Menntaborgin Reykjavík Skúli Helgason skrifar 2. febrúar 2018 09:00 Reykjavík hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að bjóða börnunum í borginni skóla- og frístundastarf sem er í fremstu röð. Á kjörtímabilinu hefur okkur tekist að hefja mikla sókn í málaflokknum, eftir að okkur tókst að rétta við fjárhag borgarinnar. Fjárveitingar til málaflokksins hafa aukist um fjórðung, eða níu milljarða króna, á kjörtímabilinu og er nú svo komið að fjármagn til menntamála í borginni er orðið umtalsvert meira en fyrir hrun, á föstu verðlagi. Við hyggjumst byggja áfram á þessum góða grunni á næsta kjörtímabili og tryggja að skóla- og frístundastarf í borginni verði í fremstu röð, svo sannarlega verði hægt að tala um menntaborgina Reykjavík.Þúsundir vinna að menntastefnu Við höfum styrkt innra starf leikskóla, grunnskóla og frístundaþjónustu og sérstakt forgangsmál okkar er að bæta vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks. Síðasta ár höfum við unnið að mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030, með því að virkja þær þúsundir starfsmanna sem starfa í skólasamfélaginu í borginni. Vinnan við nýja menntastefnu er á lokametrunum og verður kynnt í febrúar. Ég tel að við höfum einstakt tækifæri til að þróa í samvinnu við skólasamfélagið framsækið og skapandi skóla- og frístundastarf sem svarar kalli nútímans, undirbýr börn og ungmenni fyrir líf í heimi þar sem sköpun, miðlun og nýting þekkingar hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ný menntastefna undirstrikar að börnin sjálf eru í aðalhlutverki og daglegt starf snúist í auknum mæli um að kynna fyrir þeim fjölbreytileg viðfangsefni, þroska gagnrýna hugsun og samvinnunám, nýta áhugasvið þeirra og styrkleika í glímu við fjölbreytt verkefni. Menntamál eru málaflokkur framtíðarinnar og ástæða þess að ég hef helgað mig menntamálunum er að þar gefst okkur tækifæri til að sýna hvernig þjóðfélag byggt á jöfnuði lítur út, þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri til að finna hæfileikum sínum farveg. Það er verðugt verkefni sem við getum öll sameinast um að hrinda í framkvæmd. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Reykjavík hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að bjóða börnunum í borginni skóla- og frístundastarf sem er í fremstu röð. Á kjörtímabilinu hefur okkur tekist að hefja mikla sókn í málaflokknum, eftir að okkur tókst að rétta við fjárhag borgarinnar. Fjárveitingar til málaflokksins hafa aukist um fjórðung, eða níu milljarða króna, á kjörtímabilinu og er nú svo komið að fjármagn til menntamála í borginni er orðið umtalsvert meira en fyrir hrun, á föstu verðlagi. Við hyggjumst byggja áfram á þessum góða grunni á næsta kjörtímabili og tryggja að skóla- og frístundastarf í borginni verði í fremstu röð, svo sannarlega verði hægt að tala um menntaborgina Reykjavík.Þúsundir vinna að menntastefnu Við höfum styrkt innra starf leikskóla, grunnskóla og frístundaþjónustu og sérstakt forgangsmál okkar er að bæta vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks. Síðasta ár höfum við unnið að mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030, með því að virkja þær þúsundir starfsmanna sem starfa í skólasamfélaginu í borginni. Vinnan við nýja menntastefnu er á lokametrunum og verður kynnt í febrúar. Ég tel að við höfum einstakt tækifæri til að þróa í samvinnu við skólasamfélagið framsækið og skapandi skóla- og frístundastarf sem svarar kalli nútímans, undirbýr börn og ungmenni fyrir líf í heimi þar sem sköpun, miðlun og nýting þekkingar hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ný menntastefna undirstrikar að börnin sjálf eru í aðalhlutverki og daglegt starf snúist í auknum mæli um að kynna fyrir þeim fjölbreytileg viðfangsefni, þroska gagnrýna hugsun og samvinnunám, nýta áhugasvið þeirra og styrkleika í glímu við fjölbreytt verkefni. Menntamál eru málaflokkur framtíðarinnar og ástæða þess að ég hef helgað mig menntamálunum er að þar gefst okkur tækifæri til að sýna hvernig þjóðfélag byggt á jöfnuði lítur út, þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri til að finna hæfileikum sínum farveg. Það er verðugt verkefni sem við getum öll sameinast um að hrinda í framkvæmd. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar