Ólympíuför Freydísar vekur athygli í New Hampshire: Ég virkilega stolt af sjálfri mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 11:30 Freydís Halla Einarsdóttir. Freydís Halla Einarsdóttir er eina íslenska konan sem keppir í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu og Ólympíuför hennar hefur vakið athygli í Plymouth í New Hampshire í Bandaríkjunum. Freydís Halla stundar nám við Plymouth State háskólann og er sá skíðamaður í skólanum sem hefur náð bestum árangri í brekkunum. Freydís Halla var í viðtali hjá WMUR sjónvarpsstöðinni í New Hampshire þar sem hún ræddi Ólympíuævintýrið sitt. Vetrarólympíuleikarnir verða settir 9. febrúar næstkomandi og Freydís Halla mun keppa fyrst 12. febrúar. Freydís Halla er önnur af tveimur konum í íslenska Ólympíuhópnum en hin er göngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir. Auk þeirra keppa þeir Snorri Einarsson, Isak S. Pedersen og Sturla Snær Snorrason fyrir Íslands hönd á leikunum.PSU junior prepares to represent Iceland at Olympics https://t.co/UZIiAKbVRIpic.twitter.com/T1QSAKbjLn — WMUR TV (@WMUR9) February 1, 2018 Freydís Halla mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum í PyeongChang. Hún er á þriðja ári í Plymouth ríkisháskólanum. „Auðvitað er ég rosalega ánægð,“ sagði í viðtalinu. „Ég er virkilega stolt af sjálfri mér. Mér er líka létt. Ég vissi að það væri möguleiki á því að ég kæmist á leikana en fékk það ekki staðfest fyrr en fyrir tíu dögum,“ sagði Freydís í viðtalinu hjá WMUR. Freydís segist hafa verið á skíðum síðan hún var lítil og hún hefur keppt frá átta ára aldri. Hún viðurkennir samt að Plymouth State hafi ekki verið á radarnum þegar hún var að leita sér að skóla í Bandaríkjunum. „Ég hafði sótt um í aðra skóla áður en ég kom til Plymouth. Ég hreifst hinsvegar af staðsetningunni. Það er líka fullt af fjöllum nálægt þar sem við getum æft,“ sagði Freydís en hvað ætlar hún sér að gera í PyeongChang. „Mitt stærsta markmið er að reyna að skíða eins hratt og ég hef verið að gera á æfingum,“ sagði Freydís en hún er að læra að verða íþróttasálfræðingur í skólanum. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir er eina íslenska konan sem keppir í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu og Ólympíuför hennar hefur vakið athygli í Plymouth í New Hampshire í Bandaríkjunum. Freydís Halla stundar nám við Plymouth State háskólann og er sá skíðamaður í skólanum sem hefur náð bestum árangri í brekkunum. Freydís Halla var í viðtali hjá WMUR sjónvarpsstöðinni í New Hampshire þar sem hún ræddi Ólympíuævintýrið sitt. Vetrarólympíuleikarnir verða settir 9. febrúar næstkomandi og Freydís Halla mun keppa fyrst 12. febrúar. Freydís Halla er önnur af tveimur konum í íslenska Ólympíuhópnum en hin er göngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir. Auk þeirra keppa þeir Snorri Einarsson, Isak S. Pedersen og Sturla Snær Snorrason fyrir Íslands hönd á leikunum.PSU junior prepares to represent Iceland at Olympics https://t.co/UZIiAKbVRIpic.twitter.com/T1QSAKbjLn — WMUR TV (@WMUR9) February 1, 2018 Freydís Halla mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum í PyeongChang. Hún er á þriðja ári í Plymouth ríkisháskólanum. „Auðvitað er ég rosalega ánægð,“ sagði í viðtalinu. „Ég er virkilega stolt af sjálfri mér. Mér er líka létt. Ég vissi að það væri möguleiki á því að ég kæmist á leikana en fékk það ekki staðfest fyrr en fyrir tíu dögum,“ sagði Freydís í viðtalinu hjá WMUR. Freydís segist hafa verið á skíðum síðan hún var lítil og hún hefur keppt frá átta ára aldri. Hún viðurkennir samt að Plymouth State hafi ekki verið á radarnum þegar hún var að leita sér að skóla í Bandaríkjunum. „Ég hafði sótt um í aðra skóla áður en ég kom til Plymouth. Ég hreifst hinsvegar af staðsetningunni. Það er líka fullt af fjöllum nálægt þar sem við getum æft,“ sagði Freydís en hvað ætlar hún sér að gera í PyeongChang. „Mitt stærsta markmið er að reyna að skíða eins hratt og ég hef verið að gera á æfingum,“ sagði Freydís en hún er að læra að verða íþróttasálfræðingur í skólanum.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Sjá meira