Vilji til lausna í leikskólamálum Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 25. janúar 2018 10:12 Við vitum öll að leikskólamál í Reykjavíkurborg eru í lamasessi. Þó að við séum ekki öll í þeirri stöðu að fá ekki leikskólapláss fyrir börnin okkar þá þekkjum við flesta einhvern í þeirri vondu og óásættanlegu stöðu sem verður að bregðast við strax. Annað vandamál sem steðjar að leikskólum í borginni er vöntun á starfsfólki. Samkvæmt greiningum þurfa foreldrar að missa úr vinnu sinni til að sitja heima með börnum sínum allt að þrjá daga í mánuði vegna manneklu á leikskólunum. Hvað þýðir það? Það þýðir að þeir þurfa margir hverjir að taka þá daga út í launalaust leyfi eða taki þá daga af sumarleyfi sínu. Áhrifin eru því allt of oft neikvæð á stöðu þeirra á vinnustað og afkomu fjölskyldunnar. Til staðar er því stórt ákall um breytingar. Mannekla og mikil veikindi þeirra vegna álags er til dæmis mál sem hreinlega þarf að fá að komast á dagskrá. Því miður hefur meirihlutinn fellt tillögur mínar þess efnis. Nýsköpunarumhverfi er þar lykilorð. Orð sem oft er talið vera pólitísk tískuorð en lýsir einfaldlega engu að síður því sem vantar og þarf að innleiða. Nýsköpun er háð því að stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til að prófa nýjar hugmyndir og leiðir til að nálgast verkefni sín. Fjárfesta þarf í breytingum sem hvetja fólk til að ná meiri árangri, gæðum og gleði. Umhverfið verður að gefa nægt rými til nýsköpunar, frumkvæði og lausnamiðaðri hugsun. Í leiðinni verður að auka það svigrúm sem stjórnendur hafa til að mæta álagi á starfsfólk vegna manneklu og veikinda. Vegna manneklu eru ófaglærðir starfsmenn leikskóla að mæta miklu álagi án nauðsynlegrar umbunar í starfi. Stjórnendur eiga að geta brugðist við slíkri stöðu með að hafa frelsi til að umbuna starfmönnum. Ef ákveðinn leikskóli hefði til að mynda fjárhagsramma til að vinna úr sjálfur og sjálfstætt gætu viðkomandi skólastjórnendur leyst sín vandamál í stað þess að alltaf sé beðið eftir að borgaryfirvöld ákveði og stýri miðlægt hvernig bregðast skuli við, aðferð sem er einfaldlega ekki að skila árangri. Leikskólastjórar hafa í dag í raun engu ráðið um samkeppnishæfni vinnustaðarins þegar farsælla er að fólkið sem þekkir störfin fái að þróa þau. Senn líður að kosningum og borgarbúar fá þá tækifæri til að senda skýr skilaboð um að forgangsröðun og miðstýring meirihlutans viðgangist ekki lengur. Það hefur verið mitt hjartans mál að innleiða margar breytingar til þjónustulausna í Reykjavík og mun ég leggja mig alla fram um að fylgja þeim og öðrum framfararbreytingum eftir í þágu okkar allra. Leikskólamálin og önnur grunnþjónusta borgarinnar á einfaldlega að virka – og það er vel hægt að láta þau virka miklu betur en núverandi meirihluti virðist því miður hafa vilja til.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að leikskólamál í Reykjavíkurborg eru í lamasessi. Þó að við séum ekki öll í þeirri stöðu að fá ekki leikskólapláss fyrir börnin okkar þá þekkjum við flesta einhvern í þeirri vondu og óásættanlegu stöðu sem verður að bregðast við strax. Annað vandamál sem steðjar að leikskólum í borginni er vöntun á starfsfólki. Samkvæmt greiningum þurfa foreldrar að missa úr vinnu sinni til að sitja heima með börnum sínum allt að þrjá daga í mánuði vegna manneklu á leikskólunum. Hvað þýðir það? Það þýðir að þeir þurfa margir hverjir að taka þá daga út í launalaust leyfi eða taki þá daga af sumarleyfi sínu. Áhrifin eru því allt of oft neikvæð á stöðu þeirra á vinnustað og afkomu fjölskyldunnar. Til staðar er því stórt ákall um breytingar. Mannekla og mikil veikindi þeirra vegna álags er til dæmis mál sem hreinlega þarf að fá að komast á dagskrá. Því miður hefur meirihlutinn fellt tillögur mínar þess efnis. Nýsköpunarumhverfi er þar lykilorð. Orð sem oft er talið vera pólitísk tískuorð en lýsir einfaldlega engu að síður því sem vantar og þarf að innleiða. Nýsköpun er háð því að stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til að prófa nýjar hugmyndir og leiðir til að nálgast verkefni sín. Fjárfesta þarf í breytingum sem hvetja fólk til að ná meiri árangri, gæðum og gleði. Umhverfið verður að gefa nægt rými til nýsköpunar, frumkvæði og lausnamiðaðri hugsun. Í leiðinni verður að auka það svigrúm sem stjórnendur hafa til að mæta álagi á starfsfólk vegna manneklu og veikinda. Vegna manneklu eru ófaglærðir starfsmenn leikskóla að mæta miklu álagi án nauðsynlegrar umbunar í starfi. Stjórnendur eiga að geta brugðist við slíkri stöðu með að hafa frelsi til að umbuna starfmönnum. Ef ákveðinn leikskóli hefði til að mynda fjárhagsramma til að vinna úr sjálfur og sjálfstætt gætu viðkomandi skólastjórnendur leyst sín vandamál í stað þess að alltaf sé beðið eftir að borgaryfirvöld ákveði og stýri miðlægt hvernig bregðast skuli við, aðferð sem er einfaldlega ekki að skila árangri. Leikskólastjórar hafa í dag í raun engu ráðið um samkeppnishæfni vinnustaðarins þegar farsælla er að fólkið sem þekkir störfin fái að þróa þau. Senn líður að kosningum og borgarbúar fá þá tækifæri til að senda skýr skilaboð um að forgangsröðun og miðstýring meirihlutans viðgangist ekki lengur. Það hefur verið mitt hjartans mál að innleiða margar breytingar til þjónustulausna í Reykjavík og mun ég leggja mig alla fram um að fylgja þeim og öðrum framfararbreytingum eftir í þágu okkar allra. Leikskólamálin og önnur grunnþjónusta borgarinnar á einfaldlega að virka – og það er vel hægt að láta þau virka miklu betur en núverandi meirihluti virðist því miður hafa vilja til.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar