Neyðarlög sett og dómarar handteknir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Abdulla Yameen, forseti Maldíveyja, er umdeildur. Vísir/AFP Maldíveyar Hermenn á Maldíveyjum handtóku í gær Abdulla Saeed, forseta hæstaréttar, og Ali Hameed hæstaréttardómara skömmu eftir að ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu yfirvöld ekki greint frá því hvað dómararnir væru sakaðir um en handtökurnar voru heimilaðar með samþykkt neyðarlaga í gær. Lögin heimila hermönnum að handtaka fólk án heimildar og banna jafnframt fjöldasamkomur, til að mynda mótmæli. Talið er víst að handtökurnar tengist úrskurði hæstaréttar frá því í síðustu viku um að Abdulla Yameen forseta beri að sleppa stjórnarandstæðingum úr haldi. Þá komst hæstiréttur einnig að þeirri niðurstöðu að réttarhöld ársins 2015 yfir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseta, hefðu verið ólögleg. Þau réttarhöld höfðu Amnesty International og bandaríska utanríkisráðuneytið áður fordæmt. Sögðu samtökin meðal annars að réttarhöldin hefðu verið pólitísk en Nasheed var sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað handtöku Abdulla Mohamed dómara. Ríkislögreglustjóri Maldíveyja sagði í síðustu viku að hann ætlaði að framfylgja dómi hæstaréttar um að frelsa stjórnarandstæðinga. Ekki gafst þó tækifæri til þess þar sem ríkisstjórn Yameen rak hann sama dag. Hefur maldíveyska hernum nú verið gert að berjast á móti hvers kyns tilraun til að steypa Yameen af stóli.Valdarán Fyrrnefndur Nasheed sagði við BBC í gær að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, meðal annars handtakan á fyrrverandi forsetanum Maumoon Abdul Gayoom, væru með öllu ólöglegar. Um valdarán væri að ræða. „Maldíveyingar hafa fengið nóg af þessari glæpsamlegu ógnarstjórn. Yameen forseti ætti að segja af sér.“ Árið 2016 sagði Nasheed að hann ætlaði að snúa aftur heim frá Bretlandi, þar sem hann er nú með pólitískt hæli, og bjóða sig fram til forseta. Þær kosningar munu fara fram síðar á árinu en óljóst er hvort nokkrir stjórnarandstæðingar muni geta boðið sig fram. Í gær óskaði hann eftir því á Twitter að Indverjar gripu inn í og sendu sendiboða í fylgd hermanna til eyjaklasans. Fyrir því er fordæmi en indverski herinn greip inn í árið 1988 og kom í veg fyrir valdaránstilraun.Þrengt að mannréttindum Frá því Yameen komst til valda árið 2013 hefur ríkisstjórn hans verið harðlega gagnrýnd fyrir takmörkun tjáningarfrelsis, handtökur stjórnarandstæðinga og afskipti af dómsvaldinu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í tilkynningu í gær að Bandaríkin stæðu með maldíveysku þjóðinni. Sagði ráðuneytið enn fremur að lögregla hefði brugðist dómstólum og að Yameen forseti hefði „fangelsað eða sent hvern einasta áberandi stjórnarandstæðing í útlegð“. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stuttorðara. Benti það á í tísti að heimurinn fylgdist nú með Maldíveyjum. Ríkisstjórnin og herinn yrðu að fylgja lögum og reglum og að ekki mætti skerða tjáningarfrelsi ríkisborgara. Maldíveyjar Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Maldíveyar Hermenn á Maldíveyjum handtóku í gær Abdulla Saeed, forseta hæstaréttar, og Ali Hameed hæstaréttardómara skömmu eftir að ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu yfirvöld ekki greint frá því hvað dómararnir væru sakaðir um en handtökurnar voru heimilaðar með samþykkt neyðarlaga í gær. Lögin heimila hermönnum að handtaka fólk án heimildar og banna jafnframt fjöldasamkomur, til að mynda mótmæli. Talið er víst að handtökurnar tengist úrskurði hæstaréttar frá því í síðustu viku um að Abdulla Yameen forseta beri að sleppa stjórnarandstæðingum úr haldi. Þá komst hæstiréttur einnig að þeirri niðurstöðu að réttarhöld ársins 2015 yfir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseta, hefðu verið ólögleg. Þau réttarhöld höfðu Amnesty International og bandaríska utanríkisráðuneytið áður fordæmt. Sögðu samtökin meðal annars að réttarhöldin hefðu verið pólitísk en Nasheed var sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað handtöku Abdulla Mohamed dómara. Ríkislögreglustjóri Maldíveyja sagði í síðustu viku að hann ætlaði að framfylgja dómi hæstaréttar um að frelsa stjórnarandstæðinga. Ekki gafst þó tækifæri til þess þar sem ríkisstjórn Yameen rak hann sama dag. Hefur maldíveyska hernum nú verið gert að berjast á móti hvers kyns tilraun til að steypa Yameen af stóli.Valdarán Fyrrnefndur Nasheed sagði við BBC í gær að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, meðal annars handtakan á fyrrverandi forsetanum Maumoon Abdul Gayoom, væru með öllu ólöglegar. Um valdarán væri að ræða. „Maldíveyingar hafa fengið nóg af þessari glæpsamlegu ógnarstjórn. Yameen forseti ætti að segja af sér.“ Árið 2016 sagði Nasheed að hann ætlaði að snúa aftur heim frá Bretlandi, þar sem hann er nú með pólitískt hæli, og bjóða sig fram til forseta. Þær kosningar munu fara fram síðar á árinu en óljóst er hvort nokkrir stjórnarandstæðingar muni geta boðið sig fram. Í gær óskaði hann eftir því á Twitter að Indverjar gripu inn í og sendu sendiboða í fylgd hermanna til eyjaklasans. Fyrir því er fordæmi en indverski herinn greip inn í árið 1988 og kom í veg fyrir valdaránstilraun.Þrengt að mannréttindum Frá því Yameen komst til valda árið 2013 hefur ríkisstjórn hans verið harðlega gagnrýnd fyrir takmörkun tjáningarfrelsis, handtökur stjórnarandstæðinga og afskipti af dómsvaldinu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í tilkynningu í gær að Bandaríkin stæðu með maldíveysku þjóðinni. Sagði ráðuneytið enn fremur að lögregla hefði brugðist dómstólum og að Yameen forseti hefði „fangelsað eða sent hvern einasta áberandi stjórnarandstæðing í útlegð“. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stuttorðara. Benti það á í tísti að heimurinn fylgdist nú með Maldíveyjum. Ríkisstjórnin og herinn yrðu að fylgja lögum og reglum og að ekki mætti skerða tjáningarfrelsi ríkisborgara.
Maldíveyjar Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira