Geir: Framkoma HSÍ gagnvart mér fyrir neðan allar hellur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2018 17:39 Geir á hliðarlínunni með íslenska landsliðinu. vísir/afp Fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, Geir Sveinsson, var allt annað en sáttur við HSÍ í löngu spjalli við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Það er mikið búið að gerast í vikunni. Ráðning Guðmundar kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á öðru. Þetta hefur legið lengi í loftinu. Þessi umræða með Guðmund og landsliðið var komin inn í handboltaheiminn í desember. Svona sögur fara ekki í gang út af engu. Ég trúi því ekki að viðræður HSÍ við Guðmund hafi farið í gang eftir að ég átti minn fund með HSÍ á dögunum. Það er ljóst að viðræðurnar voru löngu farnar í gang,“ sagði Geir beittur er hann talaði um þann orðróm að HSÍ hefði verið fyrir löngu síðan búið að ræða við Guðmund Guðmundsson um að taka við landsliðinu. Hann er ekki sáttur við vinnubrögð Handknattleikssambandsins í þessum þjálfaramálum. „Mér finnst svona framkoma vera fyrir neðan allar hellur. Ég hef beðið um svör varðandi mín mál síðan í júní. Hvort það væri áhugi á því að halda mér. Þessi framkoma HSÍ gagnvart mér er fyrir neðan allar hellur. Miðað við það sem á undan er gengið kemur þessi framkoma formanns HSÍ mér ekki á óvart. Það sem kemur mér aftur á móti á óvart er að stjórn HSÍ skuli kvitta upp á þessi vinnubrögð.“Geir á æfingu með landsliðinu.vísir/hannaGeir fundaði með stjórn HSÍ í síðustu viku og bað síðan um skýr svör og það sem fyrst. „Þeim hefði verið í lófa lagið eftir þann fund að tilkynna mér að þeir ætluðu að fara í viðræður við Guðmund. Það hefði verið það minnsta sem þeir gátu gert. Ég hringdi svo í helstu menn og bað þá bara um að segja mér þetta. Hver staðan væri. Mér fannst ég eiga það skilið eftir að hafa beðið í átta mánuði eftir svörum. Svona framkoma er ekki nokkrum manni boðleg,“ segir þjálfarinn en hann segist hafa hafnað tilboði frá Porto í Portúgal og frá öðru landsliði síðasta sumar. Það var ljóst á máli Geirs að samskipti hans og Guðmundar B. Ólafssonar, formanns HSÍ, hafa ekki verið eins og þau eiga að vera. „Samningaviðræðurnar er ég tók við gengu ekki vel. Mér fannst þær vera vondar og ég ræddi það hreinskilnislega við formanninn. Sagði við þyrftum að eiga betri umræður og stíga meira í takt. Það gerðist aldrei. Það var aldrei slæmt á milli okkar en það var aldrei gott. Við settumst aldrei almennilega niður til þess að ræða handboltann. Formaðurinn sýndi því aldrei áhuga. Frá síðasta sumri hafa samskiptin verið með eindæmum slæm. Ég sendi honum til að mynda marga tölvupósta sem hann svaraði aldrei. Hann sagði á blaðamannafundinum með nafna sínum að sambandið við mig hefði verið í lagi. Ég velti því þá fyrir mér hvernig slæmt samband er þá hjá honum,“ segir Geir en hann er á því að ráðning Guðmundar hafi verið í kortunum fyrir löngu síðan. „Ég leyfi mér að kalla þetta leikrit og það lélegt leikrit sem hefur verið í gangi.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Geir: Ég vildi ráða markmannsþjálfara en HSÍ dró bara lappirnar Geir Sveinsson tjáir sig í fyrsta sinn eftir að Guðmundur Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta í stað Geirs. 8. febrúar 2018 08:00 Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15 Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða Guðmund Landsliðsmálin voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar sagðist Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, vera nokkuð viss um að Guðmundur Guðmundsson myndi taka við íslenska landsliðinu. 2. febrúar 2018 08:28 HSÍ fundaði með Geir en vill einnig ræða við Guðmund Geir Sveinsson fór yfir málin á fundi með stjórn HSÍ í gær. 31. janúar 2018 10:30 Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46 Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira
Fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, Geir Sveinsson, var allt annað en sáttur við HSÍ í löngu spjalli við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Það er mikið búið að gerast í vikunni. Ráðning Guðmundar kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á öðru. Þetta hefur legið lengi í loftinu. Þessi umræða með Guðmund og landsliðið var komin inn í handboltaheiminn í desember. Svona sögur fara ekki í gang út af engu. Ég trúi því ekki að viðræður HSÍ við Guðmund hafi farið í gang eftir að ég átti minn fund með HSÍ á dögunum. Það er ljóst að viðræðurnar voru löngu farnar í gang,“ sagði Geir beittur er hann talaði um þann orðróm að HSÍ hefði verið fyrir löngu síðan búið að ræða við Guðmund Guðmundsson um að taka við landsliðinu. Hann er ekki sáttur við vinnubrögð Handknattleikssambandsins í þessum þjálfaramálum. „Mér finnst svona framkoma vera fyrir neðan allar hellur. Ég hef beðið um svör varðandi mín mál síðan í júní. Hvort það væri áhugi á því að halda mér. Þessi framkoma HSÍ gagnvart mér er fyrir neðan allar hellur. Miðað við það sem á undan er gengið kemur þessi framkoma formanns HSÍ mér ekki á óvart. Það sem kemur mér aftur á móti á óvart er að stjórn HSÍ skuli kvitta upp á þessi vinnubrögð.“Geir á æfingu með landsliðinu.vísir/hannaGeir fundaði með stjórn HSÍ í síðustu viku og bað síðan um skýr svör og það sem fyrst. „Þeim hefði verið í lófa lagið eftir þann fund að tilkynna mér að þeir ætluðu að fara í viðræður við Guðmund. Það hefði verið það minnsta sem þeir gátu gert. Ég hringdi svo í helstu menn og bað þá bara um að segja mér þetta. Hver staðan væri. Mér fannst ég eiga það skilið eftir að hafa beðið í átta mánuði eftir svörum. Svona framkoma er ekki nokkrum manni boðleg,“ segir þjálfarinn en hann segist hafa hafnað tilboði frá Porto í Portúgal og frá öðru landsliði síðasta sumar. Það var ljóst á máli Geirs að samskipti hans og Guðmundar B. Ólafssonar, formanns HSÍ, hafa ekki verið eins og þau eiga að vera. „Samningaviðræðurnar er ég tók við gengu ekki vel. Mér fannst þær vera vondar og ég ræddi það hreinskilnislega við formanninn. Sagði við þyrftum að eiga betri umræður og stíga meira í takt. Það gerðist aldrei. Það var aldrei slæmt á milli okkar en það var aldrei gott. Við settumst aldrei almennilega niður til þess að ræða handboltann. Formaðurinn sýndi því aldrei áhuga. Frá síðasta sumri hafa samskiptin verið með eindæmum slæm. Ég sendi honum til að mynda marga tölvupósta sem hann svaraði aldrei. Hann sagði á blaðamannafundinum með nafna sínum að sambandið við mig hefði verið í lagi. Ég velti því þá fyrir mér hvernig slæmt samband er þá hjá honum,“ segir Geir en hann er á því að ráðning Guðmundar hafi verið í kortunum fyrir löngu síðan. „Ég leyfi mér að kalla þetta leikrit og það lélegt leikrit sem hefur verið í gangi.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Geir: Ég vildi ráða markmannsþjálfara en HSÍ dró bara lappirnar Geir Sveinsson tjáir sig í fyrsta sinn eftir að Guðmundur Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta í stað Geirs. 8. febrúar 2018 08:00 Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15 Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða Guðmund Landsliðsmálin voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar sagðist Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, vera nokkuð viss um að Guðmundur Guðmundsson myndi taka við íslenska landsliðinu. 2. febrúar 2018 08:28 HSÍ fundaði með Geir en vill einnig ræða við Guðmund Geir Sveinsson fór yfir málin á fundi með stjórn HSÍ í gær. 31. janúar 2018 10:30 Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46 Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira
Geir: Ég vildi ráða markmannsþjálfara en HSÍ dró bara lappirnar Geir Sveinsson tjáir sig í fyrsta sinn eftir að Guðmundur Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta í stað Geirs. 8. febrúar 2018 08:00
Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15
Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða Guðmund Landsliðsmálin voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar sagðist Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, vera nokkuð viss um að Guðmundur Guðmundsson myndi taka við íslenska landsliðinu. 2. febrúar 2018 08:28
HSÍ fundaði með Geir en vill einnig ræða við Guðmund Geir Sveinsson fór yfir málin á fundi með stjórn HSÍ í gær. 31. janúar 2018 10:30
Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46