Opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum lausn á vanda foreldra Baldur Guðmundsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Skúli Helgason segir að vel hafi gengið að bæta úr manneklu á leikskólum eða rót vandans. vísir/anton brink Stofnun ungbarnadeilda á leikskólum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar og fjölgun dagforeldra eru lykilatriði þegar kemur að lausn þess vanda sem að foreldrum ungra barna steðjar. Þetta er mat Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs. Reykvíkingurinn Rebekka Júlía Magnúsdóttir sagði í Fréttablaðinu í gær frá glímu sinni við að finna dagforeldri fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir að hafa leitað á öllu höfuðborgarsvæðinu frá því á meðgöngunni hefur Rebekku ekkert orðið ágengt. Alls staðar sé fullt og fæðingarorlofið sé að klárast. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum,“ sagði Rebekka við Fréttablaðið. Rebekka er ekki ein í þessum sporum. Facebook-hópur foreldra sem ekki fá pláss hjá dagforeldrum var stofnaður í vikunni. Á fyrsta degi höfðu yfir 300 manns skráð sig í hópinn. Skúli segir vandamálið ekki síst stafa af manneklu haustsins í leikskólum borgarinnar. Þar hafi mikið áunnist. Í ágúst hafi 130 starfsmenn vantað inn í leikskólana, sem tafið hafi fyrir inntöku yngstu barnanna. Samkvæmt nýjustu tölum vanti 46 starfsmenn á 62 leikskóla borgarinnar, eða innan við eitt stöðugildi á hvern að meðaltali. Nú séu fjórir af hverjum fimm leikskólum borgarinnar fullmannaðir, innan við tvo starfsmenn vanti. Á miðvikudaginn var settur á fót sérstakur starfshópur um dagforeldrakerfið. „Hann á að fara heildstætt yfir þessa þjónustu,“ segir Skúli sem bendir á að dagforeldrar séu ekki á vegum borgarinnar. Hann segir að markmiðið sé að auka gæði og öryggi í þessari þjónustu til framtíðar. Það sé ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið að ein manneskja annist fjögur til fimm börn á heimili sínu, til dæmis ef slys eða óhapp ber að höndum. Skúli segir unnið að því markmiði borgarinnar að öllum 18 mánaða börnum standi pláss á leikskóla til boða en stefnt sé að því að lækka þann aldur enn frekar þegar fram í sækir. Annar starfshópur, Brúum bilið, hópur sem Skúli stýrir, vinnur að því að kortleggja til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná þessum markmiðum. Ljóst sé að meðal annars þurfi að byggja nýja leikskóla. Liður í þessu verkefni sé að taka í notkun ungbarnadeildir á leikskólum í öllum hverfum borgarinnar. Sjö nýjar deildir hafi verið opnaðar í haust. Skúli segir að markmiðið sé að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en tekur fram að hann vilji að foreldrum standi áfram til boða að vista börnin sín hjá dagforeldrum. Stefnt er að því að hópurinn skili af sér tillögum um nýjar ungbarnadeildir á allra næstu vikum og lokaskýrslu í mars. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stofnun ungbarnadeilda á leikskólum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar og fjölgun dagforeldra eru lykilatriði þegar kemur að lausn þess vanda sem að foreldrum ungra barna steðjar. Þetta er mat Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs. Reykvíkingurinn Rebekka Júlía Magnúsdóttir sagði í Fréttablaðinu í gær frá glímu sinni við að finna dagforeldri fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir að hafa leitað á öllu höfuðborgarsvæðinu frá því á meðgöngunni hefur Rebekku ekkert orðið ágengt. Alls staðar sé fullt og fæðingarorlofið sé að klárast. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum,“ sagði Rebekka við Fréttablaðið. Rebekka er ekki ein í þessum sporum. Facebook-hópur foreldra sem ekki fá pláss hjá dagforeldrum var stofnaður í vikunni. Á fyrsta degi höfðu yfir 300 manns skráð sig í hópinn. Skúli segir vandamálið ekki síst stafa af manneklu haustsins í leikskólum borgarinnar. Þar hafi mikið áunnist. Í ágúst hafi 130 starfsmenn vantað inn í leikskólana, sem tafið hafi fyrir inntöku yngstu barnanna. Samkvæmt nýjustu tölum vanti 46 starfsmenn á 62 leikskóla borgarinnar, eða innan við eitt stöðugildi á hvern að meðaltali. Nú séu fjórir af hverjum fimm leikskólum borgarinnar fullmannaðir, innan við tvo starfsmenn vanti. Á miðvikudaginn var settur á fót sérstakur starfshópur um dagforeldrakerfið. „Hann á að fara heildstætt yfir þessa þjónustu,“ segir Skúli sem bendir á að dagforeldrar séu ekki á vegum borgarinnar. Hann segir að markmiðið sé að auka gæði og öryggi í þessari þjónustu til framtíðar. Það sé ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið að ein manneskja annist fjögur til fimm börn á heimili sínu, til dæmis ef slys eða óhapp ber að höndum. Skúli segir unnið að því markmiði borgarinnar að öllum 18 mánaða börnum standi pláss á leikskóla til boða en stefnt sé að því að lækka þann aldur enn frekar þegar fram í sækir. Annar starfshópur, Brúum bilið, hópur sem Skúli stýrir, vinnur að því að kortleggja til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná þessum markmiðum. Ljóst sé að meðal annars þurfi að byggja nýja leikskóla. Liður í þessu verkefni sé að taka í notkun ungbarnadeildir á leikskólum í öllum hverfum borgarinnar. Sjö nýjar deildir hafi verið opnaðar í haust. Skúli segir að markmiðið sé að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en tekur fram að hann vilji að foreldrum standi áfram til boða að vista börnin sín hjá dagforeldrum. Stefnt er að því að hópurinn skili af sér tillögum um nýjar ungbarnadeildir á allra næstu vikum og lokaskýrslu í mars.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira