Kolbeinn í kapphlaupi við að ná síðustu leikjum Íslands fyrir HM-valið Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 12:15 Kolbeinn á æfingunni í dag. mynd/nantes fc Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa aftur með franska úrvalsdeildarliðinu Nantes en hann getur ekki byrjað að spila fyrr en í fyrsta lagi í lok febrúar en líklega ekki fyrr en í mars. Frá þessu greindi Claudio Ranieri, þjálfari Nantes, á blaðamannafundi í dag en á Twitter-síðu félagsins birtist mynd af Kolbeini á hlaupum með styrktarþjálfara. „Kolbeinn var á æfingunni en hann þarf lengri tíma,“ sagði Ranieri sem var spurður hvort svo færi að Kolbeinn myndi spila leik með Nantes á þessu tímabili. „Það fer eftir því hvort hann komist almennilega af stað. Hann þarf enn þá einn til einn og hálfan mánuð í viðbót áður en hann spilar.“ „Ég vona að þetta gangi upp. Kolbeinn hefur lagt hart að sér til að koma sér í stand en hann á nokkuð langt í land líkamlega sem er eðlilegt,“ sagði Claudio Ranieri. Kolbeinn hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í lok ágúst 2016 en hann var lánaður til Galatasary í Tyrklandi undir lok félagaskiptagluggans það sama ár en hann spilaði aldrei fyrir tyrkneska félagið. Íslenska landsliðið á tvo æfingaleik í mars þannig Kolbeinn má væntanlega ekki fara mikið seinna af stað en snemma í þeim mánuði ætli Heimir Hallgrímsson að taka hann með til Bandaríkjanna í leikina á móti Perú og Mexíkó. Það eru síðustu vináttuleikirnir áður en HM-hópurinn verður valinn í maí.Claudio Ranieri : "Voir @KSigthorsson jouer ? Cela dépendra de sa récupération. Mais il a encore besoin d'un mois, un mois et demi." #EAGFCNpic.twitter.com/B7Nt2M8vmJ — FC Nantes (@FCNantes) January 25, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa aftur með franska úrvalsdeildarliðinu Nantes en hann getur ekki byrjað að spila fyrr en í fyrsta lagi í lok febrúar en líklega ekki fyrr en í mars. Frá þessu greindi Claudio Ranieri, þjálfari Nantes, á blaðamannafundi í dag en á Twitter-síðu félagsins birtist mynd af Kolbeini á hlaupum með styrktarþjálfara. „Kolbeinn var á æfingunni en hann þarf lengri tíma,“ sagði Ranieri sem var spurður hvort svo færi að Kolbeinn myndi spila leik með Nantes á þessu tímabili. „Það fer eftir því hvort hann komist almennilega af stað. Hann þarf enn þá einn til einn og hálfan mánuð í viðbót áður en hann spilar.“ „Ég vona að þetta gangi upp. Kolbeinn hefur lagt hart að sér til að koma sér í stand en hann á nokkuð langt í land líkamlega sem er eðlilegt,“ sagði Claudio Ranieri. Kolbeinn hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í lok ágúst 2016 en hann var lánaður til Galatasary í Tyrklandi undir lok félagaskiptagluggans það sama ár en hann spilaði aldrei fyrir tyrkneska félagið. Íslenska landsliðið á tvo æfingaleik í mars þannig Kolbeinn má væntanlega ekki fara mikið seinna af stað en snemma í þeim mánuði ætli Heimir Hallgrímsson að taka hann með til Bandaríkjanna í leikina á móti Perú og Mexíkó. Það eru síðustu vináttuleikirnir áður en HM-hópurinn verður valinn í maí.Claudio Ranieri : "Voir @KSigthorsson jouer ? Cela dépendra de sa récupération. Mais il a encore besoin d'un mois, un mois et demi." #EAGFCNpic.twitter.com/B7Nt2M8vmJ — FC Nantes (@FCNantes) January 25, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira