Níu fugla dagur skilaði Ólafíu meira en einni milljón Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2018 11:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er alltaf tilbúin að slá á létta strengi til að búa til skemmtileg móment. Mynd/Instagram/olafiakri Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði i 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum sem lauk í gær. Það er óhætt að segja að íslenski kylfingurinn hafi spilað frábærlega á lokadeginum sem er einn sá sögulegasti hjá henni á LPGA-mótaröðinni. Ólafía Þórunn og mótshaldarar voru í vandræðum fyrstu dagana þar sem rokið gerði meira en að trufla keppendur því það þurfti að fresta keppni bæði á föstudag og laugardag. Ólafía spilað fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og var síðan búin að fá fimm skolla á fyrstu tíu holunum á öðrum hring. Útlitið var ekki alltof bjart fyrir okkar konu að ná niðurskurðinum. Hún náði reynda fugli á síðustu holunni áður en leik var frestað og fór því úr því að vera á níu höggum yfir pari í að vera á átta höggum yfir pari. Það munaði um það en hún þurfti meira. Ólafía Þórunn þurfti að spila 24 holur á sunnudeginum en þær tók hún með trompi og bauð upp á spilamennsku í heimsklassa. Hún talaði sjálf um rússíbanaferð hjá sér.Rollercoaster ride!!! had so much fun in Bahamas with some of my favorite people! -1 total, T25 for the first tournament of the year pic.twitter.com/0aMc8UH1Z0 — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) January 28, 2018 Hún tapaði ekki höggi á neinni holu og fékk alls níu fugla sem er mögnuð frammistaða. Hún fékk fjóra fugla á síðustu sex holunum á öðrum degi og svo fimm fugla á þriðja hringnum. Það voru bara tvær sem spiluðu betur en Ólafía á lokahringnum og önnur þeirra var meistarinn Brittany Lincicom sem lék hringinn á 66 höggum. Ólafía Þórunn endaði því móti á einu höggi undir pari sem skilaði henni upp í 26. sæti. Það sæti gaf henni 11.907 dollara í verðlaunafé eða meira en 1,1 milljón íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá skorkortið hjá Ólafíu. Á sunnudeginum spilaði hún sex síðustu holurnar á fyrri níu holunum og svo allar átján holurnar á þriðja hringnum. Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði i 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum sem lauk í gær. Það er óhætt að segja að íslenski kylfingurinn hafi spilað frábærlega á lokadeginum sem er einn sá sögulegasti hjá henni á LPGA-mótaröðinni. Ólafía Þórunn og mótshaldarar voru í vandræðum fyrstu dagana þar sem rokið gerði meira en að trufla keppendur því það þurfti að fresta keppni bæði á föstudag og laugardag. Ólafía spilað fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og var síðan búin að fá fimm skolla á fyrstu tíu holunum á öðrum hring. Útlitið var ekki alltof bjart fyrir okkar konu að ná niðurskurðinum. Hún náði reynda fugli á síðustu holunni áður en leik var frestað og fór því úr því að vera á níu höggum yfir pari í að vera á átta höggum yfir pari. Það munaði um það en hún þurfti meira. Ólafía Þórunn þurfti að spila 24 holur á sunnudeginum en þær tók hún með trompi og bauð upp á spilamennsku í heimsklassa. Hún talaði sjálf um rússíbanaferð hjá sér.Rollercoaster ride!!! had so much fun in Bahamas with some of my favorite people! -1 total, T25 for the first tournament of the year pic.twitter.com/0aMc8UH1Z0 — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) January 28, 2018 Hún tapaði ekki höggi á neinni holu og fékk alls níu fugla sem er mögnuð frammistaða. Hún fékk fjóra fugla á síðustu sex holunum á öðrum degi og svo fimm fugla á þriðja hringnum. Það voru bara tvær sem spiluðu betur en Ólafía á lokahringnum og önnur þeirra var meistarinn Brittany Lincicom sem lék hringinn á 66 höggum. Ólafía Þórunn endaði því móti á einu höggi undir pari sem skilaði henni upp í 26. sæti. Það sæti gaf henni 11.907 dollara í verðlaunafé eða meira en 1,1 milljón íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá skorkortið hjá Ólafíu. Á sunnudeginum spilaði hún sex síðustu holurnar á fyrri níu holunum og svo allar átján holurnar á þriðja hringnum.
Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira