Þetta var í raun fyrirkomulag frumstæðs einkarekstrar. Gallinn var sá að brunnarnir voru stundum mengaðir. Veturinn 1906 til 1907 kom upp taugaveikifaraldur af þessum sökum. Þegar Guðmundur Björnsson læknir og bæjarfulltrúi sýndi fram á að hver heimborinn vatnslítri var tiltölulega dýr og veruleg hætta á mengun miðað við vatnið úr fyrirhugaðri vatnsveitu fóru viðhorfin að breytast. Bæjarstjórn fékk einkaleyfi á vatnsveitu í Reykjavík, tekið var hátt lán í Íslandsbanka og lagður vatnsskattur á húseigendur. Auðvitað varð allt vitlaust – 2. október 1909 fór vatnið að streyma um bæinn ofan úr Gvendarbrunnum. Kostnaður við vatnsveituna fór talsvert fram úr áætlun en vatnsveitan breytti öllu. Hún létti líf bæjarbúa, ekki síst húsmæðranna, gerði vatnið heilnæmara og átti sinn þátt í eflingu iðnfyrirtækja og fiskvinnslu í bænum. Samanburður á vatnsveitu og borgarlínu virkar eflaust langsóttur á einhverja en hann hjálpar samt til að bregða ljósi á hlutina. Gatnakerfi borgarinnar er farveitukerfi. Tilgangur þess er að flytja fólk og vörur á sem greiðastan hátt milli staða, en ekki endilega sem flest farartæki. Gatnakerfið er í raun takmörkuð auðlind. Það er ekki hægt að þenja það endalaust út. Þess vegna er mikilvægt að Borgarlínan verði til – fái bæði pláss og fjármagn. Hún verður gríðarlega öflug farveita sem nýtir mjög vel verðmætt borgarland og takmarkaða innviði. Hún léttir á umferðinni og minnkar svifryksmengun. Hún verður öllum til hagsbóta. Áður en vatnsveita kom í Reykjavík fengu reykvísk heimili um 20 lítra af vatni á dag. Eftir að hún kom fékk hvert heimili um 240 lítra á dag. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar