4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 16:25 Endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar þingmanna hafa farið lækkandi undanfarin ár. vísir/ERNIR Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. Sá þingmaður sem keyrði mest keyrði tæplega 48 þúsund kílómetra á síðasta ári og fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um aksturskostnað alþingismanna. Ekki fást upplýsingar um hvaða þingmenn aki mest en í svarinu segir að litið sé svo á að „aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna.“ Því verði upplýsingarnar ekki gerðar persónugreinanlegar. Þá segir einnig að aksturskostnaður sé mjög mismunandi eftir því í hvaða kjördæmi þeir séu kosnir. Þá sé hann einnig mjög mismunandi eftir því hvort þingmenn aki frá heimili sínu utan Reykjavíkur og nágrennis, svokallaðir „heimanakstursmenn“ sem aðeins fái hluta húsnæðiskostnaðar endurgreiddan. Í svarinu segir að ferðakostnaður þingmanna sé breytilegur eftir því hvort um akstur eigin bifreiða sé að ræða, akstur á bílaleigubílum eða hvort notast sé við flugferðir. Þá segir einnig að leitast hafi verið við að haga ferðakostnaði á sem hagkvæmastan hátt og þingmenn hvattir til að nota flugferðir og bílaleigubíla fremur en eigin bíla sé því komið við. Þetta hafi skilað sér í því að endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar hafi lækkað á undanförnum árum en endurgreiðslur á árinu 2013 voru tæplega 60 milljónir. Sem fyrr segir ók sá alþingismaður sem ók mest alls 47.664 kílómetra á síðasta ári, eða um 130 kílómetra á dag að meðaltali. Fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar, eða um 335 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Sá sem næst kemur ók 35 þúsund kílómetra og fékk 3,4 milljónir endurgreiddarSvar við fyrirspurninni og sundurliðaða lista yfir endurgreiðslur má sjá hér. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. Sá þingmaður sem keyrði mest keyrði tæplega 48 þúsund kílómetra á síðasta ári og fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um aksturskostnað alþingismanna. Ekki fást upplýsingar um hvaða þingmenn aki mest en í svarinu segir að litið sé svo á að „aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna.“ Því verði upplýsingarnar ekki gerðar persónugreinanlegar. Þá segir einnig að aksturskostnaður sé mjög mismunandi eftir því í hvaða kjördæmi þeir séu kosnir. Þá sé hann einnig mjög mismunandi eftir því hvort þingmenn aki frá heimili sínu utan Reykjavíkur og nágrennis, svokallaðir „heimanakstursmenn“ sem aðeins fái hluta húsnæðiskostnaðar endurgreiddan. Í svarinu segir að ferðakostnaður þingmanna sé breytilegur eftir því hvort um akstur eigin bifreiða sé að ræða, akstur á bílaleigubílum eða hvort notast sé við flugferðir. Þá segir einnig að leitast hafi verið við að haga ferðakostnaði á sem hagkvæmastan hátt og þingmenn hvattir til að nota flugferðir og bílaleigubíla fremur en eigin bíla sé því komið við. Þetta hafi skilað sér í því að endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar hafi lækkað á undanförnum árum en endurgreiðslur á árinu 2013 voru tæplega 60 milljónir. Sem fyrr segir ók sá alþingismaður sem ók mest alls 47.664 kílómetra á síðasta ári, eða um 130 kílómetra á dag að meðaltali. Fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar, eða um 335 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Sá sem næst kemur ók 35 þúsund kílómetra og fékk 3,4 milljónir endurgreiddarSvar við fyrirspurninni og sundurliðaða lista yfir endurgreiðslur má sjá hér.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira