Innlent

MeToo á meðal viðfangsefna flokksráðsfundar Vinstri grænna

Kjartan Kjartansson skrifar
Katrín Jakobsdóttir setti MeToo-umræðufund stjórnmálaflokka á dögunum. Einnig verður fjallað um málið á flokksráðsfundi VG í dag.
Katrín Jakobsdóttir setti MeToo-umræðufund stjórnmálaflokka á dögunum. Einnig verður fjallað um málið á flokksráðsfundi VG í dag. Vísir/Ernir
Flokksráð Vinstri grænna fundar í Reykjavík í dag. Ályktanir um MeToo-byltinguna og siðareglur í stjórnmálum eru meðal annars á dagskrá fundarins sem er fyrr á ferðinni í ár en vanalega vegna undirbúnings sveitarstjórnarkosninga.

Edward Hujibens, varaformaður VG setur fundinn klukkan tíu, að því er segir í tilkynningu frá flokknum. Hann fer fram á Grand Hóteli í Reykjavík.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG, leiðir pallborð ráðherra í upphafi fundar, en allir þrír ráðherrar VG,  Svandís Svavarsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Katrín Jakobsdóttir, sitja fyrir svörum fundargesta um stjórnmálin. 

Fundurinn allur er opinn félögum í Vinstri hreyfingunni grænu framboði, en aðeins flokksráðsfulltrúar hafa atkvæðisrétt. Búist er við á annað hundrað manns á fundinn.

Vinna flokksráðs er að þessu sinni helguð sveitarstjórnarkosningunum sem framundan eru í vor. Nokkrar ályktanir sem varða sveitarstjórnarstigið liggja fyrir fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×