Snorri Steinn: Fannst ég ekki umturna leiknum Einar Sigurvinsson skrifar 8. febrúar 2018 22:24 Snorri Steinn í leik á dögunum. vísir/anton „Vonbrigði með að tapa og gríðarleg vonbrigði með frammistöðuna. Við áttum ekkert skilið út úr þessum leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson spilandi þjálfari Vals eftir að hans lið féll út úr bikarnum gegn Haukum í kvöld. „Það er eins og gengur og gerist, hitt og þetta sem veldur því, en það svíður ennþá meira að hafa ekki veitt Haukum smá keppni“. Valsmönnum gekk illa að finna leiðir í gegnum vörn Hauka og höfðu til að mynda aðeins skorað tvö mörk þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. „Leikurinn byrjaði eins og við var að búast. Bæði lið voru þétt fyrir og það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik, Haukar kannski aðeins meira að fá einhver mörk. Það var ekkert að valda mér allt of miklum áhyggjum, það er aðallega leikurinn á heildina litið sem truflar mig.“ Sóknarleikur Vals batnaði töluvert eftir að Snorri Steinn kom sjálfur inn á. Hefði hann átt að koma inn á fyrr? „Mér fannst ég ekkert umturna leiknum, ég veit það ekki, ég þarf bara að skoða það aftur. En það er eflaust ágætis punktur og ég velti því alveg fyrir mér. En Maggi var frábær í síðasta leik og mér fannst bara eðlilegt að setja hann þarna fyrst þegar það gekk illa." Val hefur gengið ágætlega í Olís-deildinni í vetur og eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar. Snorri vill þó meina að það sé mikill getumunur á hans liði og öðrum liðum deildarinnar. „Ef ég á að vera á að vera hreinskilinn þá eru lið þarna sem eru bara skrefinu á undan okkur hvað varðar gæði. Mér finnst vanta upp á fullt af hlutum hjá okkur. Ég ætla bara að horfa sem minnst á töfluna og frekar horfa í frammistöðuna. Hún þarf að vera betri til þess að við nálgumst þessi lið sem eru fyrir ofan okkur.“ Snorri Steinn telur að Haukar séu einfaldlega skrefinu á undan Valsliðinu í dag. „Hvernig fór leikurinn? Úrslitin ljúga aldrei, það er bara þannig. Þú ert bara dæmdur af síðasta leik. Ef þú tapar með sjö mörkum þá eru Haukarnir bara betri en við, það segir sig sjálft,“ sagði svekktur Snorri Steinn Guðjónsson við Vísi í leikslok. Íslenski handboltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
„Vonbrigði með að tapa og gríðarleg vonbrigði með frammistöðuna. Við áttum ekkert skilið út úr þessum leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson spilandi þjálfari Vals eftir að hans lið féll út úr bikarnum gegn Haukum í kvöld. „Það er eins og gengur og gerist, hitt og þetta sem veldur því, en það svíður ennþá meira að hafa ekki veitt Haukum smá keppni“. Valsmönnum gekk illa að finna leiðir í gegnum vörn Hauka og höfðu til að mynda aðeins skorað tvö mörk þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. „Leikurinn byrjaði eins og við var að búast. Bæði lið voru þétt fyrir og það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik, Haukar kannski aðeins meira að fá einhver mörk. Það var ekkert að valda mér allt of miklum áhyggjum, það er aðallega leikurinn á heildina litið sem truflar mig.“ Sóknarleikur Vals batnaði töluvert eftir að Snorri Steinn kom sjálfur inn á. Hefði hann átt að koma inn á fyrr? „Mér fannst ég ekkert umturna leiknum, ég veit það ekki, ég þarf bara að skoða það aftur. En það er eflaust ágætis punktur og ég velti því alveg fyrir mér. En Maggi var frábær í síðasta leik og mér fannst bara eðlilegt að setja hann þarna fyrst þegar það gekk illa." Val hefur gengið ágætlega í Olís-deildinni í vetur og eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar. Snorri vill þó meina að það sé mikill getumunur á hans liði og öðrum liðum deildarinnar. „Ef ég á að vera á að vera hreinskilinn þá eru lið þarna sem eru bara skrefinu á undan okkur hvað varðar gæði. Mér finnst vanta upp á fullt af hlutum hjá okkur. Ég ætla bara að horfa sem minnst á töfluna og frekar horfa í frammistöðuna. Hún þarf að vera betri til þess að við nálgumst þessi lið sem eru fyrir ofan okkur.“ Snorri Steinn telur að Haukar séu einfaldlega skrefinu á undan Valsliðinu í dag. „Hvernig fór leikurinn? Úrslitin ljúga aldrei, það er bara þannig. Þú ert bara dæmdur af síðasta leik. Ef þú tapar með sjö mörkum þá eru Haukarnir bara betri en við, það segir sig sjálft,“ sagði svekktur Snorri Steinn Guðjónsson við Vísi í leikslok.
Íslenski handboltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira