Áslaug, Kristín og Unnur handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2018 21:12 Unnur Jökulsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Áslaug Jónsdóttir eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir árið 2017. Vísir/Anton Brink Þær Áslaug Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Unnur Jökulsdóttir hlutu í kvöld Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2017. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Kristín Eiríksdóttir hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsögu sína Elín, ýmislegt. Þá hlaut Áslaug Jónsdóttir verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka, ásamt Rakel Helmsdal og Kalle Güettler, fyrir bókina Skrímsli í vanda. Unnur Jökulsdóttir bar svo sigur úr býtum í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir bókina Undur Mývatns: Um fugla, flugur, fiska og fólk.Þetta er í 29. sinn sem Íslensku bókmenntaverðlaunin eru haldin en það hefur aðeins einu sinni gerst áður að konur hljóti verðlaunin í öllum flokkum, eða árið 1994. Þá vekur athygli að Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur og móðir Kristínar Eiríksdóttir, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002 fyrir bók sína Hvar sem ég verð. Þær mæðgur eru því handhafar sömu verðlauna. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunaverkin voru valin af fjögurra manna lokadómnefnd en í desember á síðasta ári voru fimm bækur tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Helga Ferdinandsdóttir, Hulda Proppé, Sigurjón Kjartansson og Gísli Sigurðsson, sem gegndi stöðu formanns nefndarinnar.Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þann 1. desember síðastliðinn:Fræðirit og bækur almenns efnis:Karl Aspelund og Terry Gunnell, ritstjórarMálarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Opna Steinunn Kristjánsdóttir Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldirÚtgefandi: Sögufélag í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands Sumarliði R. Ísleifsson, ritstjóriLíftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010Útgefandi: Skrudda Unnur Þóra JökulsdóttirUndur Mývatns: -um fugla, flugur, fiska og fólkÚtgefandi: Mál og menning Vilhelm VilhelmssonSjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öldÚtgefandi: SögufélagDómnefnd skipuðu:Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir.Barna- og ungmennabækur:Áslaug Jónsdóttir, Rakel Hemsdal og Kalle GüettlerSkrímsli í vandaÚtgefandi: Mál og menning Elísa JóhannsdóttirEr ekki allt í lagi með þig?Útgefandi: Vaka-Helgafell Hjörleifur Hjartarson og Rán FlygenringFuglarÚtgefandi: Angústúra Kristín Helga GunnarsdóttirVertu ósýnilegur: Flóttasaga IshmaelsÚtgefandi: Mál og menning Ævar Þór BenediktssonÞitt eigið ævintýriÚtgefandi: Mál og menningDómnefnd skipuðu:Sigurjón Kjartansson, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir.Fagurbókmenntir: Bergþóra SnæbjörnsdóttirFlórídaÚtgefandi: Benedikt bókaútgáfa Jón Kalman StefánssonSaga ÁstuÚtgefandi: Benedikt bókaútgáfa Kristín EiríksdóttirElín, ýmislegtÚtgefandi: JPV útgáfa Kristín ÓmarsdóttirKóngulær í sýningargluggumÚtgefandi: JPV útgáfa Ragnar Helgi ÓlafssonHandbók um minni og gleymskuÚtgefandi: BjarturDómnefnd skipuðu:Helga Ferdinandsdóttir, formaður nefndar, Bergsteinn Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson. Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Handhafar gullmiðans annó 2017 Tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna liggja fyrir. 1. desember 2017 17:30 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þær Áslaug Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Unnur Jökulsdóttir hlutu í kvöld Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2017. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Kristín Eiríksdóttir hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsögu sína Elín, ýmislegt. Þá hlaut Áslaug Jónsdóttir verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka, ásamt Rakel Helmsdal og Kalle Güettler, fyrir bókina Skrímsli í vanda. Unnur Jökulsdóttir bar svo sigur úr býtum í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir bókina Undur Mývatns: Um fugla, flugur, fiska og fólk.Þetta er í 29. sinn sem Íslensku bókmenntaverðlaunin eru haldin en það hefur aðeins einu sinni gerst áður að konur hljóti verðlaunin í öllum flokkum, eða árið 1994. Þá vekur athygli að Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur og móðir Kristínar Eiríksdóttir, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002 fyrir bók sína Hvar sem ég verð. Þær mæðgur eru því handhafar sömu verðlauna. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunaverkin voru valin af fjögurra manna lokadómnefnd en í desember á síðasta ári voru fimm bækur tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Helga Ferdinandsdóttir, Hulda Proppé, Sigurjón Kjartansson og Gísli Sigurðsson, sem gegndi stöðu formanns nefndarinnar.Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þann 1. desember síðastliðinn:Fræðirit og bækur almenns efnis:Karl Aspelund og Terry Gunnell, ritstjórarMálarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Opna Steinunn Kristjánsdóttir Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldirÚtgefandi: Sögufélag í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands Sumarliði R. Ísleifsson, ritstjóriLíftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010Útgefandi: Skrudda Unnur Þóra JökulsdóttirUndur Mývatns: -um fugla, flugur, fiska og fólkÚtgefandi: Mál og menning Vilhelm VilhelmssonSjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öldÚtgefandi: SögufélagDómnefnd skipuðu:Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir.Barna- og ungmennabækur:Áslaug Jónsdóttir, Rakel Hemsdal og Kalle GüettlerSkrímsli í vandaÚtgefandi: Mál og menning Elísa JóhannsdóttirEr ekki allt í lagi með þig?Útgefandi: Vaka-Helgafell Hjörleifur Hjartarson og Rán FlygenringFuglarÚtgefandi: Angústúra Kristín Helga GunnarsdóttirVertu ósýnilegur: Flóttasaga IshmaelsÚtgefandi: Mál og menning Ævar Þór BenediktssonÞitt eigið ævintýriÚtgefandi: Mál og menningDómnefnd skipuðu:Sigurjón Kjartansson, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir.Fagurbókmenntir: Bergþóra SnæbjörnsdóttirFlórídaÚtgefandi: Benedikt bókaútgáfa Jón Kalman StefánssonSaga ÁstuÚtgefandi: Benedikt bókaútgáfa Kristín EiríksdóttirElín, ýmislegtÚtgefandi: JPV útgáfa Kristín ÓmarsdóttirKóngulær í sýningargluggumÚtgefandi: JPV útgáfa Ragnar Helgi ÓlafssonHandbók um minni og gleymskuÚtgefandi: BjarturDómnefnd skipuðu:Helga Ferdinandsdóttir, formaður nefndar, Bergsteinn Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson.
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Handhafar gullmiðans annó 2017 Tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna liggja fyrir. 1. desember 2017 17:30 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Handhafar gullmiðans annó 2017 Tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna liggja fyrir. 1. desember 2017 17:30