Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2018 14:05 Viðar og Pétur hafa margt rætt og spjallað og marga gátuna leyst á öldum ljósvakans, í Útvarpi Sögu. Í gær kom fram á sjónarsviðið fimmti frambjóðandinn í komandi leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Hann er gegnheill harðlínuhægrimaður og eru viðhorf hans svo hörð að þau heyrast ekki oft í opinberri umræðu. Viðar Guðjohnsen bættist í hópinn en fyrir voru þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon og Vilhjálmur Bjarnason. Viðar kynnti sig til sögunnar með tilkynningu og þar kemur meðal annars fram að hann vill taka til hendinni í borginni en Viðar er gamall afreksmaður í íþróttum og fór fyrir Íslands hönd til að taka þátt í ólympíuleikum í júdó, að eins 18 ára að aldri. Vísir sagði í fyrstu frétt um málið að Viðar væri ekki þekktur utan flokksins þó hann hafi látið til sín taka innan flokks. Þetta reyndist ekki alveg nákvæmt, því Viðar er hlustendum Útvarps Sögu vel kunnur en þangað hringir hann reglulega í símatíma og viðrar sjónarmið sín sem eru harðlínuhægri viðhorf – svo grjóthörð að margir súpa hveljur. Stundum verður uppi fótur og fit í símatímum í kjölfar yfirlýsinga Viðars. Þannig er ekki á vísan að róa, að Viðar geti gengið að svokölluðu Útvarps Sögu-fylgi, sem allt er án nokkurs vafa vanmetið og kenna megi hann að einhverju leyti við þá ágætu útvarpsstöð.Hér eru frambjóðendurnir fimm saman komnir. Þó allt sé þetta ágæta fólk hægri sinnað hlýtur Viðar að vera fremstur meðal jafningja í þeim efnum.visir/anton brinkBloggarinn, þýðandinn og netsafnarinn Lára Hanna Einarsdóttir birtir á Soundcloud-svæði sínu á netinu þrjá viðtalsbúta hvar Viðar viðrar sín viðhorf. Fróðlegt er fyrir þá sem nú ganga til kosninga; kannski njóta þau stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins.Vill einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu Í fyrsta hljóðdæminu, en í þeim öllum er viðmælandinn Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður, er verið að ræða hugsanlegt nýtt erlent einkarekið sjúkrahús í Mosfellsbæ og Viðar telur það hljóta að vera gott að fá samkeppni í heilbrigðiskerfið. „Ég er feginn því að það eigi nú loksins að fara að gera eitthvað fyrir þá sem eru að halda uppi ríkinu með skattgreiðslum. Nýi spítalinn. Að þeir sem eru duglegir og nenna að vinna, að þeir þurfi ekki að vera í einhverjum biðröðum fyrir allskonar aðgerðir,“ segir Viðar og telur vert að huga betur að hag þeirra ríku.Fann sér mjaðmaaðgerð á netinu„Þetta er betra kerfi, gott að fá meiri fjölbreytileika. Ég fór í mjaðmaaðgerð. Fann það bara á netinu. Fór til Birmingham sjálfur. Fékk að vísu eitthvað greitt frá tryggingunum eftir á. En, ég gat fundið út að þetta var miklu betri aðgerð sem hefur staðist tímans tönn. Ég hef getað verið í íþróttum og öllu. Og tuskast og allt. Á þeim tíma kostaði það 12 hundruð þúsund. Ekkert ósvipað í dag. En, þetta leysti málið. Annars er maður að kveljast árum saman í biðröðum. Það náttúrlega gengur ekki. Ég fann líka á Indlandi, þar var hægt að fá þetta á 500 þúsund. Samkeppni í heilbrigðiskerfinu er af hinu góða. Ekki alltaf að vera að rækta upp eitthvað aumingjakerfi. Við dælum peningum inní þetta kerfi sem við erum með núna. Og vitum ekkert hvort útkoman er neitt betri.“ Annað vandamál er að við erum að rækta upp dýrum dómum lækna. Svo fara þeir bara eitthvað annað fyrir miklu betri laun. Til hvers erum við að rækta þá upp? Til að þeir geti farið erlendis? Og skattborgarinn hér heima borgar. Það er náttúrlega vont kerfi. Einkageirinn er miklu betri í að finna út úr hlutunum en ríkið. Það er alveg öruggt.“Verður að halda 101 frekjuhundum í skefjum„Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin,“ segir í öðru hljóðbroti en þá eru það mismunandi vægi atkvæða sem voru til umræðu. Viðar er algerlega ósammála Pétri með það og telur sjálfsagt að atkvæði landsbyggðafólks vegi þyngra í kjörklefanum.Þó Viðar sé að bjóða sig fram í Reykjavík er hann á því að ekkert að svínað sé á landsbyggðinni, hann er ánægður með mismunandi vægi atkvæða og vill að flugvöllurinn sé þar sem hann er, í hjarta Reykjavíkur.„Ekki sammála ykkur um atkvæðin. Landsbyggðin á að njóta meira. Sjáum hvað þetta er óréttlátt gagnvart landsbyggðinni. Hún borgar sömu skattprósentu og fær enga þjónustu.“Atkvæðaréttur á ekki að ráðast út frá skattprósentu, þú hlýtur að sjá það? „Jú, það eru mótandi lög á alþingi. Að reyna að halda þessum frekjuhundum í 101 í skefjum. En, hvað um það. Ég er að hringja í þig út af harðlínuhægri. Við erum búnir að álykta.“Hverjir eru það, þú og hverjir fleiri? „Er ekki nóg að segja að það sé fólk sem vill lækka skatta. Og við viljum taka þetta þannig að tekjuskattur verður ekki. Þá átt þú að spyrja að því hvernig ætlar þú að fara að því? Það verður að skera eitthvað niður.“Vill hætta allri aumingjaræktun í ReykjavíkPétur maldar í móinn en Viðar heldur ótrauður áfram:Viðar vill fara í blóðugan niðurskurð í velferðarkerfinu og byrja á Vogi, því aumingjaræktun er eitur í beinum hans.„Við þurfum að byrja á því að taka á velferðarkerfinu. Skera það niður við trog. Þá geta menn ráðið sjálfir með mismuninn. Til dæmis Vogur. Hætta að vera með aumingjaræktun í Reykjavík. Líka þeir sem eru að borða of mikið, sinna engu og eru algerlega ábyrgðarlausir í því hvernig hegðun þeirra er.Eru þá einhverjir sem fylgjast með þessum feitu? Einhver fitulögga sem fer á milli með fitumæla? „Nei, bara láta fólk borga sjálft. Heldurðu að það yrði ekki mikill niðurskurður ef við bara hættum að skattleggja. Hættum með tekjuskatt?“Hvað spararðu mikið með því að leggja niður Vog? „Ég er ekki bara að tala um Vog. Ég er að tala um miklu meira.“3. heims fólk sækir í heilbrigðiskerfið okkar Og Viðar heldur áfram: „Ég er að tala um að skera niður þetta velferðarkerfi því þetta er svo mikið aðdráttarafl fyrir 3. heims fólk.“Jaaaaá... það er nú. „Þetta er algjört segulstál og mun hrynja. Alveg eins gott að hætta með það strax.“Jájá, velferðarkerfið er fyrir Íslendinga en ekki 3. heiminn. Þú veist það? „Það lítur ekki út fyrir það.“Nei, ekki eftir að ríkisstjórnin samþykkti þessi lög um málefni útlendinga með hjálp stjórnarandstöðunnar. Það er rétt. „Þá getum við alveg eins farið í að hætta með skattana. Hafa þetta svolítið eins og í frumskóginum, að þeir sterku lifa af. Það er bara alveg á hreinu. Og þeir sem eru með miklar og góðar hugmyndir fái að njóta þess. Og séu ekki alltaf að borga undir einhverja aðra sem ekki nenna að vinna.“Jafnaðarmenn eru tilberarPétur spyr Viðar hvað eigi að gera þegar hinir sem betur standa þurfa hjálp. Og þeir hafi nú fengið hjálp í gegnum tíðina með því að gefa þeim ríkiseigur. Viðar gefur ekki mikið fyrir það. „Þú manst nú eftir Bæjarútgerðinni sem alltaf var á hausnum. Gat ekki neitt. Endalausar greiðslur frá skattgreiðendum. Svo var þetta einkavætt og blómstrar og blómstrar og blómstrar. Ríkið kann ekkert að fara með peninga. Þú veist það alveg eins og ég. Jafnaðarmenn, þetta eru eins og blóðsugur. Tilberar sem heimta alltaf pening frá einhverjum öðrum.“ Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Viðar Guðjohnsen vill einnig í slaginn Bætist í hóp þeirra sem vilja leiða Sjálfstæðismenn í Reykjavík. 10. janúar 2018 15:22 Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Frambjóðendur um leiðtogasæti bjartsýnir á gengi Sjálfstæðisflokksins Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. 