Ólafía á enn möguleika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2018 10:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á enn möguleika á að komast áfram á lokahring Pure Silk LPGA-mótsins sem fer á Bahama-eyjum þessa helgina. Afar vindasamt hefur verið á eyjunum um helgina og þurfti að fresta leik á föstudagsmorgun og var ekki hægt að hefja leik á ný fyrr en um miðjan dag í gær. Kylfingar fóru því síðar út en áætlað var og var Ólafía í hópi þeirra kylfinga sem náðu ekki að klára. Hún var búin með tólf holur þegar leik var aflýst og var þá á fjórum höggum yfir pari, átta yfir samtals. Hún átti fremur erfitt uppdráttar eins og fleiri í gær. Hún hóf leik á tíundu holu og byrjaði á að fá skolla á fyrstu tveimur holunum og fjórum alls á fyrri níu holunum sínum. Hún fékk skolla á annarri holu, sinni elleftu, en lauk svo deginum á jákvæðum nótum er hún náði sér í eina fugl dagsins á þriðju holu. Hún er sem stendur í 83.-90. sæti en efstu 70 kylfingarnir komast áfram og fá að keppa á lokahringnum í dag. Þeir kylfingar sem áttu eftir að ljúka keppni í gær hefja leik í dag klukkan 13.00. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00. Golf Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á enn möguleika á að komast áfram á lokahring Pure Silk LPGA-mótsins sem fer á Bahama-eyjum þessa helgina. Afar vindasamt hefur verið á eyjunum um helgina og þurfti að fresta leik á föstudagsmorgun og var ekki hægt að hefja leik á ný fyrr en um miðjan dag í gær. Kylfingar fóru því síðar út en áætlað var og var Ólafía í hópi þeirra kylfinga sem náðu ekki að klára. Hún var búin með tólf holur þegar leik var aflýst og var þá á fjórum höggum yfir pari, átta yfir samtals. Hún átti fremur erfitt uppdráttar eins og fleiri í gær. Hún hóf leik á tíundu holu og byrjaði á að fá skolla á fyrstu tveimur holunum og fjórum alls á fyrri níu holunum sínum. Hún fékk skolla á annarri holu, sinni elleftu, en lauk svo deginum á jákvæðum nótum er hún náði sér í eina fugl dagsins á þriðju holu. Hún er sem stendur í 83.-90. sæti en efstu 70 kylfingarnir komast áfram og fá að keppa á lokahringnum í dag. Þeir kylfingar sem áttu eftir að ljúka keppni í gær hefja leik í dag klukkan 13.00. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00.
Golf Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira