Fara í samkeppni við Eldum rétt með samstarfi við íþróttafélögin Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. janúar 2018 14:26 Það á að hafa gaman í eldhúsinu að mati Jóns Arnars. mynd/einn, tveir og elda „Það á að hafa gaman í eldhúsinu,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Einn, tveir og elda sem er nýtt fyrirtæki á hinum svokallaða máltíðamarkaði. Vefsíða fyrirtækisins er komin í loftið og nú geta þeir sem leiðigjarnt þykir að fara út í verslun að vinnudegi loknum, eða einfaldlega skortir hugmyndaflugið í eldamennskunni, skráð sig og fengið senda heim eða sótt pakka með hráefnum til eldunar. Í boði verða þrjár tegundir af pökkum – klassíski pakkinn, heilsupakkinn og gestapakkinn. Samtals eru uppskriftirnar ellefu í hverri viku og breytist úrvalið á milli vikna. Jón Arnar segir fyrirtækið hafa fengið til liðs við sig þaulreynda matgæðinga úr þjóðfélaginu og munu uppskriftir frá þeim birtast í hverri viku. Í fyrstu vikunni býðst viðskiptavinum að elda eftir uppskriftum Gunnars Más Kamban og Jóa Fel. Einn, tveir og elda mun þá leggja ríka áherslu á notkun íslenskra hráefna í eldamennskunni að sögn Jóns Arnars. „Við munum reyna að nota það sem er best hverju sinni. Þá munum við eingöngu bjóða viðskiptavinum upp á íslenskt kjöt en einnig verður reynt eftir fremsta megni að notast við íslenskt grænmeti og fisk.“Fara í samstarf með íþróttafélögunumHann segir fyrirtækið hafa viljað geta boðið upp á fleiri en einn afhendingarstað svo viðskiptavinir þyrftu ekki allir að sækja pöntun sína á sama staðinn. Þannig hafi sú hugmynd komið upp snemma í undirbúningsferlinu að fara í samstarf með íþróttafélögum í hverju hverfi fyrir sig. „Við erum nú þegar í samstarfi með HK, Aftureldingu og KR. Við erum einnig að bæta við nýjum félögum koll af kolli og er stefnt að því að þau verði átta til tíu talsins þegar fram líða stundir“. Þá muni hvert og eitt félag fá 5 prósent hlut af hverri vöru sem afhent er. Þó verður einnig hægt að fá vöruna senda upp að dyrum gegn gjaldi. Einn, tveir og elda er annað fyrirtækið inn á máltíðamarkaðinn en fyrir er Eldum rétt sem stofnað var árið 2014. Það er því óhætt að gera ráð fyrir því að samkeppni muni ríkja þeirra á milli á markaði sem stækkað hefur gífurlega undanfarin ár. Að sögn Jóns Arnars eru sífellt fleiri sem grípa með sér kassa með hráefnum og elda heima til þess að sleppa við að þurfa að fara út í verslun að vinnudegi loknum. Matur Neytendur Tengdar fréttir Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30 Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
„Það á að hafa gaman í eldhúsinu,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Einn, tveir og elda sem er nýtt fyrirtæki á hinum svokallaða máltíðamarkaði. Vefsíða fyrirtækisins er komin í loftið og nú geta þeir sem leiðigjarnt þykir að fara út í verslun að vinnudegi loknum, eða einfaldlega skortir hugmyndaflugið í eldamennskunni, skráð sig og fengið senda heim eða sótt pakka með hráefnum til eldunar. Í boði verða þrjár tegundir af pökkum – klassíski pakkinn, heilsupakkinn og gestapakkinn. Samtals eru uppskriftirnar ellefu í hverri viku og breytist úrvalið á milli vikna. Jón Arnar segir fyrirtækið hafa fengið til liðs við sig þaulreynda matgæðinga úr þjóðfélaginu og munu uppskriftir frá þeim birtast í hverri viku. Í fyrstu vikunni býðst viðskiptavinum að elda eftir uppskriftum Gunnars Más Kamban og Jóa Fel. Einn, tveir og elda mun þá leggja ríka áherslu á notkun íslenskra hráefna í eldamennskunni að sögn Jóns Arnars. „Við munum reyna að nota það sem er best hverju sinni. Þá munum við eingöngu bjóða viðskiptavinum upp á íslenskt kjöt en einnig verður reynt eftir fremsta megni að notast við íslenskt grænmeti og fisk.“Fara í samstarf með íþróttafélögunumHann segir fyrirtækið hafa viljað geta boðið upp á fleiri en einn afhendingarstað svo viðskiptavinir þyrftu ekki allir að sækja pöntun sína á sama staðinn. Þannig hafi sú hugmynd komið upp snemma í undirbúningsferlinu að fara í samstarf með íþróttafélögum í hverju hverfi fyrir sig. „Við erum nú þegar í samstarfi með HK, Aftureldingu og KR. Við erum einnig að bæta við nýjum félögum koll af kolli og er stefnt að því að þau verði átta til tíu talsins þegar fram líða stundir“. Þá muni hvert og eitt félag fá 5 prósent hlut af hverri vöru sem afhent er. Þó verður einnig hægt að fá vöruna senda upp að dyrum gegn gjaldi. Einn, tveir og elda er annað fyrirtækið inn á máltíðamarkaðinn en fyrir er Eldum rétt sem stofnað var árið 2014. Það er því óhætt að gera ráð fyrir því að samkeppni muni ríkja þeirra á milli á markaði sem stækkað hefur gífurlega undanfarin ár. Að sögn Jóns Arnars eru sífellt fleiri sem grípa með sér kassa með hráefnum og elda heima til þess að sleppa við að þurfa að fara út í verslun að vinnudegi loknum.
Matur Neytendur Tengdar fréttir Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30 Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30
Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49