10. janúar 2018 20:23 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Í gær kom fram á sjónarsviðið fimmti frambjóðandinn í komandi leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Hann er gegnheill harðlínuhægrimaður og eru viðhorf hans svo hörð að þau heyrast ekki oft í opinberri umræðu. Viðar Guðjohnsen bættist í hópinn en fyrir voru þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon og Vilhjálmur Bjarnason. Viðar kynnti sig til sögunnar með tilkynningu og þar kemur meðal annars fram að hann vill taka til hendinni í borginni en Viðar er gamall afreksmaður í íþróttum og fór fyrir Íslands hönd til að taka þátt í ólympíuleikum í júdó, að eins 18 ára að aldri. Vísir sagði í fyrstu frétt um málið að Viðar væri ekki þekktur utan flokksins þó hann hafi látið til sín taka innan flokks. Þetta reyndist ekki alveg nákvæmt, því Viðar er hlustendum Útvarps Sögu vel kunnur en þangað hringir hann reglulega í símatíma og viðrar sjónarmið sín sem eru harðlínuhægri viðhorf – svo grjóthörð að margir súpa hveljur. Stundum verður uppi fótur og fit í símatímum í kjölfar yfirlýsinga Viðars. Þannig er ekki á vísan að róa, að Viðar geti gengið að svokölluðu Útvarps Sögu-fylgi, sem allt er án nokkurs vafa vanmetið og kenna megi hann að einhverju leyti við þá ágætu útvarpsstöð.Hér eru frambjóðendurnir fimm saman komnir. Þó allt sé þetta ágæta fólk hægri sinnað hlýtur Viðar að vera fremstur meðal jafningja í þeim efnum.visir/anton brinkBloggarinn, þýðandinn og netsafnarinn Lára Hanna Einarsdóttir birtir á Soundcloud-svæði sínu á netinu þrjá viðtalsbúta hvar Viðar viðrar sín viðhorf. Fróðlegt er fyrir þá sem nú ganga til kosninga; kannski njóta þau stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins.Vill einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu Í fyrsta hljóðdæminu, en í þeim öllum er viðmælandinn Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður, er verið að ræða hugsanlegt nýtt erlent einkarekið sjúkrahús í Mosfellsbæ og Viðar telur það hljóta að vera gott að fá samkeppni í heilbrigðiskerfið. „Ég er feginn því að það eigi nú loksins að fara að gera eitthvað fyrir þá sem eru að halda uppi ríkinu með skattgreiðslum. Nýi spítalinn. Að þeir sem eru duglegir og nenna að vinna, að þeir þurfi ekki að vera í einhverjum biðröðum fyrir allskonar aðgerðir,“ segir Viðar og telur vert að huga betur að hag þeirra ríku.Fann sér mjaðmaaðgerð á netinu„Þetta er betra kerfi, gott að fá meiri fjölbreytileika. Ég fór í mjaðmaaðgerð. Fann það bara á netinu. Fór til Birmingham sjálfur. Fékk að vísu eitthvað greitt frá tryggingunum eftir á. En, ég gat fundið út að þetta var miklu betri aðgerð sem hefur staðist tímans tönn. Ég hef getað verið í íþróttum og öllu. Og tuskast og allt. Á þeim tíma kostaði það 12 hundruð þúsund. Ekkert ósvipað í dag. En, þetta leysti málið. Annars er maður að kveljast árum saman í biðröðum. Það náttúrlega gengur ekki. Ég fann líka á Indlandi, þar var hægt að fá þetta á 500 þúsund. Samkeppni í heilbrigðiskerfinu er af hinu góða. Ekki alltaf að vera að rækta upp eitthvað aumingjakerfi. Við dælum peningum inní þetta kerfi sem við erum með núna. Og vitum ekkert hvort útkoman er neitt betri.“ Annað vandamál er að við erum að rækta upp dýrum dómum lækna. Svo fara þeir bara eitthvað annað fyrir miklu betri laun. Til hvers erum við að rækta þá upp? Til að þeir geti farið erlendis? Og skattborgarinn hér heima borgar. Það er náttúrlega vont kerfi. Einkageirinn er miklu betri í að finna út úr hlutunum en ríkið. Það er alveg öruggt.“Verður að halda 101 frekjuhundum í skefjum„Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin,“ segir í öðru hljóðbroti en þá eru það mismunandi vægi atkvæða sem voru til umræðu. Viðar er algerlega ósammála Pétri með það og telur sjálfsagt að atkvæði landsbyggðafólks vegi þyngra í kjörklefanum.Þó Viðar sé að bjóða sig fram í Reykjavík er hann á því að ekkert að svínað sé á landsbyggðinni, hann er ánægður með mismunandi vægi atkvæða og vill að flugvöllurinn sé þar sem hann er, í hjarta Reykjavíkur.„Ekki sammála ykkur um atkvæðin. Landsbyggðin á að njóta meira. Sjáum hvað þetta er óréttlátt gagnvart landsbyggðinni. Hún borgar sömu skattprósentu og fær enga þjónustu.“Atkvæðaréttur á ekki að ráðast út frá skattprósentu, þú hlýtur að sjá það? „Jú, það eru mótandi lög á alþingi. Að reyna að halda þessum frekjuhundum í 101 í skefjum. En, hvað um það. Ég er að hringja í þig út af harðlínuhægri. Við erum búnir að álykta.“Hverjir eru það, þú og hverjir fleiri? „Er ekki nóg að segja að það sé fólk sem vill lækka skatta. Og við viljum taka þetta þannig að tekjuskattur verður ekki. Þá átt þú að spyrja að því hvernig ætlar þú að fara að því? Það verður að skera eitthvað niður.“Vill hætta allri aumingjaræktun í ReykjavíkPétur maldar í móinn en Viðar heldur ótrauður áfram:Viðar vill fara í blóðugan niðurskurð í velferðarkerfinu og byrja á Vogi, því aumingjaræktun er eitur í beinum hans.„Við þurfum að byrja á því að taka á velferðarkerfinu. Skera það niður við trog. Þá geta menn ráðið sjálfir með mismuninn. Til dæmis Vogur. Hætta að vera með aumingjaræktun í Reykjavík. Líka þeir sem eru að borða of mikið, sinna engu og eru algerlega ábyrgðarlausir í því hvernig hegðun þeirra er.Eru þá einhverjir sem fylgjast með þessum feitu? Einhver fitulögga sem fer á milli með fitumæla? „Nei, bara láta fólk borga sjálft. Heldurðu að það yrði ekki mikill niðurskurður ef við bara hættum að skattleggja. Hættum með tekjuskatt?“Hvað spararðu mikið með því að leggja niður Vog? „Ég er ekki bara að tala um Vog. Ég er að tala um miklu meira.“3. heims fólk sækir í heilbrigðiskerfið okkar Og Viðar heldur áfram: „Ég er að tala um að skera niður þetta velferðarkerfi því þetta er svo mikið aðdráttarafl fyrir 3. heims fólk.“Jaaaaá... það er nú. „Þetta er algjört segulstál og mun hrynja. Alveg eins gott að hætta með það strax.“Jájá, velferðarkerfið er fyrir Íslendinga en ekki 3. heiminn. Þú veist það? „Það lítur ekki út fyrir það.“Nei, ekki eftir að ríkisstjórnin samþykkti þessi lög um málefni útlendinga með hjálp stjórnarandstöðunnar. Það er rétt. „Þá getum við alveg eins farið í að hætta með skattana. Hafa þetta svolítið eins og í frumskóginum, að þeir sterku lifa af. Það er bara alveg á hreinu. Og þeir sem eru með miklar og góðar hugmyndir fái að njóta þess. Og séu ekki alltaf að borga undir einhverja aðra sem ekki nenna að vinna.“Jafnaðarmenn eru tilberarPétur spyr Viðar hvað eigi að gera þegar hinir sem betur standa þurfa hjálp. Og þeir hafi nú fengið hjálp í gegnum tíðina með því að gefa þeim ríkiseigur. Viðar gefur ekki mikið fyrir það. „Þú manst nú eftir Bæjarútgerðinni sem alltaf var á hausnum. Gat ekki neitt. Endalausar greiðslur frá skattgreiðendum. Svo var þetta einkavætt og blómstrar og blómstrar og blómstrar. Ríkið kann ekkert að fara með peninga. Þú veist það alveg eins og ég. Jafnaðarmenn, þetta eru eins og blóðsugur. Tilberar sem heimta alltaf pening frá einhverjum öðrum.“
Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Viðar Guðjohnsen vill einnig í slaginn Bætist í hóp þeirra sem vilja leiða Sjálfstæðismenn í Reykjavík. 10. janúar 2018 15:22 Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Frambjóðendur um leiðtogasæti bjartsýnir á gengi Sjálfstæðisflokksins Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. 10. janúar 2018 20:23 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Viðar Guðjohnsen vill einnig í slaginn Bætist í hóp þeirra sem vilja leiða Sjálfstæðismenn í Reykjavík. 10. janúar 2018 15:22
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Frambjóðendur um leiðtogasæti bjartsýnir á gengi Sjálfstæðisflokksins Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. 10. janúar 2018 20:23