Tekst Patriots að klára skylduverkið? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2018 20:12 Tom Brady og Rob Gronkowski hafa verið í miklum ham fyrir Patriots. Vísir/Getty Úrslitakeppni NFL-deildarinnar er kominn í fullan gang en um helgina mun ráðast hvaða fjögur lið keppa til úrslita í deildunum tveimur innan NFL, Ameríkudeildarinnar og Þjóðardeildarinnar. Átta lið standa eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl sem fer fram í Minnesota þann 4. febrúar næstkomandi. Eitt þeirra lið er Minnesota Vikings sem er að keppast að því að verða fyrsta liðið sem spilar í Super Bowl á heimavelli. Víkingarnir mæta sterku liði New Orleans Saints annað kvöld en í kvöld fara fram tveir hörkuleikir. Öll úrslitakeppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nick Foles.Fyrri viðureign kvöldsins er á milli Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons. Síðarnefnda liðið komst í Super Bowl í fyrra og var með unnin leik í höndunum gegn Patriots. En Tom Brady og félagar náðu ótrúlegri endurkomu og unnu að lokum í framlengingu. Atlanta hefur verið í sárum síðan en spilaði nógu vel til að komast í úrslitakeppnina. Um síðustu helgi vann liðið svo heldur óvæntan sigur á sjóðheitu liði LA Rams og hefur það gefið vonir um áframhaldandi gott gengi í úrslitakeppninni. Möguleikar Falcons eru talsverðir í kvöld, ekki síst þar sem að Ernirnir frá Philadelphia misstu leikstjórnandann Carson Wentz þegar hann sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Varamaður hans, Nick Foles, hefur ekki þótt spila vel í hans stað og þarf að gera talsvert betur í kvöld ætli Philadelphia - sem tapaði aðeins þremur leikjum allt tímabilið - að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.40 en næturleikurinn verður viðureign áðurnefndra meistara í New England Patriots og Tennessee Titans.Tom Brady.Vísir/GettyFlestir reikna með öruggum sigri Patriots enda með bæði sigursælasta leikstjórannda (Tom Brady) og þjálfara (Bill Belichick) NFL-sögunnar í sínu liði. Titans er að sama skapi eitt versta liðið sem kemst í úrslitakeppnina í fjölda ára. Titans náði þó að vinna Kansas City Chiefs um síðustu helgi þrátt fyrir að lenda 21-3 undir. Það mun mæða mikið á leikstjórnandanum Marcus Mariota og hlauparanum Derrick Henry í kvöld, enda er vörn Patriots líklega veiki hlekkur liðsins. Það eina sem skyggir á Patriots þessa dagana er umdeild frétt ESPN sem fullyrðir að það hrikti í stoðum félagsins, ekki síst samstarfi þeirra Brady, Belichick og eigandans Robert Kraft. Allir hafa þó þvertekið fyrir innihald fréttarinnar og segja samstarf þeirra gott sem endranær. Bæði Patriots og Eagles sátu hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og mæta því úthvíld til leiks í kvöld. NFL Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar er kominn í fullan gang en um helgina mun ráðast hvaða fjögur lið keppa til úrslita í deildunum tveimur innan NFL, Ameríkudeildarinnar og Þjóðardeildarinnar. Átta lið standa eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl sem fer fram í Minnesota þann 4. febrúar næstkomandi. Eitt þeirra lið er Minnesota Vikings sem er að keppast að því að verða fyrsta liðið sem spilar í Super Bowl á heimavelli. Víkingarnir mæta sterku liði New Orleans Saints annað kvöld en í kvöld fara fram tveir hörkuleikir. Öll úrslitakeppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nick Foles.Fyrri viðureign kvöldsins er á milli Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons. Síðarnefnda liðið komst í Super Bowl í fyrra og var með unnin leik í höndunum gegn Patriots. En Tom Brady og félagar náðu ótrúlegri endurkomu og unnu að lokum í framlengingu. Atlanta hefur verið í sárum síðan en spilaði nógu vel til að komast í úrslitakeppnina. Um síðustu helgi vann liðið svo heldur óvæntan sigur á sjóðheitu liði LA Rams og hefur það gefið vonir um áframhaldandi gott gengi í úrslitakeppninni. Möguleikar Falcons eru talsverðir í kvöld, ekki síst þar sem að Ernirnir frá Philadelphia misstu leikstjórnandann Carson Wentz þegar hann sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Varamaður hans, Nick Foles, hefur ekki þótt spila vel í hans stað og þarf að gera talsvert betur í kvöld ætli Philadelphia - sem tapaði aðeins þremur leikjum allt tímabilið - að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.40 en næturleikurinn verður viðureign áðurnefndra meistara í New England Patriots og Tennessee Titans.Tom Brady.Vísir/GettyFlestir reikna með öruggum sigri Patriots enda með bæði sigursælasta leikstjórannda (Tom Brady) og þjálfara (Bill Belichick) NFL-sögunnar í sínu liði. Titans er að sama skapi eitt versta liðið sem kemst í úrslitakeppnina í fjölda ára. Titans náði þó að vinna Kansas City Chiefs um síðustu helgi þrátt fyrir að lenda 21-3 undir. Það mun mæða mikið á leikstjórnandanum Marcus Mariota og hlauparanum Derrick Henry í kvöld, enda er vörn Patriots líklega veiki hlekkur liðsins. Það eina sem skyggir á Patriots þessa dagana er umdeild frétt ESPN sem fullyrðir að það hrikti í stoðum félagsins, ekki síst samstarfi þeirra Brady, Belichick og eigandans Robert Kraft. Allir hafa þó þvertekið fyrir innihald fréttarinnar og segja samstarf þeirra gott sem endranær. Bæði Patriots og Eagles sátu hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og mæta því úthvíld til leiks í kvöld.
NFL Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira