Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 06:32 Það er betra að halda fast í höfuðfötin sín næstu daga. VÍSIR/VILHELM Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi á Norðvesturlandi í dag og að það muni ganga í austanstorm með snjókomu syðst á landinu í kvöld. Frostið verður á bilinu 0 til 8 stig og vindhraðinn að jafnaði 8 til 15 m/s á landinu. Gular viðvaranir taka gildi fyrir allt landið á morgun, að frátöldu Suðausturlandi þar sem viðvörunin verður appelsínugul að lit enda von á ofsaveðri. Gera má ráð fyrir því að samgöngur fari úr skorðum á morgun og ætti fólk á flakki því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum næsta sólarhringinn. „Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og slæmu ferðaveðri í flestum landshlutum,“ eins og það er orðað. Fólk á Norðurlandi má þannig gera ráð fyrir hvassviðri eða stormi í fyrramálið sem svo heilsar upp á restina af landinu eftir því sem líður á daginn. Vindhraðinn verður um 20 til 25 m/s „um mest allt land undir kvöld“ eins og Veðurstofan orðar það og víða snjókoma og skafrenningur. Þó má gera ráð fyrir slyddu á suðaustur- og suðurströndinni og að það hlýni í veðri.Veðurvefur VísisVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Gengur í norðaustan hvassviðri, fyrst A-til, en síðan fyrir norðan. Vaxandi norðvestanátt S- og V-lands, víða stormur seinnipartinn, en jafnvel rok syðst. Snjókoma í flestum landshlutum, en slydda með A-ströndinni. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag:Norðaustan stórhríð á Vestfjörðum í fyrstu, vestan hvassviðri eða stormur og snjókoma SV-lands, en hægari fyrir austan og úrkomuminna. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum, en bjart NA-til. Kólnar í veðri.Á þriðjudag:Breytileg átt og snjókoma fyrir norðan og austan, en úrkomulítið SV-lands. Dregur úr frosti.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa austlæga átt með slyddu eða rigningu A-lands, en að mestu þurrt V-til. Heldur hlýnandi. Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi á Norðvesturlandi í dag og að það muni ganga í austanstorm með snjókomu syðst á landinu í kvöld. Frostið verður á bilinu 0 til 8 stig og vindhraðinn að jafnaði 8 til 15 m/s á landinu. Gular viðvaranir taka gildi fyrir allt landið á morgun, að frátöldu Suðausturlandi þar sem viðvörunin verður appelsínugul að lit enda von á ofsaveðri. Gera má ráð fyrir því að samgöngur fari úr skorðum á morgun og ætti fólk á flakki því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum næsta sólarhringinn. „Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og slæmu ferðaveðri í flestum landshlutum,“ eins og það er orðað. Fólk á Norðurlandi má þannig gera ráð fyrir hvassviðri eða stormi í fyrramálið sem svo heilsar upp á restina af landinu eftir því sem líður á daginn. Vindhraðinn verður um 20 til 25 m/s „um mest allt land undir kvöld“ eins og Veðurstofan orðar það og víða snjókoma og skafrenningur. Þó má gera ráð fyrir slyddu á suðaustur- og suðurströndinni og að það hlýni í veðri.Veðurvefur VísisVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Gengur í norðaustan hvassviðri, fyrst A-til, en síðan fyrir norðan. Vaxandi norðvestanátt S- og V-lands, víða stormur seinnipartinn, en jafnvel rok syðst. Snjókoma í flestum landshlutum, en slydda með A-ströndinni. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag:Norðaustan stórhríð á Vestfjörðum í fyrstu, vestan hvassviðri eða stormur og snjókoma SV-lands, en hægari fyrir austan og úrkomuminna. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum, en bjart NA-til. Kólnar í veðri.Á þriðjudag:Breytileg átt og snjókoma fyrir norðan og austan, en úrkomulítið SV-lands. Dregur úr frosti.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa austlæga átt með slyddu eða rigningu A-lands, en að mestu þurrt V-til. Heldur hlýnandi.
Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira