Ólafía Þórunn byrjar aftur á Paradísareyju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Ólafía Þórunn byrjar LPGA-tímabilið á Paradísareyju. mynd/golf.is/seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, er mætt á Paradísareyju þar sem hún keppir á Pure Silk-Bahamas mótinu í golfi. Það var á þessu móti og á þessum stað þar sem ferill hennar á LPGA-mótaröðinni hófst fyrir ári. Þá komst Ólafía í gegnum niðurskurðinn og lék alls á fimm höggum undir pari. Hún mátti vel við una, enda nýbúin að gangast undir mikla kjálkaaðgerð. Undirbúningurinn hefur verið öllu hefðbundnari að þessu sinni. Ólafía hefur verið við æfingar í Flórída í þessum mánuði eftir að hafa tekið sér kærkomið frí í desember. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar í fyrra og hélt þar með þátttökurétti sínum á þessari sterkustu mótaröð heims. Hún keppti á 26 mótum í fyrra en ljóst er að þau verða öllu færri í ár. Ólafía er í efsta forgangsflokki kylfinga á LPGA-mótaröðinni í ár og getur oftast nær valið sér mót til að keppa á. Keppnisálagið verður því ekki eins mikið og í fyrra. Pure Silk-mótið hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Leiknar verða 72 holur, eða fjórir hringir. Par Ocean-vallarins á Paradísareyju er 73 högg. Margir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda að þessu sinni, þ. á m. Shanshan Feng frá Suður-Kóreu sem situr í efsta sæti heimslistans. Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum á titil að verja. Tólf nýliðar taka þátt á Pure Silk í ár. Ólafía verður með nýjan kylfusvein á Pure Silk og fyrstu mótunum á tímabilinu. Hann heitir Gary Wildman og er reyndur í sínu fagi. Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, er mætt á Paradísareyju þar sem hún keppir á Pure Silk-Bahamas mótinu í golfi. Það var á þessu móti og á þessum stað þar sem ferill hennar á LPGA-mótaröðinni hófst fyrir ári. Þá komst Ólafía í gegnum niðurskurðinn og lék alls á fimm höggum undir pari. Hún mátti vel við una, enda nýbúin að gangast undir mikla kjálkaaðgerð. Undirbúningurinn hefur verið öllu hefðbundnari að þessu sinni. Ólafía hefur verið við æfingar í Flórída í þessum mánuði eftir að hafa tekið sér kærkomið frí í desember. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar í fyrra og hélt þar með þátttökurétti sínum á þessari sterkustu mótaröð heims. Hún keppti á 26 mótum í fyrra en ljóst er að þau verða öllu færri í ár. Ólafía er í efsta forgangsflokki kylfinga á LPGA-mótaröðinni í ár og getur oftast nær valið sér mót til að keppa á. Keppnisálagið verður því ekki eins mikið og í fyrra. Pure Silk-mótið hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Leiknar verða 72 holur, eða fjórir hringir. Par Ocean-vallarins á Paradísareyju er 73 högg. Margir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda að þessu sinni, þ. á m. Shanshan Feng frá Suður-Kóreu sem situr í efsta sæti heimslistans. Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum á titil að verja. Tólf nýliðar taka þátt á Pure Silk í ár. Ólafía verður með nýjan kylfusvein á Pure Silk og fyrstu mótunum á tímabilinu. Hann heitir Gary Wildman og er reyndur í sínu fagi.
Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira