Erlent

Nefna hluta götunnar í höfuðið á Nemtsov

Atli Ísleifsson skrifar
Rússneska sendiráðið í Washington stendur við Wisconsin Avenue.
Rússneska sendiráðið í Washington stendur við Wisconsin Avenue. Vísir/AFP

Borgaryfirvöld í Washington hafa ákveðið að endurnefna hluta götunnar Wisconsin Avenue og nefna hana í höfuðið á Boris Nemtsov, sem skotinn var til bana í Moskvu árið 2015. Nemtsov var einn af helstu andstæðingum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.



Í frétt Time segir að Rússar séu æfir með tiltækið en sendiráð þeirra í bandarísku höfuðborginni stendur einmitt við þann hluta Wisconsin Avenue sem nú hefur fengið nýtt nafn.



Rússneskir stjórnmálamenn saka borgaryfirvöld um að skipta sér af innanlandsmálum í Rússlandi en það var dóttir Nemtsov sem fór á fund borgarstjórnarinnar og lagði til nafnabreytinguna.



Sérstök athöfn verður haldin þann 27. febrúar næstkomandi þar sem minnismerki um Nemtsov verður komið fyrir, en þrjú ár verða þá liðin frá morðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×