Er þitt fyrirtæki aðlaðandi? Ketill Berg Magnússon skrifar 17. janúar 2018 07:00 Að skapa trúverðugt fyrirtæki sem kemur fram af ábyrgð við fólk og umhverfið getur skapað samkeppnisforskot um besta starfsfólkið. Því er oft slegið fram að í mannauðnum felist mestu verðmæti fyrirtækja. Það er rétt að í flestum fyrirtækjum veltur árangurinn á þekkingu, færni og samsetningu starfsfólksins. Ein helsta martröð margra fyrirtækjaeigenda er að lykilstarfsfólkið muni einn daginn ganga út og leita á önnur mið. Svo eru til stjórnendur sem klóra sér í hausnum því þeim tekst ekki að laða að gott fólk. Fyrirtækið þeirra er einfaldlega ekki spennandi vinnustaður. Ýmislegt bendir til að starfsfólk meti fleira en launin og verkefnin þegar það velur sér vinnustað. Ungt og vel menntað fólk kemur víðsýnt út úr námi vill gjarnan leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag. Það leitar gjarnan að fyrirtækjum þar sem samhljómur er á milli þeirra gilda sem fyrirtækið stendur fyrir og sinna eigin lífsgilda. Það leitar að ábyrgum vinnuveitanda. Ef starfsmaðurinn telur verndun náttúrunnar mikilvæga þá vill hún að fyrrtækið sé með trúverðuga stefnu og aðgerðir til að starfsemi þess raski sem minnst umhverfinu. Ef starfsmanninum finnst jafnrétti kynjanna mikilvægt þá er líklegt að hann velji sér fyrirtæki sem borgar kynjunum jöfn laun og lætur kynferðislega áreitni ekki líðast á vinnustaðnum. Fyrirtæki sýna samfélagsábyrgð með því að gera það sem þau geta til að hafa jákvæð áhrif á náttúruna og fólkið sem starfsemin snertir. Ábyrgðin felst ekki í að slá upp fögrum frösum eða eingöngu gefa árlega til góðgerðamála. Samfélagsábyrgð felur í sér skipulagt mat á áhrifum fyrirtækisins á umhverfið og alla þá hópa sem verða fyrir áhrifum af starfsemi þess, þar á meðal starfsfólkið. Hluti af því felst í að uppræta valdamisnotkun og kynferðislega áreitni. Þar axla fyrirtækin ábyrgð sína með raunverulegum aðgerðum. Með því að gefa skýr skilaboð um að valdbeiting verði ekki liðin, með verkferlum og öruggum leiðum til að láta vita af misbeitingu, með umræðu og fræðslu meðal starfsfólks og með þvi að bregðast rétt við þegar starfsfólk verður fyrir misbeitingu. Að skapa vinnustað jafnréttis skilar sér í betri vinnustað og í betri afkomu fyrirtækisins því þá fá þeir hæfileikaríku að njóta sín, ekki bara þeir sem beita valdi. Með reglulegum viðhorfskönnum og samtölum reyna fyrirtæki að meta hversu ánægt starfsfólkið er og hversu líklegt er að það vilji áfram vinna hjá þeim. Það hlýtur alltaf að vera keppikefli fyrirtækja að skapa góðan vinnustað, en þegar næga vinnu er að fá, þá getur það veitt mikilvægt samkeppnisforskot að vera hafa byggt upp ábyrgan vinnustað þar sem starfsfólk treystir og langar til að starfa hjá. Á Janúarráðstefnu Festu þann 25. janúar næstkomandi verður fjallað um hvernig ábyrgð í rekstri er arðsöm. Þar mun forsvarsfólk íslenskra fyrirtækja meðal annars ræða hvernig samfélagsábyrgð fyrirtækja getur haft jákvæð áhrif á starfsfólkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Að skapa trúverðugt fyrirtæki sem kemur fram af ábyrgð við fólk og umhverfið getur skapað samkeppnisforskot um besta starfsfólkið. Því er oft slegið fram að í mannauðnum felist mestu verðmæti fyrirtækja. Það er rétt að í flestum fyrirtækjum veltur árangurinn á þekkingu, færni og samsetningu starfsfólksins. Ein helsta martröð margra fyrirtækjaeigenda er að lykilstarfsfólkið muni einn daginn ganga út og leita á önnur mið. Svo eru til stjórnendur sem klóra sér í hausnum því þeim tekst ekki að laða að gott fólk. Fyrirtækið þeirra er einfaldlega ekki spennandi vinnustaður. Ýmislegt bendir til að starfsfólk meti fleira en launin og verkefnin þegar það velur sér vinnustað. Ungt og vel menntað fólk kemur víðsýnt út úr námi vill gjarnan leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag. Það leitar gjarnan að fyrirtækjum þar sem samhljómur er á milli þeirra gilda sem fyrirtækið stendur fyrir og sinna eigin lífsgilda. Það leitar að ábyrgum vinnuveitanda. Ef starfsmaðurinn telur verndun náttúrunnar mikilvæga þá vill hún að fyrrtækið sé með trúverðuga stefnu og aðgerðir til að starfsemi þess raski sem minnst umhverfinu. Ef starfsmanninum finnst jafnrétti kynjanna mikilvægt þá er líklegt að hann velji sér fyrirtæki sem borgar kynjunum jöfn laun og lætur kynferðislega áreitni ekki líðast á vinnustaðnum. Fyrirtæki sýna samfélagsábyrgð með því að gera það sem þau geta til að hafa jákvæð áhrif á náttúruna og fólkið sem starfsemin snertir. Ábyrgðin felst ekki í að slá upp fögrum frösum eða eingöngu gefa árlega til góðgerðamála. Samfélagsábyrgð felur í sér skipulagt mat á áhrifum fyrirtækisins á umhverfið og alla þá hópa sem verða fyrir áhrifum af starfsemi þess, þar á meðal starfsfólkið. Hluti af því felst í að uppræta valdamisnotkun og kynferðislega áreitni. Þar axla fyrirtækin ábyrgð sína með raunverulegum aðgerðum. Með því að gefa skýr skilaboð um að valdbeiting verði ekki liðin, með verkferlum og öruggum leiðum til að láta vita af misbeitingu, með umræðu og fræðslu meðal starfsfólks og með þvi að bregðast rétt við þegar starfsfólk verður fyrir misbeitingu. Að skapa vinnustað jafnréttis skilar sér í betri vinnustað og í betri afkomu fyrirtækisins því þá fá þeir hæfileikaríku að njóta sín, ekki bara þeir sem beita valdi. Með reglulegum viðhorfskönnum og samtölum reyna fyrirtæki að meta hversu ánægt starfsfólkið er og hversu líklegt er að það vilji áfram vinna hjá þeim. Það hlýtur alltaf að vera keppikefli fyrirtækja að skapa góðan vinnustað, en þegar næga vinnu er að fá, þá getur það veitt mikilvægt samkeppnisforskot að vera hafa byggt upp ábyrgan vinnustað þar sem starfsfólk treystir og langar til að starfa hjá. Á Janúarráðstefnu Festu þann 25. janúar næstkomandi verður fjallað um hvernig ábyrgð í rekstri er arðsöm. Þar mun forsvarsfólk íslenskra fyrirtækja meðal annars ræða hvernig samfélagsábyrgð fyrirtækja getur haft jákvæð áhrif á starfsfólkið.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun