Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 20:00 Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir konur með fíknivanda og geðsjúkdóm, svokallaða tvígreiningu. Þar af leiðandi festast konurnar gjarnan inni á geðdeild eða eru útskrifaðar á götuna, og dæmi eru um að þær leiðist út í vændi. Umboðsmaður borgarbúa hefur fengið mál þessara einstaklinga inn á borð til sín. „Við höfum séð dæmi um einstaklinga sem hafa verið fastir á geðdeild í eitt og hálft ár til tvö ár, sem er gríðarlega langur tími," segir Ingi Poulsen. Nóttin á geðdeild Landspítala kostar ríkið um 130 þúsund krónur. Nú í dag er kona á geðdeild sem hefur setið þar föst í tvö ár. Kostnaður ríkisins við ónauðsynlega innlögn þessarar konu er því um 95 milljónir króna. Ingi segir nauðsynlegt að heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinni betur saman. „Það þarf mjög öfluga þjónustu þessara tveggja aðila en hér á Íslandi er hún veitt af ríkinu annars vegar og sveitarfélögum hins vegar. Þarna þarf að bæta úr. Það eru tækifæri fólgin í að efla þjónustu og samvinnu þessara tveggja aðila.“ Vala Jónsdóttir, kynjafræðinemi við Háskóla Íslands, gerir nú mastersrannsókn þar sem hún skoðar með viðtölum við fagfólk af hverju konur fái síður húsaskjól en karlar með þennan tvíþætta vanda, og hvort um kynbundna mismunun sé að ræða. Hún starfaði sjálf á Kleppi um árabil og fékk þannig hugmyndina að rannsókninni. „Það var almenn tilfinning starfsmanna að það væri miklu erfiðara að koma konum, sem lögðust inn á deildina, í úrræði,“ segir Vala. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir konur með fíknivanda og geðsjúkdóm, svokallaða tvígreiningu. Þar af leiðandi festast konurnar gjarnan inni á geðdeild eða eru útskrifaðar á götuna, og dæmi eru um að þær leiðist út í vændi. Umboðsmaður borgarbúa hefur fengið mál þessara einstaklinga inn á borð til sín. „Við höfum séð dæmi um einstaklinga sem hafa verið fastir á geðdeild í eitt og hálft ár til tvö ár, sem er gríðarlega langur tími," segir Ingi Poulsen. Nóttin á geðdeild Landspítala kostar ríkið um 130 þúsund krónur. Nú í dag er kona á geðdeild sem hefur setið þar föst í tvö ár. Kostnaður ríkisins við ónauðsynlega innlögn þessarar konu er því um 95 milljónir króna. Ingi segir nauðsynlegt að heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinni betur saman. „Það þarf mjög öfluga þjónustu þessara tveggja aðila en hér á Íslandi er hún veitt af ríkinu annars vegar og sveitarfélögum hins vegar. Þarna þarf að bæta úr. Það eru tækifæri fólgin í að efla þjónustu og samvinnu þessara tveggja aðila.“ Vala Jónsdóttir, kynjafræðinemi við Háskóla Íslands, gerir nú mastersrannsókn þar sem hún skoðar með viðtölum við fagfólk af hverju konur fái síður húsaskjól en karlar með þennan tvíþætta vanda, og hvort um kynbundna mismunun sé að ræða. Hún starfaði sjálf á Kleppi um árabil og fékk þannig hugmyndina að rannsókninni. „Það var almenn tilfinning starfsmanna að það væri miklu erfiðara að koma konum, sem lögðust inn á deildina, í úrræði,“ segir Vala.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00