Auðvelt að flýja í símann Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2018 12:45 Þorlákur sagði að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir "lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Hvað er það sem veldur því að við verjum svo miklum tíma á dag í að skoða snjallsíma okkar? Þetta er spurning sem Þorlákur Karlsson, dósent við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, reyndi að svara í erindi sínu: „Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Heljartak sálfræðilegra styrkingarhátta í samfélagsmiðlum og tölvuleikjum“ á málstofu í HR í dag. Þar fór hann meðal annars yfir það hvernig snjallsímarnir, samfélagsmiðlar og tölvuleikir hafa áhrif á fólk og tryggja að fólk sýni því áhuga. Hann byrjaði þó mál sitt á því að segja að sálfræði væri ekki geimvísindi. „Nei. Hún er miklu flóknari,“ sagði Þorlákur. Hann sagði ótal margt hafa áhrif á fólk og að hegðun væri einstaklega flókið fyrirbæri. Hins vegar væru nokkur grunnlögmál um hegðun sem skýrðu obba hennar. Því næst vísaði hann til skýrslu sem birt var í fyrra þar sem því var haldið fram að fólk verji yfir tveimur klukkustundum að meðaltali á dag á samfélagsmiðlum. Fyrir því væru tvær augljósar og tvær ekki svo augljósar ástæður.Flóttinn sterkurSú fyrsta væri að það sé svo margt skemmtilegt og mikilvægt í snjallsímanum. Önnur ástæðan væri að það sé svo auðvelt að fara í símann. Sú þriðja væri að við værum oft að flýja frá öðru, til dæmis vinnu eða námi, og sú fjórða væri að styrkingarhættirnir á efninu sem er í símanum séu afar öflugir. Fólk væri oft í aðstæðum þar sem verið væri að vinna að erfiðu, löngu eða leiðinlegu verki. Snjallsíminn væri alltaf innan seilingar uppfullur af leikjum, skilaboðum, fréttum, „lækum“ og slíku. Afþreyingu. Því væri mjög auðvelt að flýja í símann. Þorlákur vék máli sínu einnig að því hvernig símarnir og samfélagsmiðlar nái til fólks. Hann sagði að það sem fólki þætti áhugavert, spennandi, forvitnilegt, fyndið og slíkt kallaðist styrking. Erfitt væri að segja til um hvað maður fyndi í símanum sem maður hefði gaman af og stundum fyndi maður ekki neitt.Notendum komið á bragðiðÞað hefði þau áhrif að þolinmæði fólk við að fletta í gegnum samfélagsmiðla, við leit að einhverju áhugaverðu, væri meiri en ef hver sem er myndi alltaf finna eitthvað sem honum þætti áhugavert. Til að þjálfa hegðun væri mikilvægt að styrkja fólk fyrst, sína því mikið af efni sem því finnst áhugavert, og draga svo úr því og fá notendur til að leita meira og verja meiri tíma í leitina. Þá sagði Þorlákur að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir „lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Þorlákur ræddi einnig um tölvuleiki og sagði „heljartak styrkingarháttarins“ oft vera mun meira þar en í samfélagsmiðlum og í snjallsímum. Það væri ekki ósvipað og í fjárhættuspilum. Þorlákur tók að lokum til nokkra punkta fyrir fólk sem vill stjórna símanotkun sinni og barna sinna. Fyrsti punkturinn var að stjórna síma- og tölvunotkun barna með því að láta þau fyrst læra eða vinna húsverk. Síðan fá hóflegan síma- og leikjatíma. Hann sagði þá reglu þurfa að vera skýra og að ekki mætti hvika frá henni. Þorlákur sagði fólk geta stjórnað eigin miðlanotkun og þá fyrst með því að skrá notkunina, svo að setja sér markmið og reglur og skrá áfram til að sjá hvort markmiði sé náð. Þá eru til snjallforrit sem takmarka tímann á samfélagsmiðlum eins og StayFocusd og SelfControl. Þar er hægt að stilla hve miklum tíma fólk getur varið á hinum ýmsu miðlum.Komið til að veraÞorlákur sagði símann, eða eitthvað ennþá áhugaverðara afsprengi hans, vera kominn til að vera. Hið sama væri að segja um tölvuleiki. Til að taka á móti slíkri breytingu verði meðal annars að „leikjavæða“ umhverfi okkar í ríkari mæli. Eins og að forrita námsefni í leikjaform. Það væri eini séns barnanna. Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hvað er það sem veldur því að við verjum svo miklum tíma á dag í að skoða snjallsíma okkar? Þetta er spurning sem Þorlákur Karlsson, dósent við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, reyndi að svara í erindi sínu: „Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Heljartak sálfræðilegra styrkingarhátta í samfélagsmiðlum og tölvuleikjum“ á málstofu í HR í dag. Þar fór hann meðal annars yfir það hvernig snjallsímarnir, samfélagsmiðlar og tölvuleikir hafa áhrif á fólk og tryggja að fólk sýni því áhuga. Hann byrjaði þó mál sitt á því að segja að sálfræði væri ekki geimvísindi. „Nei. Hún er miklu flóknari,“ sagði Þorlákur. Hann sagði ótal margt hafa áhrif á fólk og að hegðun væri einstaklega flókið fyrirbæri. Hins vegar væru nokkur grunnlögmál um hegðun sem skýrðu obba hennar. Því næst vísaði hann til skýrslu sem birt var í fyrra þar sem því var haldið fram að fólk verji yfir tveimur klukkustundum að meðaltali á dag á samfélagsmiðlum. Fyrir því væru tvær augljósar og tvær ekki svo augljósar ástæður.Flóttinn sterkurSú fyrsta væri að það sé svo margt skemmtilegt og mikilvægt í snjallsímanum. Önnur ástæðan væri að það sé svo auðvelt að fara í símann. Sú þriðja væri að við værum oft að flýja frá öðru, til dæmis vinnu eða námi, og sú fjórða væri að styrkingarhættirnir á efninu sem er í símanum séu afar öflugir. Fólk væri oft í aðstæðum þar sem verið væri að vinna að erfiðu, löngu eða leiðinlegu verki. Snjallsíminn væri alltaf innan seilingar uppfullur af leikjum, skilaboðum, fréttum, „lækum“ og slíku. Afþreyingu. Því væri mjög auðvelt að flýja í símann. Þorlákur vék máli sínu einnig að því hvernig símarnir og samfélagsmiðlar nái til fólks. Hann sagði að það sem fólki þætti áhugavert, spennandi, forvitnilegt, fyndið og slíkt kallaðist styrking. Erfitt væri að segja til um hvað maður fyndi í símanum sem maður hefði gaman af og stundum fyndi maður ekki neitt.Notendum komið á bragðiðÞað hefði þau áhrif að þolinmæði fólk við að fletta í gegnum samfélagsmiðla, við leit að einhverju áhugaverðu, væri meiri en ef hver sem er myndi alltaf finna eitthvað sem honum þætti áhugavert. Til að þjálfa hegðun væri mikilvægt að styrkja fólk fyrst, sína því mikið af efni sem því finnst áhugavert, og draga svo úr því og fá notendur til að leita meira og verja meiri tíma í leitina. Þá sagði Þorlákur að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir „lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Þorlákur ræddi einnig um tölvuleiki og sagði „heljartak styrkingarháttarins“ oft vera mun meira þar en í samfélagsmiðlum og í snjallsímum. Það væri ekki ósvipað og í fjárhættuspilum. Þorlákur tók að lokum til nokkra punkta fyrir fólk sem vill stjórna símanotkun sinni og barna sinna. Fyrsti punkturinn var að stjórna síma- og tölvunotkun barna með því að láta þau fyrst læra eða vinna húsverk. Síðan fá hóflegan síma- og leikjatíma. Hann sagði þá reglu þurfa að vera skýra og að ekki mætti hvika frá henni. Þorlákur sagði fólk geta stjórnað eigin miðlanotkun og þá fyrst með því að skrá notkunina, svo að setja sér markmið og reglur og skrá áfram til að sjá hvort markmiði sé náð. Þá eru til snjallforrit sem takmarka tímann á samfélagsmiðlum eins og StayFocusd og SelfControl. Þar er hægt að stilla hve miklum tíma fólk getur varið á hinum ýmsu miðlum.Komið til að veraÞorlákur sagði símann, eða eitthvað ennþá áhugaverðara afsprengi hans, vera kominn til að vera. Hið sama væri að segja um tölvuleiki. Til að taka á móti slíkri breytingu verði meðal annars að „leikjavæða“ umhverfi okkar í ríkari mæli. Eins og að forrita námsefni í leikjaform. Það væri eini séns barnanna.
Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira