Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 27. janúar 2018 09:27 Akureyrarflugvöllur. Mynd/Kristján Kristjánsson Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að treysta innviði flugvalla á landsbyggðinni. Slíkt er, að mati samtakanna, forsenda fyrir því að uppbygging ferðaþjónustu geti haldið áfram í öllum landshlutum.Akureyrarflugvöllur ræður ekki við millilandaflugSAF segir meðal annars í ályktun sinni að nauðsynlegt sé að bæta Akureyrarflugvöll ef millilandaflug á að vera raunhæfur kostur. Fyrr í mánuðinum hóf bresk ferðaskrifstofa flug milli nokkurra borga í Englandi til Akureyrar. Að mati SAF er millilandaflugið lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi en merkja má 15 til 20 prósenta veltuaukningu í ferðaþjónustu í landshlutanum frá því á sama tíma á síðasta ári. Hins vegar hefur millilandaflugið ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Nú er svo komið að í tvígang hafa flugvélar þurft að snúa frá Akureyrarflugvelli þar sem völlurinn er ekki þeim tækjum búinn sem millilandaflug krefst. Það er ólíðandi að millilandaflugi til og frá Akureyri, sem unnið hefur verið markvisst að á vettvangi ferðaþjónustunnar og stjórnvalda sé stefnt í voða með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingunni og að auki minnir SAF á mikilvægi Akureyrarflugvallar sem varaflugvallar fyrir millilandaflug. Frá Ísafjarðarflugvelli. Fréttablaðið/GVAEkki nóg að sinna bara KeflavíkurflugvelliÍ yfirlýsingunni benda Samtök ferðaþjónustunnar á að til þess að tryggja öryggi ferðafólks sé nauðsynlegt að huga að innviðum. „Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja.“ SAF telja að til þess að sinna lágmarksviðhaldi á þeim þrettán flugvöllum, fyrir utan Keflavíkurflugvöll, sem notaðir eru fyrir innanlandsflug, vanti um 400 milljónir króna samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum. „Við óbreytt ástand verður ekki unað, enda óásættanlegt fyrir ferðamenn, innlenda jafnt sem erlenda, að flugsamgöngum sé ógnað með þessum hætti og kerfinu leyft að grotna niður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia 16. janúar 2018 18:45 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að treysta innviði flugvalla á landsbyggðinni. Slíkt er, að mati samtakanna, forsenda fyrir því að uppbygging ferðaþjónustu geti haldið áfram í öllum landshlutum.Akureyrarflugvöllur ræður ekki við millilandaflugSAF segir meðal annars í ályktun sinni að nauðsynlegt sé að bæta Akureyrarflugvöll ef millilandaflug á að vera raunhæfur kostur. Fyrr í mánuðinum hóf bresk ferðaskrifstofa flug milli nokkurra borga í Englandi til Akureyrar. Að mati SAF er millilandaflugið lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi en merkja má 15 til 20 prósenta veltuaukningu í ferðaþjónustu í landshlutanum frá því á sama tíma á síðasta ári. Hins vegar hefur millilandaflugið ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Nú er svo komið að í tvígang hafa flugvélar þurft að snúa frá Akureyrarflugvelli þar sem völlurinn er ekki þeim tækjum búinn sem millilandaflug krefst. Það er ólíðandi að millilandaflugi til og frá Akureyri, sem unnið hefur verið markvisst að á vettvangi ferðaþjónustunnar og stjórnvalda sé stefnt í voða með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingunni og að auki minnir SAF á mikilvægi Akureyrarflugvallar sem varaflugvallar fyrir millilandaflug. Frá Ísafjarðarflugvelli. Fréttablaðið/GVAEkki nóg að sinna bara KeflavíkurflugvelliÍ yfirlýsingunni benda Samtök ferðaþjónustunnar á að til þess að tryggja öryggi ferðafólks sé nauðsynlegt að huga að innviðum. „Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja.“ SAF telja að til þess að sinna lágmarksviðhaldi á þeim þrettán flugvöllum, fyrir utan Keflavíkurflugvöll, sem notaðir eru fyrir innanlandsflug, vanti um 400 milljónir króna samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum. „Við óbreytt ástand verður ekki unað, enda óásættanlegt fyrir ferðamenn, innlenda jafnt sem erlenda, að flugsamgöngum sé ógnað með þessum hætti og kerfinu leyft að grotna niður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia 16. janúar 2018 18:45 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15
Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia 16. janúar 2018 18:45
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39