Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Baldur Guðmundsson skrifar 16. janúar 2018 06:00 Köllunarklettsvegur 4. Fréttablaðið/Vilhelm Ef eigandi iðnaðarhúsnæðis við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík verður ekki búinn að rýma eignina um mánaðamótin verður húsnæðinu lokað. Samkvæmt slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu en því vísar eigandi hússins á bug. Yfirmaður forvarna hjá slökkviliðinu telur að búseta í ósamþykktu leiguhúsnæði hafi færst í aukana. Í lok nóvember 2016 mætti lögregla og slökkvilið á vettvang til að innsigla húsið, vegna skorts á brunavörnum. Til þess kom ekki því á síðasta degi var húsið tæmt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Að sögn hefur eigandi hússins, Sverrir Einar Eiríksson, ekki gert úrbætur á því. Í húsinu skortir brunahólf og flóttaleiðir auk þess sem það sé að hluta byggt úr timbri. Samkvæmt heimildum hafði Sverrir í hótunum við slökkviliðsmann á fyrri stigum málsins. „Það er ekkert sem við viljum hafa að aðalatriði í málinu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um málið en Sverrir mun hafa hótað manninum og fjölskyldu hans með óbeinum hætti árið 2016. Sverrir hafnar þeim ásökunum alfarið í samtali við Fréttablaðið. Hann hafi „aldrei nokkurn tímann“ hótað slökkviliðsmanni vegna málsins. Jón Viðar segir að ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast. „Við erum að lenda í þessu í öðrum verkefnum þegar við sinnum fólki við erfiðar aðstæður. Fólki er stundum ekki alveg sjálfrátt,“ segir hann. Stundum séu hlutir sagðir í hita leiksins. Hann telur að það hafi átt við í þessu tilfelli. Aðspurður segir hann að málið hafi ekki verið tilkynnt til lögreglu. Engin dæmi séu um slík tilfelli. Jón Viðar segir að slökkviliðinu sé ekki kunnugt um að úrbætur hafi verið gerðar á eldvörnum frá því að loka átti húsinu fyrir rösku ári en komið hafi á daginn að leigustarfsemi hafi verið hafin aftur í húsinu. Sverrir segir að hann hafi sýnt yfirmanni hjá slökkviliði tómt húsið í aðdraganda aðgerðanna 2016. Hann hafi svo ekkert heyrt fyrr en lögregla og slökkvilið hafi brotist inn í húsið til að loka því. Hann hafi ekkert heyrt í slökkviliðinu síðan og undrast það. Húsið er leigt út til leigutaka sem Sverrir vill ekki upplýsa hver er. „Það er hugsað undir skrifstofur og vinnuaðstöðu fyrir listamenn.“ Hann fullyrðir að ef einhver búi í húsinu sé það þvert gegn hans vilja. Hann geti nánast fullyrt að á Köllunarklettsvegi 4 búi enginn. „Þá væri verið að fara gegn mínum fyrirmælum. Ég tæki það mjög nærri mér,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ef eigandi iðnaðarhúsnæðis við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík verður ekki búinn að rýma eignina um mánaðamótin verður húsnæðinu lokað. Samkvæmt slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu en því vísar eigandi hússins á bug. Yfirmaður forvarna hjá slökkviliðinu telur að búseta í ósamþykktu leiguhúsnæði hafi færst í aukana. Í lok nóvember 2016 mætti lögregla og slökkvilið á vettvang til að innsigla húsið, vegna skorts á brunavörnum. Til þess kom ekki því á síðasta degi var húsið tæmt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Að sögn hefur eigandi hússins, Sverrir Einar Eiríksson, ekki gert úrbætur á því. Í húsinu skortir brunahólf og flóttaleiðir auk þess sem það sé að hluta byggt úr timbri. Samkvæmt heimildum hafði Sverrir í hótunum við slökkviliðsmann á fyrri stigum málsins. „Það er ekkert sem við viljum hafa að aðalatriði í málinu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um málið en Sverrir mun hafa hótað manninum og fjölskyldu hans með óbeinum hætti árið 2016. Sverrir hafnar þeim ásökunum alfarið í samtali við Fréttablaðið. Hann hafi „aldrei nokkurn tímann“ hótað slökkviliðsmanni vegna málsins. Jón Viðar segir að ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast. „Við erum að lenda í þessu í öðrum verkefnum þegar við sinnum fólki við erfiðar aðstæður. Fólki er stundum ekki alveg sjálfrátt,“ segir hann. Stundum séu hlutir sagðir í hita leiksins. Hann telur að það hafi átt við í þessu tilfelli. Aðspurður segir hann að málið hafi ekki verið tilkynnt til lögreglu. Engin dæmi séu um slík tilfelli. Jón Viðar segir að slökkviliðinu sé ekki kunnugt um að úrbætur hafi verið gerðar á eldvörnum frá því að loka átti húsinu fyrir rösku ári en komið hafi á daginn að leigustarfsemi hafi verið hafin aftur í húsinu. Sverrir segir að hann hafi sýnt yfirmanni hjá slökkviliði tómt húsið í aðdraganda aðgerðanna 2016. Hann hafi svo ekkert heyrt fyrr en lögregla og slökkvilið hafi brotist inn í húsið til að loka því. Hann hafi ekkert heyrt í slökkviliðinu síðan og undrast það. Húsið er leigt út til leigutaka sem Sverrir vill ekki upplýsa hver er. „Það er hugsað undir skrifstofur og vinnuaðstöðu fyrir listamenn.“ Hann fullyrðir að ef einhver búi í húsinu sé það þvert gegn hans vilja. Hann geti nánast fullyrt að á Köllunarklettsvegi 4 búi enginn. „Þá væri verið að fara gegn mínum fyrirmælum. Ég tæki það mjög nærri mér,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira