Innlent

Eyþór með rúmlega sextíu prósent

Þórdís Valsdóttir skrifar
Eyþór Arnalds í Valhöll.
Eyþór Arnalds í Valhöll. Vísir/Sigurjón
Fyrstu tölur úr leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni voru opinberaðar rétt í þessu í Valhöll og er Eyþór Arnalds með 63 prósent talinna atkvæða samkvæmt þeim.

Nú hafa 1400 atkvæði verið talin og greiddu 886 sjálfstæðismenn atkvæði með Eyþóri.

Fimm eru í framboði, fjórir karlar og ein kona. Það eru þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason.

Kjörsstaðir opnuðu klukkan tíu í morgun og var kjörsóknin góð í dag að sögn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.

Fréttin verður uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×