Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 14:30 Flaggað var í hálfa stöng við verslun IKEA í Garðabæ í dag til heiður Ingvars Kamprad sem andaðist í gær. Vísir/AFP Ingvar Kamprad var snillingur sem hafði feykileg áhrif á hvernig fólk býr og lifir í dag. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, þar sem flaggað hefur verið í hálfa stöng í dag eftir að fréttir af andláti Kamprad bárust. Kamprad var 91 árs gamall en hann lést í heimabæ sínum Småland í Suður-Svíþjóð í gær. Hann stofnaði IKEA árið 1943 og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna síðan. „Þetta er eitt af stóru nöfnum síðustu aldar. Hann var algert séní og það er svo margt sem maður lítur á sem sjálfsagðan hlut í dag. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Hann var mjög klár karl. Ég mun sakna hans sem flotts karls sem hafði mikil áhrif og hafði skýra sýn,“ segir Þórarinn.Bókahillurnar voru tvö hundruð kíló í gamla dagaMeð IKEA hafi Kamprad breytt heiminum. Fólki þurfi ekki endilega að eiga nein IKEA-húsgögn heima hjá sér til að finna fyrir því. Aðrir húsgagnaframleiðendur hafi þurft að aðlaga sig að því sem IKEA gerði. Verslunin hafi einnig keyrt niður verð á húsgögnum. „Ef við lítum bara á bókaskápa eða skrifborð þá var þetta tvö hundruð kíló í gamla daga. Menn gátu ekki komið þessu á milli hæða. Maður er bara svo fljótur að gleyma að svona var þetta. Þetta hefur haft feykilegar breytingar á því hvernig við búum og lifum,“ segir framkvæmdastjórinn. Nokkuð er síðan Kamprad dró sig út úr daglegum rekstri IKEA. Hann hætti þeim árið 1988 en sat áfram í stjórn fyrirtækisins þar sem hann hafði skoðanir, að sögn Þórarins. Synir Kamprad hafa tekið við rekstrinum undanfarin ár. Þórarinn á ekki von á að neinar breytingar verði á rekstri IKEA í kjölfar fráfalls stofnandans. Andlát IKEA Tengdar fréttir Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Ingvar Kamprad var snillingur sem hafði feykileg áhrif á hvernig fólk býr og lifir í dag. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, þar sem flaggað hefur verið í hálfa stöng í dag eftir að fréttir af andláti Kamprad bárust. Kamprad var 91 árs gamall en hann lést í heimabæ sínum Småland í Suður-Svíþjóð í gær. Hann stofnaði IKEA árið 1943 og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna síðan. „Þetta er eitt af stóru nöfnum síðustu aldar. Hann var algert séní og það er svo margt sem maður lítur á sem sjálfsagðan hlut í dag. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Hann var mjög klár karl. Ég mun sakna hans sem flotts karls sem hafði mikil áhrif og hafði skýra sýn,“ segir Þórarinn.Bókahillurnar voru tvö hundruð kíló í gamla dagaMeð IKEA hafi Kamprad breytt heiminum. Fólki þurfi ekki endilega að eiga nein IKEA-húsgögn heima hjá sér til að finna fyrir því. Aðrir húsgagnaframleiðendur hafi þurft að aðlaga sig að því sem IKEA gerði. Verslunin hafi einnig keyrt niður verð á húsgögnum. „Ef við lítum bara á bókaskápa eða skrifborð þá var þetta tvö hundruð kíló í gamla daga. Menn gátu ekki komið þessu á milli hæða. Maður er bara svo fljótur að gleyma að svona var þetta. Þetta hefur haft feykilegar breytingar á því hvernig við búum og lifum,“ segir framkvæmdastjórinn. Nokkuð er síðan Kamprad dró sig út úr daglegum rekstri IKEA. Hann hætti þeim árið 1988 en sat áfram í stjórn fyrirtækisins þar sem hann hafði skoðanir, að sögn Þórarins. Synir Kamprad hafa tekið við rekstrinum undanfarin ár. Þórarinn á ekki von á að neinar breytingar verði á rekstri IKEA í kjölfar fráfalls stofnandans.
Andlát IKEA Tengdar fréttir Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira