Gæti prentað raunveruleg líffæri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2018 20:00 Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. Að kaupunum standa Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn, Össur og Háskóli Íslands. Dósent við Háskólann við Reykjavík og einn helsti sérfræðingur heims á sviði þrívíddarprentunar hefur unnið lengi að því að fá prentarann til landsins. Hjarta að verða til í þrívíddarprentaranum.Hann segir aðgerðir geta tekið styttri tíma með hjálp prentarans. „Kosturinn er að tíminn sem fer í hverja aðgerð verður styttri. Það má líkja þessu við að hlaupa maraþon en að tíu kílómetrar hafi verið teknir af leiðinni. Þannig verða skurðlæknarnir ferskari og það leiðir til betri útkomu fyrir sjúklinga," segir Paolo Gargiulo, forstöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR og LSH. Þetta er ekki fyrsti þrívíddaprentari landsins sem notaður er í læknavísindum en sá lang fullkomnasti. Hægt er að prenta flókna hluti úr fjólbreyttum efnum, og þá bæði gagnsæju og lituðu, sveigjanlegu eða hörðu. Þannig er til dæmis hægt að prenta sjáanlegar taugar og æðar í líffærunum. Lýtalæknir við Landspítalann tekur sem dæmi að auðveldara sé að fjarlægja æxli í kjálka ef skurðlæknirinn hefur á grundvelli sneiðmynda þegar prentað út kjálkann og æxlið sem á að skera upp. Þá sé hægt móta málmspangir fyrir uppbyggingu eftir aðgerðina. „Þær getum við verið búin að móta fyrir fram af því við höfum módelið í hendinni. Þær koma þá á módelið og síðan í aðgerðinni þegar opið er inn á kjálkabeinið getum við komið þessari spöng fyrir og hún á þá að sitja rétt á. Þetta gerir það að verkum að aðgerðin verður á alla vegu nákvæmari og hraðari," segir Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans. Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans.Hjarta og ýmsir smáhlutir hafa þegar komið út úr nýja prentaranum en framkvæmdastjóri lækninga segir framtíðina spennandi. „Það gæti farið svo að í framtíðinni verði hægt að prenta líffæri eða líffærahluta," segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. „Sjálfsagt er það í tilraunaskyni hægt í dag og mun auðvitað taka mörg ár ennþá að þróa það. En það er svona það sem menn eru að horfa til," segir hann.Þessi prentari gæti mögulega verið notaður til þess? „Það er hugsanlegt í framtíðinni já," segir Ólafur. Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. Að kaupunum standa Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn, Össur og Háskóli Íslands. Dósent við Háskólann við Reykjavík og einn helsti sérfræðingur heims á sviði þrívíddarprentunar hefur unnið lengi að því að fá prentarann til landsins. Hjarta að verða til í þrívíddarprentaranum.Hann segir aðgerðir geta tekið styttri tíma með hjálp prentarans. „Kosturinn er að tíminn sem fer í hverja aðgerð verður styttri. Það má líkja þessu við að hlaupa maraþon en að tíu kílómetrar hafi verið teknir af leiðinni. Þannig verða skurðlæknarnir ferskari og það leiðir til betri útkomu fyrir sjúklinga," segir Paolo Gargiulo, forstöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR og LSH. Þetta er ekki fyrsti þrívíddaprentari landsins sem notaður er í læknavísindum en sá lang fullkomnasti. Hægt er að prenta flókna hluti úr fjólbreyttum efnum, og þá bæði gagnsæju og lituðu, sveigjanlegu eða hörðu. Þannig er til dæmis hægt að prenta sjáanlegar taugar og æðar í líffærunum. Lýtalæknir við Landspítalann tekur sem dæmi að auðveldara sé að fjarlægja æxli í kjálka ef skurðlæknirinn hefur á grundvelli sneiðmynda þegar prentað út kjálkann og æxlið sem á að skera upp. Þá sé hægt móta málmspangir fyrir uppbyggingu eftir aðgerðina. „Þær getum við verið búin að móta fyrir fram af því við höfum módelið í hendinni. Þær koma þá á módelið og síðan í aðgerðinni þegar opið er inn á kjálkabeinið getum við komið þessari spöng fyrir og hún á þá að sitja rétt á. Þetta gerir það að verkum að aðgerðin verður á alla vegu nákvæmari og hraðari," segir Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans. Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans.Hjarta og ýmsir smáhlutir hafa þegar komið út úr nýja prentaranum en framkvæmdastjóri lækninga segir framtíðina spennandi. „Það gæti farið svo að í framtíðinni verði hægt að prenta líffæri eða líffærahluta," segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. „Sjálfsagt er það í tilraunaskyni hægt í dag og mun auðvitað taka mörg ár ennþá að þróa það. En það er svona það sem menn eru að horfa til," segir hann.Þessi prentari gæti mögulega verið notaður til þess? „Það er hugsanlegt í framtíðinni já," segir Ólafur.
Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira