Ólafía Þórunn með sex skolla á fyrsta hring ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2018 17:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar árið ekki nógu vel en hún spilaði fyrsta hringinn á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum á fjórum höggum yfir pari. Þetta er fyrsta LPGA-mótið hennar ár árinu 2018 en Íþróttamaður ársins 2017 ætlar sér að byggja oftan á mjög gott fyrsta tímabil á sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía Þórunn náði ekki að fylgja eftir draumabyrjun í dag en hún fékk fugl á fyrstu holu og var þá í fyrsta sæti. Fyrsti skollinn kom hinsvegar strax á næstu holu og þeir urðu alls sex talsins á holum tvö til tólf. Ólafía átti mjög erfitt uppdráttar um miðjan hringinn þegar hún tapaði fjórum höggum á fimm holum. Hún missti þó ekki hausinn og paraði sex síðustu holurnar á hringnum. Ólafía Þórunn endaði daginn á 77 höggum en par vallarsins var 73 högg. Hún fékk tvo fugla og tíu pör auk skollanna sex. Hún var í 65. sæti þegar hún kom inn en mun örugglega detta niður listann eftir því sem líður á kvöldið. Það er ljóst að íslenski kylfingurinn þarf að spila miklu betur á öðrum hringnum á morgun ef hún ætlar á ná niðurskurðinum eins og á þessu móti í fyrra.Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá þessum fyrsta degi.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar árið ekki nógu vel en hún spilaði fyrsta hringinn á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum á fjórum höggum yfir pari. Þetta er fyrsta LPGA-mótið hennar ár árinu 2018 en Íþróttamaður ársins 2017 ætlar sér að byggja oftan á mjög gott fyrsta tímabil á sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía Þórunn náði ekki að fylgja eftir draumabyrjun í dag en hún fékk fugl á fyrstu holu og var þá í fyrsta sæti. Fyrsti skollinn kom hinsvegar strax á næstu holu og þeir urðu alls sex talsins á holum tvö til tólf. Ólafía átti mjög erfitt uppdráttar um miðjan hringinn þegar hún tapaði fjórum höggum á fimm holum. Hún missti þó ekki hausinn og paraði sex síðustu holurnar á hringnum. Ólafía Þórunn endaði daginn á 77 höggum en par vallarsins var 73 högg. Hún fékk tvo fugla og tíu pör auk skollanna sex. Hún var í 65. sæti þegar hún kom inn en mun örugglega detta niður listann eftir því sem líður á kvöldið. Það er ljóst að íslenski kylfingurinn þarf að spila miklu betur á öðrum hringnum á morgun ef hún ætlar á ná niðurskurðinum eins og á þessu móti í fyrra.Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá þessum fyrsta degi.
Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira