Leysum leikskólavandann Eyþór Arnalds skrifar 15. janúar 2018 07:00 Börn hafa ítrekað verið send heim af leikskólum Reykjavíkur vegna manneklu að undanförnu. Aðlögun barna hefur verið skert og deildir hafa lokað. Aðeins helmingur leikskóla í Reykjavík eru fullmannaðir. Enn vantar 46 stöðugildi og hundruð leikskólabarna hafa þurft að vera heima vegna þessa ástands. Þá er skortur á dagforeldrum sömuleiðis mikill í Reykjavík og margir foreldrar flytja yfir í önnur sveitarfélög vegna þessa. Vandinn er því bæði raunverulegur og mikill. Þetta þarf að leysa. Reykvískir foreldrar gera þá eðlilegu kröfu til Reykjavíkurborgar að þeim standi leikskólapláss til boða fyrir börn sín. Þeir eiga ekki að búa við það óöryggi að þurfa að fara úr vinnu fyrirvaralaust vegna undirmönnunar í leikskólunum. Reykjavíkurborg hefur hins vegar aldrei haft eins miklar tekjur og nú. Mesta tekjugóðæri Íslandssögunnar stendur yfir og hefur Reykjavík því notið stóraukinna tekna bæði af útsvari, ferðamönnum og hækkandi fasteignasköttum. Stjórnkerfi Reykjavíkur hefur stækkað mikið samhliða þessu og er orðið bæði dýrt og óskilvirkt. Það þarf að hagræða í yfirbyggingu stjórnkerfis borgarinnar og fjármagna þannig lausn leikskólavandans. Fordæmi eru fyrir því að skera niður í stjórnkerfinu og skila þeim ávinningi til íbúanna. Þegar ég var oddviti í Árborg var stjórnunarkostnaður skorinn verulega niður og þjónusta við íbúana aukin meðal annars með opnun leikskólarýma sem á fyrra kjörtímabili hafði verið lokað í sparnaðarskyni. Það er því hægt að leysa leikskólavandann án þess að skuldsetja borgina meira en orðið er. Ég ætla að taka til á kostnaðarhliðinni þar sem bruðl og óþarfa yfirbygging er fyrir hendi – og skila ávinningnum til íbúanna með betri þjónustu.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Börn hafa ítrekað verið send heim af leikskólum Reykjavíkur vegna manneklu að undanförnu. Aðlögun barna hefur verið skert og deildir hafa lokað. Aðeins helmingur leikskóla í Reykjavík eru fullmannaðir. Enn vantar 46 stöðugildi og hundruð leikskólabarna hafa þurft að vera heima vegna þessa ástands. Þá er skortur á dagforeldrum sömuleiðis mikill í Reykjavík og margir foreldrar flytja yfir í önnur sveitarfélög vegna þessa. Vandinn er því bæði raunverulegur og mikill. Þetta þarf að leysa. Reykvískir foreldrar gera þá eðlilegu kröfu til Reykjavíkurborgar að þeim standi leikskólapláss til boða fyrir börn sín. Þeir eiga ekki að búa við það óöryggi að þurfa að fara úr vinnu fyrirvaralaust vegna undirmönnunar í leikskólunum. Reykjavíkurborg hefur hins vegar aldrei haft eins miklar tekjur og nú. Mesta tekjugóðæri Íslandssögunnar stendur yfir og hefur Reykjavík því notið stóraukinna tekna bæði af útsvari, ferðamönnum og hækkandi fasteignasköttum. Stjórnkerfi Reykjavíkur hefur stækkað mikið samhliða þessu og er orðið bæði dýrt og óskilvirkt. Það þarf að hagræða í yfirbyggingu stjórnkerfis borgarinnar og fjármagna þannig lausn leikskólavandans. Fordæmi eru fyrir því að skera niður í stjórnkerfinu og skila þeim ávinningi til íbúanna. Þegar ég var oddviti í Árborg var stjórnunarkostnaður skorinn verulega niður og þjónusta við íbúana aukin meðal annars með opnun leikskólarýma sem á fyrra kjörtímabili hafði verið lokað í sparnaðarskyni. Það er því hægt að leysa leikskólavandann án þess að skuldsetja borgina meira en orðið er. Ég ætla að taka til á kostnaðarhliðinni þar sem bruðl og óþarfa yfirbygging er fyrir hendi – og skila ávinningnum til íbúanna með betri þjónustu.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar