Fara í samkeppni við Eldum rétt með samstarfi við íþróttafélögin Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. janúar 2018 14:26 Það á að hafa gaman í eldhúsinu að mati Jóns Arnars. mynd/einn, tveir og elda „Það á að hafa gaman í eldhúsinu,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Einn, tveir og elda sem er nýtt fyrirtæki á hinum svokallaða máltíðamarkaði. Vefsíða fyrirtækisins er komin í loftið og nú geta þeir sem leiðigjarnt þykir að fara út í verslun að vinnudegi loknum, eða einfaldlega skortir hugmyndaflugið í eldamennskunni, skráð sig og fengið senda heim eða sótt pakka með hráefnum til eldunar. Í boði verða þrjár tegundir af pökkum – klassíski pakkinn, heilsupakkinn og gestapakkinn. Samtals eru uppskriftirnar ellefu í hverri viku og breytist úrvalið á milli vikna. Jón Arnar segir fyrirtækið hafa fengið til liðs við sig þaulreynda matgæðinga úr þjóðfélaginu og munu uppskriftir frá þeim birtast í hverri viku. Í fyrstu vikunni býðst viðskiptavinum að elda eftir uppskriftum Gunnars Más Kamban og Jóa Fel. Einn, tveir og elda mun þá leggja ríka áherslu á notkun íslenskra hráefna í eldamennskunni að sögn Jóns Arnars. „Við munum reyna að nota það sem er best hverju sinni. Þá munum við eingöngu bjóða viðskiptavinum upp á íslenskt kjöt en einnig verður reynt eftir fremsta megni að notast við íslenskt grænmeti og fisk.“Fara í samstarf með íþróttafélögunumHann segir fyrirtækið hafa viljað geta boðið upp á fleiri en einn afhendingarstað svo viðskiptavinir þyrftu ekki allir að sækja pöntun sína á sama staðinn. Þannig hafi sú hugmynd komið upp snemma í undirbúningsferlinu að fara í samstarf með íþróttafélögum í hverju hverfi fyrir sig. „Við erum nú þegar í samstarfi með HK, Aftureldingu og KR. Við erum einnig að bæta við nýjum félögum koll af kolli og er stefnt að því að þau verði átta til tíu talsins þegar fram líða stundir“. Þá muni hvert og eitt félag fá 5 prósent hlut af hverri vöru sem afhent er. Þó verður einnig hægt að fá vöruna senda upp að dyrum gegn gjaldi. Einn, tveir og elda er annað fyrirtækið inn á máltíðamarkaðinn en fyrir er Eldum rétt sem stofnað var árið 2014. Það er því óhætt að gera ráð fyrir því að samkeppni muni ríkja þeirra á milli á markaði sem stækkað hefur gífurlega undanfarin ár. Að sögn Jóns Arnars eru sífellt fleiri sem grípa með sér kassa með hráefnum og elda heima til þess að sleppa við að þurfa að fara út í verslun að vinnudegi loknum. Matur Neytendur Tengdar fréttir Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30 Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Ræða samruna Honda og Nissan Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Sjá meira
„Það á að hafa gaman í eldhúsinu,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Einn, tveir og elda sem er nýtt fyrirtæki á hinum svokallaða máltíðamarkaði. Vefsíða fyrirtækisins er komin í loftið og nú geta þeir sem leiðigjarnt þykir að fara út í verslun að vinnudegi loknum, eða einfaldlega skortir hugmyndaflugið í eldamennskunni, skráð sig og fengið senda heim eða sótt pakka með hráefnum til eldunar. Í boði verða þrjár tegundir af pökkum – klassíski pakkinn, heilsupakkinn og gestapakkinn. Samtals eru uppskriftirnar ellefu í hverri viku og breytist úrvalið á milli vikna. Jón Arnar segir fyrirtækið hafa fengið til liðs við sig þaulreynda matgæðinga úr þjóðfélaginu og munu uppskriftir frá þeim birtast í hverri viku. Í fyrstu vikunni býðst viðskiptavinum að elda eftir uppskriftum Gunnars Más Kamban og Jóa Fel. Einn, tveir og elda mun þá leggja ríka áherslu á notkun íslenskra hráefna í eldamennskunni að sögn Jóns Arnars. „Við munum reyna að nota það sem er best hverju sinni. Þá munum við eingöngu bjóða viðskiptavinum upp á íslenskt kjöt en einnig verður reynt eftir fremsta megni að notast við íslenskt grænmeti og fisk.“Fara í samstarf með íþróttafélögunumHann segir fyrirtækið hafa viljað geta boðið upp á fleiri en einn afhendingarstað svo viðskiptavinir þyrftu ekki allir að sækja pöntun sína á sama staðinn. Þannig hafi sú hugmynd komið upp snemma í undirbúningsferlinu að fara í samstarf með íþróttafélögum í hverju hverfi fyrir sig. „Við erum nú þegar í samstarfi með HK, Aftureldingu og KR. Við erum einnig að bæta við nýjum félögum koll af kolli og er stefnt að því að þau verði átta til tíu talsins þegar fram líða stundir“. Þá muni hvert og eitt félag fá 5 prósent hlut af hverri vöru sem afhent er. Þó verður einnig hægt að fá vöruna senda upp að dyrum gegn gjaldi. Einn, tveir og elda er annað fyrirtækið inn á máltíðamarkaðinn en fyrir er Eldum rétt sem stofnað var árið 2014. Það er því óhætt að gera ráð fyrir því að samkeppni muni ríkja þeirra á milli á markaði sem stækkað hefur gífurlega undanfarin ár. Að sögn Jóns Arnars eru sífellt fleiri sem grípa með sér kassa með hráefnum og elda heima til þess að sleppa við að þurfa að fara út í verslun að vinnudegi loknum.
Matur Neytendur Tengdar fréttir Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30 Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Ræða samruna Honda og Nissan Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Sjá meira
Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30
Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49