Síðasti séns til að kaupa stuðningsmannamiða á HM 2018 Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 09:00 Klukkan tifar. vísir/getty Miðasöluglugganum á HM 2018 í Rússlandi sem opnaði 5. desember verður lokað klukkan níu fyrir hádegi á morgun, miðvikudaginn 31. janúar. Í þessu öðru miðasöluferli heimsmeistaramótsins er mögulegt að sækja um stuðningsmannamiða þannig Íslendingar geta keypt miða á alla þrjá leiki strákanna okkar í riðlakeppninni gegn Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Þá er einnig hægt að sækja um miða á leiki Íslands í útsláttarkeppninni, komist liðið þangað, en fari allt á versta veg ógildast miðarnir. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins, að því fram kemur á vef KSÍ.Aðeins fyrir Íslendinga Aðeins íslenskir ríkisborgarar og þeir sem hafa lögheimili á Íslandi geta sótt um miða í þessu ferli, samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá Margréti Elíasdóttur, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands. Íslenskur ríkisborgari getur ekki sótt um miða fyrir sig og annan aðila sem er ekki ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi. Það þarf að skrá kennitölu og vegabréfsnúmer allra sem sækja um miða. KSÍ hefur einnig reynt að ítreka að hver einstaklingur getur aðeins sótt um einn miða á hvern leik, hvort sem hann sækir um hann beint sjálfur eða er hluti af miðasölukaupum annars aðila. Hver einstaklingur má kaupa fjóra miða á hvern leik eða tólf í heildina ef hann kaupir til dæmis fjóra miða á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni.Svara í mars Ef einhver hefur skráð annan einstakling með sér í miðakaupum á til dæmis leik Íslands og Argentínu má sá hinn sami ekki sækja um miða á hann sjálfur eða vera með sína kennitölu í miðakaupum annars aðila á sama leik til að auka möguleika sína á miða á leikinn. Sé einstaklingur skráður á tveimur eða fleiri stöðum í miðakaupum á einn leik verður beiðni hans hafnað. Því er gott að passa sig í miðakaupunum en skilyrðin eru mjög ströng eins og bent er á í frétt á heimasíðu KSÍ. FIFA mun gefa sér nægan tíma í að vinna úr miðasöluferli tvö en Íslendingar og aðrir sem reyndu að kaupa sér miða í þessu ferli munu þurfa að bíða fram í miðjan mars eftir svari. Þetta er ekki síðasti sénsinn til að kaupa miða á HM en það besta til að sjá íslenska landsliðið spila. Þriðja miðasöluferlið, sem er einskonar fyrstur kemur fyrstur fær, hefst í mars þegar að svör eru komin úr yfirstandandi miðasöluferli. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Miðasöluglugganum á HM 2018 í Rússlandi sem opnaði 5. desember verður lokað klukkan níu fyrir hádegi á morgun, miðvikudaginn 31. janúar. Í þessu öðru miðasöluferli heimsmeistaramótsins er mögulegt að sækja um stuðningsmannamiða þannig Íslendingar geta keypt miða á alla þrjá leiki strákanna okkar í riðlakeppninni gegn Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Þá er einnig hægt að sækja um miða á leiki Íslands í útsláttarkeppninni, komist liðið þangað, en fari allt á versta veg ógildast miðarnir. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins, að því fram kemur á vef KSÍ.Aðeins fyrir Íslendinga Aðeins íslenskir ríkisborgarar og þeir sem hafa lögheimili á Íslandi geta sótt um miða í þessu ferli, samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá Margréti Elíasdóttur, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands. Íslenskur ríkisborgari getur ekki sótt um miða fyrir sig og annan aðila sem er ekki ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi. Það þarf að skrá kennitölu og vegabréfsnúmer allra sem sækja um miða. KSÍ hefur einnig reynt að ítreka að hver einstaklingur getur aðeins sótt um einn miða á hvern leik, hvort sem hann sækir um hann beint sjálfur eða er hluti af miðasölukaupum annars aðila. Hver einstaklingur má kaupa fjóra miða á hvern leik eða tólf í heildina ef hann kaupir til dæmis fjóra miða á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni.Svara í mars Ef einhver hefur skráð annan einstakling með sér í miðakaupum á til dæmis leik Íslands og Argentínu má sá hinn sami ekki sækja um miða á hann sjálfur eða vera með sína kennitölu í miðakaupum annars aðila á sama leik til að auka möguleika sína á miða á leikinn. Sé einstaklingur skráður á tveimur eða fleiri stöðum í miðakaupum á einn leik verður beiðni hans hafnað. Því er gott að passa sig í miðakaupunum en skilyrðin eru mjög ströng eins og bent er á í frétt á heimasíðu KSÍ. FIFA mun gefa sér nægan tíma í að vinna úr miðasöluferli tvö en Íslendingar og aðrir sem reyndu að kaupa sér miða í þessu ferli munu þurfa að bíða fram í miðjan mars eftir svari. Þetta er ekki síðasti sénsinn til að kaupa miða á HM en það besta til að sjá íslenska landsliðið spila. Þriðja miðasöluferlið, sem er einskonar fyrstur kemur fyrstur fær, hefst í mars þegar að svör eru komin úr yfirstandandi miðasöluferli.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira