Trúa ekki á guð en vilja samt fermast öll saman Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2018 07:00 Embla Einarsdóttir ákvað að fermast borgaralega með vinum sínum. mynd/anton brink „Það trúir bara eiginlega enginn á guð, og okkur fannst gaman að prófa þetta og gera það saman, því við erum öll vinir sem erum í þessu,“ segir Embla Einarsdóttir fermingarbarn. Embla segir stóran hluta skólasystkina sinna vilja fermast borgaralega. Hún segir krakkana hafa rætt það þó nokkuð hvers vegna þau völdu að fermast borgaralega, en ekki í kirkju. „Mig langaði ekki að sleppa því að ferma mig, en mig langaði ekki að gera það kristilega. Ég trúi ekki beinlínis á guð, ég trúi á minn eigin guð, og ég er líka svolítið fyrir pakka,“ segir Embla. Hún skoðaði hvernig borgaraleg ferming fer fram og ákvað sig að því loknu. „Mér fannst það mjög spennandi. Fræðslan þar er eitthvað sem mér fannst geta nýst mér í framtíðinni. Hitt er bara að læra um guð og Jesú. Ég var ekki beint alin upp við að trúa á guð, en ég held að föðurfjölskyldan trúi á guð.“ Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar.vísit/stefánHún segir fjölskylduna vera byrjaða að undirbúa veisluna og er nú þegar búin að hugsa um hvað fólk geti gefið henni í fermingargjöf. „Mig langar mikið að fara til útlanda, eða fá sjónvarp.“ Embla segir að sig gruni að hún fari að heimsækja frænda sinn í New York, en sig langi einnig að fara til Danmerkur. „Besta vinkona mín býr þar. Mér finnst mjög gaman að vera þar. En mig hefur alltaf langað líka að prófa að fara út fyrir Evrópu og sjá hvernig það er þar. “ Í ár eru 462 börn skráð í fermingarfræðslu hjá Siðmennt. Talsverð fjölgun er frá því í fyrra, en þá fermdust 376 börn borgaralega. Fjölgunin er því 23 prósent. Frá því að Siðmennt hóf að bjóða upp á borgaralega fermingu á Íslandi árið 1989 hafa tæplega 3.400 einstaklingar fermst þar. Talsverð fjölgun hefur verið utan höfuðborgarsvæðisins síðustu ár, sérstaklega á Norðurlandi, í Reykjanesbæ og á Selfossi. Í fermingarfræðslu Siðmenntar er lögð áhersla á umburðarlyndi, gagnrýna hugsun, siðfræði, mannleg samskipti og ábyrgð einstaklingsins í nútímaþjóðfélagi. „Fermingarfræðslan hófst núna á mánudaginn og stendur í ellefu vikur á höfuðborgarsvæðinu. Svo eru helgarnámskeið utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Í ár verða fjórtán athafnir um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu verða sjö athafnir í Reykjavík, Kópavogi og í Garðabæ í fyrsta skipti. Á Norðurlandi verða athafnir bæði á Akureyri og Húsavík. Í fyrsta skipti verður haldin sérstök athöfn á Ísafirði. Að auki verða athafnir á Egilsstöðum, Selfossi og í Reykjanesbæ. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Það trúir bara eiginlega enginn á guð, og okkur fannst gaman að prófa þetta og gera það saman, því við erum öll vinir sem erum í þessu,“ segir Embla Einarsdóttir fermingarbarn. Embla segir stóran hluta skólasystkina sinna vilja fermast borgaralega. Hún segir krakkana hafa rætt það þó nokkuð hvers vegna þau völdu að fermast borgaralega, en ekki í kirkju. „Mig langaði ekki að sleppa því að ferma mig, en mig langaði ekki að gera það kristilega. Ég trúi ekki beinlínis á guð, ég trúi á minn eigin guð, og ég er líka svolítið fyrir pakka,“ segir Embla. Hún skoðaði hvernig borgaraleg ferming fer fram og ákvað sig að því loknu. „Mér fannst það mjög spennandi. Fræðslan þar er eitthvað sem mér fannst geta nýst mér í framtíðinni. Hitt er bara að læra um guð og Jesú. Ég var ekki beint alin upp við að trúa á guð, en ég held að föðurfjölskyldan trúi á guð.“ Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar.vísit/stefánHún segir fjölskylduna vera byrjaða að undirbúa veisluna og er nú þegar búin að hugsa um hvað fólk geti gefið henni í fermingargjöf. „Mig langar mikið að fara til útlanda, eða fá sjónvarp.“ Embla segir að sig gruni að hún fari að heimsækja frænda sinn í New York, en sig langi einnig að fara til Danmerkur. „Besta vinkona mín býr þar. Mér finnst mjög gaman að vera þar. En mig hefur alltaf langað líka að prófa að fara út fyrir Evrópu og sjá hvernig það er þar. “ Í ár eru 462 börn skráð í fermingarfræðslu hjá Siðmennt. Talsverð fjölgun er frá því í fyrra, en þá fermdust 376 börn borgaralega. Fjölgunin er því 23 prósent. Frá því að Siðmennt hóf að bjóða upp á borgaralega fermingu á Íslandi árið 1989 hafa tæplega 3.400 einstaklingar fermst þar. Talsverð fjölgun hefur verið utan höfuðborgarsvæðisins síðustu ár, sérstaklega á Norðurlandi, í Reykjanesbæ og á Selfossi. Í fermingarfræðslu Siðmenntar er lögð áhersla á umburðarlyndi, gagnrýna hugsun, siðfræði, mannleg samskipti og ábyrgð einstaklingsins í nútímaþjóðfélagi. „Fermingarfræðslan hófst núna á mánudaginn og stendur í ellefu vikur á höfuðborgarsvæðinu. Svo eru helgarnámskeið utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Í ár verða fjórtán athafnir um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu verða sjö athafnir í Reykjavík, Kópavogi og í Garðabæ í fyrsta skipti. Á Norðurlandi verða athafnir bæði á Akureyri og Húsavík. Í fyrsta skipti verður haldin sérstök athöfn á Ísafirði. Að auki verða athafnir á Egilsstöðum, Selfossi og í Reykjanesbæ.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent