Íslandsmethafinn sér ekki eftir því að hafa valið frjálsar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2018 06:00 Tiana Ósk með gullverðlaunapeningana sem hún vann um helgina. vísir/anton Hin 17 ára Tiana Ósk Whitworth úr ÍR stal senunni á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem fór fram í Laugardalnum um helgina. Á laugardaginn kom Tiana fyrst í mark í úrslitum í 60 metra hlaupi kvenna á tímanum 7,47 sekúndum. Hún sló þar með þriggja ára gamalt Íslandsmet Hrafnhild Eirar R. Hermóðsdóttur um þrjá hundruðustu úr sekúndu. Hrafnhild varð einmitt í 2. sæti í úrslitahlaupinu á laugardaginn á 7,66 sekúndum. Tiana lét sér ekki nægja gull og Íslandsmet í 60 metra hlaupi heldur bætti hún öðrum gullverðlaunum í safnið með því að vinna 200 metra hlaupið í gær. Hún hljóp á 24,39 sekúndum sem er hennar besti tími í greininni. Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur frá 2004 er 23,79 sekúndur.Íslandsmetahlaup Tiönu má sjá hér að neðan en myndbandið er af vef Silfursins.„Þetta gekk vonum framar og ég bjóst ekki við þessu á fyrsta móti. Ég er mjög ánægð með helgina,“ sagði Tiana í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta var alls ekki eitthvað sem ég stefndi að strax. Ég var búin að hugsa um þetta en alls ekki á fyrsta móti. Það er alltaf gaman að hlaupa með Hrafnhild, hún er svo ótrúlega flott. Þetta kom mér á óvart. Ég er enn að ná þessu.“ Tiana segist hafa lagt mikla vinnu í að bæta sig í 200 metra hlaupi og því hafi árangurinn í gær verið sérstaklega ánægjulegur. „Þetta var besti tíminn minn hingað til. Aðalgreinarnar mínar eru 60 og 100 metra hlaup en ég reyni líka að einbeita mér að 200 metrunum. „Startið“ er mín sterkasta hlið en ég er að vinna í hraðaþoli,“ sagði Tiana.Tiana Ósk var afar ánægð með uppskeru helgarinnar.vísir/antonÍslandsmethafinn nýkrýndi byrjaði að æfa frjálsar íþróttir fyrir nokkrum árum en var áður í fimleikum. „Ég held ég hafi byrjað 2013. Íþróttakennarinn minn í grunnskóla fékk mig til að prófa eina frjálsíþróttaæfingu og þetta var strax það skemmtilegasta sem ég hafði prófað. Þá henti ég mér strax í þetta,“ sagði Tiana. „Ég var lengi í fimleikum og það var erfið ákvörðun hvort ég ætti að hætta í þeim og byrja í frjálsum. En ég sé alls ekki eftir því. Að æfa frjálsar er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þrátt fyrir árangur helgarinnar er Tiana hvergi nærri hætt. „Nú er bara að setja sér ný markmið. Mig langar að ná lágmörkum fyrir mót í sumar og einbeita mér að því að bæta tímana mína eins og ég get,“ sagði Tiana. Hún stefnir á að komast á HM U-20 ára sem fer fram í Tampere í Finnlandi í sumar. „Ég á betri tíma en lágmörkin í 100 metra hlaupi en ég þarf að hlaupa það aftur. Það er bara að koma sér í gott form og ná góðu hlaupi,“ sagði Tiana sem keppti m.a. á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í fyrra. Hún endaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi, 5. sæti í 200 metra hlaupi og var í sigurliði Íslands í 4x100 metra boðhlaupi. En hvert stefnir Tiana í framtíðinni? „Mig langar að ná eins langt í íþróttinni og ég get og halda áfram að bæta mig,“ sagði Tiana að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Sjá meira
Hin 17 ára Tiana Ósk Whitworth úr ÍR stal senunni á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem fór fram í Laugardalnum um helgina. Á laugardaginn kom Tiana fyrst í mark í úrslitum í 60 metra hlaupi kvenna á tímanum 7,47 sekúndum. Hún sló þar með þriggja ára gamalt Íslandsmet Hrafnhild Eirar R. Hermóðsdóttur um þrjá hundruðustu úr sekúndu. Hrafnhild varð einmitt í 2. sæti í úrslitahlaupinu á laugardaginn á 7,66 sekúndum. Tiana lét sér ekki nægja gull og Íslandsmet í 60 metra hlaupi heldur bætti hún öðrum gullverðlaunum í safnið með því að vinna 200 metra hlaupið í gær. Hún hljóp á 24,39 sekúndum sem er hennar besti tími í greininni. Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur frá 2004 er 23,79 sekúndur.Íslandsmetahlaup Tiönu má sjá hér að neðan en myndbandið er af vef Silfursins.„Þetta gekk vonum framar og ég bjóst ekki við þessu á fyrsta móti. Ég er mjög ánægð með helgina,“ sagði Tiana í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta var alls ekki eitthvað sem ég stefndi að strax. Ég var búin að hugsa um þetta en alls ekki á fyrsta móti. Það er alltaf gaman að hlaupa með Hrafnhild, hún er svo ótrúlega flott. Þetta kom mér á óvart. Ég er enn að ná þessu.“ Tiana segist hafa lagt mikla vinnu í að bæta sig í 200 metra hlaupi og því hafi árangurinn í gær verið sérstaklega ánægjulegur. „Þetta var besti tíminn minn hingað til. Aðalgreinarnar mínar eru 60 og 100 metra hlaup en ég reyni líka að einbeita mér að 200 metrunum. „Startið“ er mín sterkasta hlið en ég er að vinna í hraðaþoli,“ sagði Tiana.Tiana Ósk var afar ánægð með uppskeru helgarinnar.vísir/antonÍslandsmethafinn nýkrýndi byrjaði að æfa frjálsar íþróttir fyrir nokkrum árum en var áður í fimleikum. „Ég held ég hafi byrjað 2013. Íþróttakennarinn minn í grunnskóla fékk mig til að prófa eina frjálsíþróttaæfingu og þetta var strax það skemmtilegasta sem ég hafði prófað. Þá henti ég mér strax í þetta,“ sagði Tiana. „Ég var lengi í fimleikum og það var erfið ákvörðun hvort ég ætti að hætta í þeim og byrja í frjálsum. En ég sé alls ekki eftir því. Að æfa frjálsar er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þrátt fyrir árangur helgarinnar er Tiana hvergi nærri hætt. „Nú er bara að setja sér ný markmið. Mig langar að ná lágmörkum fyrir mót í sumar og einbeita mér að því að bæta tímana mína eins og ég get,“ sagði Tiana. Hún stefnir á að komast á HM U-20 ára sem fer fram í Tampere í Finnlandi í sumar. „Ég á betri tíma en lágmörkin í 100 metra hlaupi en ég þarf að hlaupa það aftur. Það er bara að koma sér í gott form og ná góðu hlaupi,“ sagði Tiana sem keppti m.a. á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í fyrra. Hún endaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi, 5. sæti í 200 metra hlaupi og var í sigurliði Íslands í 4x100 metra boðhlaupi. En hvert stefnir Tiana í framtíðinni? „Mig langar að ná eins langt í íþróttinni og ég get og halda áfram að bæta mig,“ sagði Tiana að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Sjá meira