Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. janúar 2018 05:30 Mathöllin hefur gert lukku á Hlemmi þar sem fjölbreytt úrval veitinga stendur fólki til boða í ódýru leiguhúsnæði. vísir/eyþór Mánaðarleiga Hlemms mathallar ehf. er samkvæmt leigusamningi við Eignasjóð Reykjavíkurborgar 1.012.000 krónur. Samningurinn var undirritaður í febrúar 2016 og leigan miðaðist við breytingakostnað á húsinu sem var við undirritun áætlaður 107 milljónir króna, þar af áttu 82 milljónir að fara í breytingar á húsnæðinu. Sá kostnaður féll á borgina. Framkvæmdirnar fóru langt fram úr áætlun og í desember 2016 samþykkti borgarráð uppfærða kostnaðaráætlun upp á 152 milljónir. Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Mathallarinnar, sagðist í samtali við blaðið ekkert vilja tjá sig um hvort þessi kostnaðaraukning hefði orðið til hækkunar á húsaleigunni. Reykjavíkurborg réðst af miklum metnaði í að breyta strætóbiðstöðinni fornfrægu í matarmarkað snemma árs 2016. Samið var við Hlemm mathöll um að reka matarmarkaðinn og Dagur B. Eggertssonborgarstjóri sagðist þá sjá fyrir sér að Hlemmur yrði hjarta íslenskrar matarmenningar. Húsnæðið er 529 fermetrar og fermetraverðið því tæpar 2.000 krónur. Samningurinn má því teljast býsna góður en til samanburðar má nefna að fermetrinn í verslunarhúsnæði á Laugavegi leggur sig alla jafna einhvers staðar á bilinu 3.500 til 6.500 krónur, ásamt virðisauka og kostnaði við sameign. Samkvæmt leigusamningnum er leigutaka heimilt að „leigja hluta húsnæðisins út til annarra rekstraraðila matarmarkaðarins“. Höllin hýsir tíu ólíka veitingastaði, meðal annars ísbúðina Ísleif heppna, Jómfrúna, Borðið og Brauð & Co. Samkvæmt heimildum er leiguverð á bás í kringum hálfa milljón á mánuði. Mathöllin tók með samningum að sér ákveðna þætti almannaþjónustu, meðal annars rekstur salerna í húsinu en borginni var mjög í mun að koma honum í samt lag eftir langvarandi hallæri í þeim efnum. Samningurinn kveður á um að „salerni verði opin fyrir almenning óháð því hvort um sé að ræða viðskiptavini leigutaka eða ekki“. Mathöllinni var þó heimilað að taka gjald fyrir notkun á salernunum og rukkar um 200 krónur þá sem ekki eru í viðskiptum við veitingastaðina. Þá gerði samningurinn ráð fyrir 50 fermetra opnu rými, biðsvæði fyrir strætófarþega. Samningurinn er til tíu ára en þá tekur við ótímabundinn leigusamningur með tólf mánaða uppsagnarfresti. Leigutaki greiðir allan rekstrarkostnað, þar með talið hita og rafmagn. Leigutaki sér líka um rekstur og viðhald á lóð, snjómokstur og annan hefðbundinn rekstur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir „Skapaðist ástand“ vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira
Mánaðarleiga Hlemms mathallar ehf. er samkvæmt leigusamningi við Eignasjóð Reykjavíkurborgar 1.012.000 krónur. Samningurinn var undirritaður í febrúar 2016 og leigan miðaðist við breytingakostnað á húsinu sem var við undirritun áætlaður 107 milljónir króna, þar af áttu 82 milljónir að fara í breytingar á húsnæðinu. Sá kostnaður féll á borgina. Framkvæmdirnar fóru langt fram úr áætlun og í desember 2016 samþykkti borgarráð uppfærða kostnaðaráætlun upp á 152 milljónir. Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Mathallarinnar, sagðist í samtali við blaðið ekkert vilja tjá sig um hvort þessi kostnaðaraukning hefði orðið til hækkunar á húsaleigunni. Reykjavíkurborg réðst af miklum metnaði í að breyta strætóbiðstöðinni fornfrægu í matarmarkað snemma árs 2016. Samið var við Hlemm mathöll um að reka matarmarkaðinn og Dagur B. Eggertssonborgarstjóri sagðist þá sjá fyrir sér að Hlemmur yrði hjarta íslenskrar matarmenningar. Húsnæðið er 529 fermetrar og fermetraverðið því tæpar 2.000 krónur. Samningurinn má því teljast býsna góður en til samanburðar má nefna að fermetrinn í verslunarhúsnæði á Laugavegi leggur sig alla jafna einhvers staðar á bilinu 3.500 til 6.500 krónur, ásamt virðisauka og kostnaði við sameign. Samkvæmt leigusamningnum er leigutaka heimilt að „leigja hluta húsnæðisins út til annarra rekstraraðila matarmarkaðarins“. Höllin hýsir tíu ólíka veitingastaði, meðal annars ísbúðina Ísleif heppna, Jómfrúna, Borðið og Brauð & Co. Samkvæmt heimildum er leiguverð á bás í kringum hálfa milljón á mánuði. Mathöllin tók með samningum að sér ákveðna þætti almannaþjónustu, meðal annars rekstur salerna í húsinu en borginni var mjög í mun að koma honum í samt lag eftir langvarandi hallæri í þeim efnum. Samningurinn kveður á um að „salerni verði opin fyrir almenning óháð því hvort um sé að ræða viðskiptavini leigutaka eða ekki“. Mathöllinni var þó heimilað að taka gjald fyrir notkun á salernunum og rukkar um 200 krónur þá sem ekki eru í viðskiptum við veitingastaðina. Þá gerði samningurinn ráð fyrir 50 fermetra opnu rými, biðsvæði fyrir strætófarþega. Samningurinn er til tíu ára en þá tekur við ótímabundinn leigusamningur með tólf mánaða uppsagnarfresti. Leigutaki greiðir allan rekstrarkostnað, þar með talið hita og rafmagn. Leigutaki sér líka um rekstur og viðhald á lóð, snjómokstur og annan hefðbundinn rekstur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir „Skapaðist ástand“ vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira