Deilan um vinnubúðir álversins fer fyrir dóm Haraldur Guðmundsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Vinnubúðirnar á Reyðarfirði voru tvö þúsund manna þorp. Fréttablaðið/Vilhelm Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði hefur stefnt og krefst lóðarleigu frá Stracta Konstruktion sem keypti gömlu vinnubúðirnar sem reistar voru á byggingartíma álversins. Eigandi Stracta ætlar að gagnstefna Fjarðaáli ef fyrirtækið greiðir ekki 128 milljónir króna og virðisaukaskatt sem hann segir álverið hafa skapað sér með vegartálmum á lóðinni. Íslenska einkahlutafélagið Stracta Konstruktion keypti vinnubúðirnar eða um 690 hús á 200 milljónir króna árið 2012. Þar bjuggu um tvö þúsund manns á byggingartíma álversins. Stracta hefur selt byggingarnar í hótel og sem vinnubúðir og skólastofur en um 150 hús eru enn eftir á lóðinni. Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta og einn eigenda félagsins, hefur sagt að fyrrverandi starfsmaður Fjarðabyggðar hafi árið 2012 spillt fyrir og tafið sölu á hluta húsanna. Í maí í fyrra hafi hann svo ætlað að sækja húsin sem eftir eru en þá hafi Fjarðaál komið fyrir vegartálmum. „Ég var búinn að selja sum húsin og þurfti að endurgreiða þau, var með tilboð í önnur og lenti í stórtjóni út af þessu. Við munum gagnstefna og skuldum þeim ekki neitt. Þeir tóku að sér að greiða einhver stöðugjöld til Fjarðabyggðar sem þeim var kunnugt um að ég átti ekki að greiða því með framferði byggingarfulltrúa þar þá seldist ekkert af svæðinu í tvö ár vegna óhróðurs sem hún dreifði um gæði húsanna. Þannig fórum við yfir á tíma á geymslusvæðinu og neituðum að borga gjaldið því Fjarðabyggð olli þessu,“ segir Hreiðar. „Þau hús sem ekki var búið að selja átti flutningafyrirtækið Fljótavík að flytja til Orrustustaða í Skaftárhreppi sem átti að selja til uppbyggingar hótels Stracta. Þar við situr og nú munum við stefna þeim til greiðslu á 128 milljónum auk virðisaukaskatts og kostnaðar.“ Álverið hefur þurft að greiða stöðugjöld af vinnuþorpinu til sveitarfélagsins og rift kaupsamningnum. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að staðfesta að krafan sé vegna lóðarleigu og að vinnubúðirnar séu ekki enn seldar. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði hefur stefnt og krefst lóðarleigu frá Stracta Konstruktion sem keypti gömlu vinnubúðirnar sem reistar voru á byggingartíma álversins. Eigandi Stracta ætlar að gagnstefna Fjarðaáli ef fyrirtækið greiðir ekki 128 milljónir króna og virðisaukaskatt sem hann segir álverið hafa skapað sér með vegartálmum á lóðinni. Íslenska einkahlutafélagið Stracta Konstruktion keypti vinnubúðirnar eða um 690 hús á 200 milljónir króna árið 2012. Þar bjuggu um tvö þúsund manns á byggingartíma álversins. Stracta hefur selt byggingarnar í hótel og sem vinnubúðir og skólastofur en um 150 hús eru enn eftir á lóðinni. Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta og einn eigenda félagsins, hefur sagt að fyrrverandi starfsmaður Fjarðabyggðar hafi árið 2012 spillt fyrir og tafið sölu á hluta húsanna. Í maí í fyrra hafi hann svo ætlað að sækja húsin sem eftir eru en þá hafi Fjarðaál komið fyrir vegartálmum. „Ég var búinn að selja sum húsin og þurfti að endurgreiða þau, var með tilboð í önnur og lenti í stórtjóni út af þessu. Við munum gagnstefna og skuldum þeim ekki neitt. Þeir tóku að sér að greiða einhver stöðugjöld til Fjarðabyggðar sem þeim var kunnugt um að ég átti ekki að greiða því með framferði byggingarfulltrúa þar þá seldist ekkert af svæðinu í tvö ár vegna óhróðurs sem hún dreifði um gæði húsanna. Þannig fórum við yfir á tíma á geymslusvæðinu og neituðum að borga gjaldið því Fjarðabyggð olli þessu,“ segir Hreiðar. „Þau hús sem ekki var búið að selja átti flutningafyrirtækið Fljótavík að flytja til Orrustustaða í Skaftárhreppi sem átti að selja til uppbyggingar hótels Stracta. Þar við situr og nú munum við stefna þeim til greiðslu á 128 milljónum auk virðisaukaskatts og kostnaðar.“ Álverið hefur þurft að greiða stöðugjöld af vinnuþorpinu til sveitarfélagsins og rift kaupsamningnum. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að staðfesta að krafan sé vegna lóðarleigu og að vinnubúðirnar séu ekki enn seldar.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent