Viðskipti innlent

Friðrik lokar Laundromat Café

Jakob Bjarnar skrifar
Friðrik lokar kaffihúsinu vinsæla með tárum.
Friðrik lokar kaffihúsinu vinsæla með tárum. visir/vilhelm
Friðrik Weishappel veitingamaður var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að til stendur að loka kaffihúsinu vinsæla Laundromat Café.

„Kæru Íslendingar til sjávar og sveita,“ segir Friðrik í tilkynningunni.

„Eftir 7 frábær ár í Austurstræti 9 hryggir það mig að tilkynna um lokun The Laundromat Cafe næstkomandi sunnudag þann 11. febrúar kl. 23:00.“

Friðrik greinir frá því að ekki hafi náðst saman um áframhaldandi samstarf við leyfishafa sem er Þvottakaffi ehf. og eiganda þess.

„Ég vil þakka öllum sem hafa heimsótt okkur í gegnum árin í eitt fallegasta hús Reykjavíkur fyrir stórkostlegar viðtökur frá fyrsta degi og einnig öllum sem ég hef kynnst og unnið með á þessu tímabili. Mikið asskoti var þetta gaman.“

Friðrik segist vera í viðræðum við nýjan samstarfsaðila og líkur séu á því að Laundromat Cafe opni fljótlega á öðrum stað. En, ekki er tímabært að greina frá því að svo stöddu máli.


Tengdar fréttir

Fyrsti Laundromat staðurinn á Íslandi

Það styttist í að Íslendingar geti þvegið þvott yfir rjúkandi kaffibolla því fyrsti Laundromat staðurinn opnar í Reykjavík innan skamms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×