Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2018 20:00 Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Jafnframt vísar hann lögunum til stjórnlagadómstóls til að kanna hvort þau standist stjórnarskrá vegna ritskoðunar. Lögin hafa verið gagnrýnd víða ekki hvað síst í Ísrael og innan Evrópusambandsins sem tilraun til ritskoðunar og sögufölsunar. En þeir sem í ræðu eða riti gefa í skyn að Pólverjar eða pólsk stjórnvöld hafi á einhvern hátt komið að eða aðstoðað við rekstur útrýmingarbúðanna í Auschwitz geta átt yfir höfði sér allt aðþriggja ára fangelsi eða sektir. Andrzej Duda forseti Póllands tilkynnti í dag að hann ætlaði að staðfesta lögin. Hins vegar væri líka mikilvægt að raddir fórnarlamba nasista og ættingja þeirra verði ekki kæfðar og þvíætlaði hann að vísa lögunum til stjórnlagadómstóls landsins til að kanna hvort lögin stæðust stjórnarskrá. „Þetta er mín ákvörðun. Ég tel að þetta sé lausn sem annars vegar tryggir pólska hagsmuni og ég ítreka; virðingu okkar, sögulegan sannleika. Þannig að við verðum dæmd réttlátlega af umheiminum en pólska ríkinu eða þjóðinni verði ekki kennt um. Hins vegar sé tekið tillit til þess fólks þar sem sögulegt minni, minningar um helförina, skipta gríðarlega miklu máli, og ekki hvað síst að tekið sé tillit til þeirra sem lifðu helförina af og ættu að segja umheiminum fráþví hvernig þeir muna þessa tíma og frá reynslu sinni,“ sagði Duda í dag. Frans Timmermanns varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hetjur hafa barist gegn hernámi nasista í öllum þeim löndum sem Nasistar lögðu undir sig. „En það er sorglegt að það í öllum þessum löndum var líka að finna fólk sem starfaði með og aðstoðaði innrásarliði nasista við að koma hryllilegri stefnu þeirra til framkvæmda,“ segir Timmermanns.Tækifærispólitík ræður för Pawel Frankowski dósent í stjórnmálafræði við Jagiellonski háskólann í Krakow hefur kennt tímabundið við Háskóla Íslands. Hann segir að skoða verði öll utanríkismál pólsku stjórnarinnar í ljósi stöðu mála innanlands og þeirrar stefnu sem líkleg sé til vinsælda þar. En bæði þing- og sveitarstjórnarkosningar eru framundan á næstu tveimur árum. „Ráðandi flokkar verða að afla sér vinsælda. Til að ná vinsældum verða þeir að höfða til tiltekinna afla. Þetta sorglega mál, að mínu áliti, gæti hjálpað þeim að ná stuðningi. Svo einfalt er það. Pólks stjórnvöld eru þegar upp á kant við Evrópusambandið vegna breytinga á lögum um skipun dómara, sem eykur líkur á pólitískri skipun þeirra og hefur Evrópusambandið hótað að taka atkvæðisréttinn af Pólverjum í ráðherraráðinu breyti þeir ekki stefnu sinni. Hægri stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti er hins vegar ekki líklegur til þess.Kynslóðir sem muna ekki fyrri tíma Frankowski segir að nú þegar Pólland hafi verið í Evrópusambandinu í fjórtán ár séu kynslóðir sem muni ekki hvernig ástandið var fyrir aðild. Þetta fólk taki margt þau fríðindi sem fylgi aðildinni sem gefnum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga og hluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna tilheyrir þessum hópi. Þetta er flókið samspil. Það er mikilvægt að hafa hugfast að þetta fólk hefur ekki hugmynd um hvernig heimurinn var fyrir fyrir aðildina að Evrópusambandinu,“ segir Frankowski. Margir stjórnmálamenn og flokkar leiki saman leikinn og stjórnmálamenn í Bretlandi sem kenndu embættismönnum í Brussel um allt sem miður fer. „Þeir ögra Evrópusambandinu til að sjá hversu langt þeir komast með þó nokkurri slægð. Þetta sé sami leikurinn og margir breskir stjórnmálamenn léku allt fram að úrsögninni úr sambandinu. Í dag sjáum við fulltrúa ýmissra pólskra stjórnmálaflokka haga sér með sama hætti innan Evrópusambandsins, þar sem þeir leik hlutverk vonda gæjans,“ segir Frankowski. Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Jafnframt vísar hann lögunum til stjórnlagadómstóls til að kanna hvort þau standist stjórnarskrá vegna ritskoðunar. Lögin hafa verið gagnrýnd víða ekki hvað síst í Ísrael og innan Evrópusambandsins sem tilraun til ritskoðunar og sögufölsunar. En þeir sem í ræðu eða riti gefa í skyn að Pólverjar eða pólsk stjórnvöld hafi á einhvern hátt komið að eða aðstoðað við rekstur útrýmingarbúðanna í Auschwitz geta átt yfir höfði sér allt aðþriggja ára fangelsi eða sektir. Andrzej Duda forseti Póllands tilkynnti í dag að hann ætlaði að staðfesta lögin. Hins vegar væri líka mikilvægt að raddir fórnarlamba nasista og ættingja þeirra verði ekki kæfðar og þvíætlaði hann að vísa lögunum til stjórnlagadómstóls landsins til að kanna hvort lögin stæðust stjórnarskrá. „Þetta er mín ákvörðun. Ég tel að þetta sé lausn sem annars vegar tryggir pólska hagsmuni og ég ítreka; virðingu okkar, sögulegan sannleika. Þannig að við verðum dæmd réttlátlega af umheiminum en pólska ríkinu eða þjóðinni verði ekki kennt um. Hins vegar sé tekið tillit til þess fólks þar sem sögulegt minni, minningar um helförina, skipta gríðarlega miklu máli, og ekki hvað síst að tekið sé tillit til þeirra sem lifðu helförina af og ættu að segja umheiminum fráþví hvernig þeir muna þessa tíma og frá reynslu sinni,“ sagði Duda í dag. Frans Timmermanns varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hetjur hafa barist gegn hernámi nasista í öllum þeim löndum sem Nasistar lögðu undir sig. „En það er sorglegt að það í öllum þessum löndum var líka að finna fólk sem starfaði með og aðstoðaði innrásarliði nasista við að koma hryllilegri stefnu þeirra til framkvæmda,“ segir Timmermanns.Tækifærispólitík ræður för Pawel Frankowski dósent í stjórnmálafræði við Jagiellonski háskólann í Krakow hefur kennt tímabundið við Háskóla Íslands. Hann segir að skoða verði öll utanríkismál pólsku stjórnarinnar í ljósi stöðu mála innanlands og þeirrar stefnu sem líkleg sé til vinsælda þar. En bæði þing- og sveitarstjórnarkosningar eru framundan á næstu tveimur árum. „Ráðandi flokkar verða að afla sér vinsælda. Til að ná vinsældum verða þeir að höfða til tiltekinna afla. Þetta sorglega mál, að mínu áliti, gæti hjálpað þeim að ná stuðningi. Svo einfalt er það. Pólks stjórnvöld eru þegar upp á kant við Evrópusambandið vegna breytinga á lögum um skipun dómara, sem eykur líkur á pólitískri skipun þeirra og hefur Evrópusambandið hótað að taka atkvæðisréttinn af Pólverjum í ráðherraráðinu breyti þeir ekki stefnu sinni. Hægri stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti er hins vegar ekki líklegur til þess.Kynslóðir sem muna ekki fyrri tíma Frankowski segir að nú þegar Pólland hafi verið í Evrópusambandinu í fjórtán ár séu kynslóðir sem muni ekki hvernig ástandið var fyrir aðild. Þetta fólk taki margt þau fríðindi sem fylgi aðildinni sem gefnum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga og hluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna tilheyrir þessum hópi. Þetta er flókið samspil. Það er mikilvægt að hafa hugfast að þetta fólk hefur ekki hugmynd um hvernig heimurinn var fyrir fyrir aðildina að Evrópusambandinu,“ segir Frankowski. Margir stjórnmálamenn og flokkar leiki saman leikinn og stjórnmálamenn í Bretlandi sem kenndu embættismönnum í Brussel um allt sem miður fer. „Þeir ögra Evrópusambandinu til að sjá hversu langt þeir komast með þó nokkurri slægð. Þetta sé sami leikurinn og margir breskir stjórnmálamenn léku allt fram að úrsögninni úr sambandinu. Í dag sjáum við fulltrúa ýmissra pólskra stjórnmálaflokka haga sér með sama hætti innan Evrópusambandsins, þar sem þeir leik hlutverk vonda gæjans,“ segir Frankowski.
Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00
Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34