Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur piltum Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2018 16:51 Landsréttur áætlar að maðurinn gæti haldið áfram brotum á meðan málið hans stendur yfir og vísað er til þeirrar þarfar að verja brotaþola fyrir mögulegum árásum. Vísir/Anton Landsréttur hefur staðfest að maður sem grunaður eru um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur piltum frá árinu 2015 og til byrjunar þessa árs og að brjóta gegn nálgunarbanni varðandi báða piltana skuli sæta gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. Landsréttur áætlar að maðurinn gæti haldið áfram brotum á meðan málið hans stendur yfir og vísað er til þeirrar þarfar að verja brotaþola fyrir mögulegum árásum. Brot gegn öðrum piltinum munu hafa átt sér stað í byrjun árs en maðurinn var einnig ákærður í ágúst í fyrra fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum pilti og ítrekuð brot á nálgunarbanni. Sú ákæra er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Sakaður um að brjóta fyrst gegn fimmtán ára pilti Þar er hann sakaður um að hafa frá fyrri hluta árs 2015, þegar pilturinn var fimmtán ára gamall, til ársins 2016, þegar hann varð 17 ára, ítrekað tælt hann með fíkniefnum, lyfjum og gjöfum, gefið honum peninga, tóbak og farsíma og þar að auki nýtt sér yfirburði sína gagnvart piltinum vegna aldurs- og þroskamunar til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hann var einnig ákærður fyrir að taka ítrekað ljósmyndir og myndbönd af piltinum á kynferðislegan og klámfengin hátt.Úrskurð Landsréttar má sjá hér. Maðurinn var svo aftur handtekinn þann 12. janúar. Kvöldið áður hafði stjúpfaðir pilts haft samband við lögreglu eftir að hafa fengið skilaboð frá piltinum þar sem hann kallaði eftir hjálp og aðstoð lögreglu. Hann fannst í gegnum síma hans þar sem hann kom grátandi út úr gistiheimili.Nánast meðvitundarlaus í viku Pilturinn sagði manninn hafa dælt í sig lyfjum og brotið gegn sér. Þeir höfðu verið saman á gistiheimilum í nokkra daga og sagðist pilturinn lítið sem ekkert muna eftir því vegna lyfjaneyslu og hann hefði verið nánast meðvitundarlaus í viku. Hann sagði manninn hafa meðal annars keypt fyrir sig Sanex og marijúana. Þar að auki hafi hann gefið honum jakkaföt, bol og síma. Pilturinn sagðist hafa sent frá sér skilaboð eftir að maðurinn talaði við hann um að þeir hefðu stundað kynlíf. Hann man ekki eftir slíku og hafi verið rænulaus á meðan. Hann var fluttur á neyðarmóttöku þar sem í ljós kom að hann hafi verið undir áhrifum ýmissa fíkniefna og lyfja. Við leit í bíl mannsins fundust lyf, erlendur gjaldeyrir, kassi af nýjum síma, sleipiefni og kortaveski með ýmsum kortum. Þar á meðal korti merktu fyrri piltinum sem maðurinn var ákærður fyrir að brjóta gegn.Neitar sök Maðurinn neitar alfarið sök og sagðist hafa hitt piltinn fyrir tilviljun og hann hefði ekki verið í góðu ástandi. Því hefði maðurinn ákveðið að aðstoða piltinn og hjálpa honum að komast á rétt ról og finna vinnu. Því hefð hann leigt herbergi á gistiheimili. Hann sagði enn fremur að þeir hefðu haft kynmök um sex sinnum og hann hafi alltaf átt frumkvæði að sjálfur. Það hefði farið fram með rólegum og ljúfum hætti og pilturinn hefði alltaf verið með fulla meðvitund. Þá neitaði maðurinn að hafa útvegað piltinum lyf. Dómsmál Tengdar fréttir Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest að maður sem grunaður eru um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur piltum frá árinu 2015 og til byrjunar þessa árs og að brjóta gegn nálgunarbanni varðandi báða piltana skuli sæta gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. Landsréttur áætlar að maðurinn gæti haldið áfram brotum á meðan málið hans stendur yfir og vísað er til þeirrar þarfar að verja brotaþola fyrir mögulegum árásum. Brot gegn öðrum piltinum munu hafa átt sér stað í byrjun árs en maðurinn var einnig ákærður í ágúst í fyrra fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum pilti og ítrekuð brot á nálgunarbanni. Sú ákæra er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Sakaður um að brjóta fyrst gegn fimmtán ára pilti Þar er hann sakaður um að hafa frá fyrri hluta árs 2015, þegar pilturinn var fimmtán ára gamall, til ársins 2016, þegar hann varð 17 ára, ítrekað tælt hann með fíkniefnum, lyfjum og gjöfum, gefið honum peninga, tóbak og farsíma og þar að auki nýtt sér yfirburði sína gagnvart piltinum vegna aldurs- og þroskamunar til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hann var einnig ákærður fyrir að taka ítrekað ljósmyndir og myndbönd af piltinum á kynferðislegan og klámfengin hátt.Úrskurð Landsréttar má sjá hér. Maðurinn var svo aftur handtekinn þann 12. janúar. Kvöldið áður hafði stjúpfaðir pilts haft samband við lögreglu eftir að hafa fengið skilaboð frá piltinum þar sem hann kallaði eftir hjálp og aðstoð lögreglu. Hann fannst í gegnum síma hans þar sem hann kom grátandi út úr gistiheimili.Nánast meðvitundarlaus í viku Pilturinn sagði manninn hafa dælt í sig lyfjum og brotið gegn sér. Þeir höfðu verið saman á gistiheimilum í nokkra daga og sagðist pilturinn lítið sem ekkert muna eftir því vegna lyfjaneyslu og hann hefði verið nánast meðvitundarlaus í viku. Hann sagði manninn hafa meðal annars keypt fyrir sig Sanex og marijúana. Þar að auki hafi hann gefið honum jakkaföt, bol og síma. Pilturinn sagðist hafa sent frá sér skilaboð eftir að maðurinn talaði við hann um að þeir hefðu stundað kynlíf. Hann man ekki eftir slíku og hafi verið rænulaus á meðan. Hann var fluttur á neyðarmóttöku þar sem í ljós kom að hann hafi verið undir áhrifum ýmissa fíkniefna og lyfja. Við leit í bíl mannsins fundust lyf, erlendur gjaldeyrir, kassi af nýjum síma, sleipiefni og kortaveski með ýmsum kortum. Þar á meðal korti merktu fyrri piltinum sem maðurinn var ákærður fyrir að brjóta gegn.Neitar sök Maðurinn neitar alfarið sök og sagðist hafa hitt piltinn fyrir tilviljun og hann hefði ekki verið í góðu ástandi. Því hefði maðurinn ákveðið að aðstoða piltinn og hjálpa honum að komast á rétt ról og finna vinnu. Því hefð hann leigt herbergi á gistiheimili. Hann sagði enn fremur að þeir hefðu haft kynmök um sex sinnum og hann hafi alltaf átt frumkvæði að sjálfur. Það hefði farið fram með rólegum og ljúfum hætti og pilturinn hefði alltaf verið með fulla meðvitund. Þá neitaði maðurinn að hafa útvegað piltinum lyf.
Dómsmál Tengdar fréttir Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30