Telja neikvæðar fréttir alltaf vera „falsfréttir“ þótt þær séu réttar Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2018 15:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt ætla að veita falsfréttaverðlaun í dag. Vísir/Getty Svo virðist sem að ítrekaðar árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á trúverðugleika fjölmiðla hafi verulega áhrif á afstöðu stuðningsmanna hans. Ný könnun bendir til þess að 42% repúblikana telji að fréttir sem eru efnislega réttar séu alltaf „falsfréttir“ ef þær sýna stjórnmálamann eða samtök í neikvæðu ljósi. Mikið hefur verið rætt og ritað um áhrif svonefndra „falsfrétta“ á lýðræðið og kosningar í vestrænum ríkjum undanfarin tvö ár. Upphaflega var þá átt við upplognar eða misvísandi fréttir vafasamra vefsíðna sem var svo dreift um samfélagsmiðla. Fljótlega eignaði Trump sér hugtakið en notaði það til að hafna öllum neikvæðum fréttum um sig, óháð sannleiksgildi þeirra. Sá hugsunarháttur virðist hafa síast inn hjá repúblikönum í Bandaríkjunum ef marka má fyrrnefndar niðurstöður könnunar Gallup og Knight-sjóðsins. Til samanburðar voru 17% demókrata þeirrar skoðunar að neikvæð umfjöllun væri alltaf „falsfréttir“. Svo langt hefur Trump gengið í að saka fjölmiðla um að flytja „falsfréttir“ að hann hefur boðað til sérstakra falsfréttaverðlauna sem hann hefur sagt að eigi að tilkynna um í dag. Þau eiga að falla í skaut þess fjölmiðils sem flytji helstu „falsfréttirnar“ að mati stuðningsmanna forsetans. Hvíta húsið hefur hins vegar slegið úr og í um hvort að af verðlaunaafhendingunni verði. Donald Trump Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Svo virðist sem að ítrekaðar árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á trúverðugleika fjölmiðla hafi verulega áhrif á afstöðu stuðningsmanna hans. Ný könnun bendir til þess að 42% repúblikana telji að fréttir sem eru efnislega réttar séu alltaf „falsfréttir“ ef þær sýna stjórnmálamann eða samtök í neikvæðu ljósi. Mikið hefur verið rætt og ritað um áhrif svonefndra „falsfrétta“ á lýðræðið og kosningar í vestrænum ríkjum undanfarin tvö ár. Upphaflega var þá átt við upplognar eða misvísandi fréttir vafasamra vefsíðna sem var svo dreift um samfélagsmiðla. Fljótlega eignaði Trump sér hugtakið en notaði það til að hafna öllum neikvæðum fréttum um sig, óháð sannleiksgildi þeirra. Sá hugsunarháttur virðist hafa síast inn hjá repúblikönum í Bandaríkjunum ef marka má fyrrnefndar niðurstöður könnunar Gallup og Knight-sjóðsins. Til samanburðar voru 17% demókrata þeirrar skoðunar að neikvæð umfjöllun væri alltaf „falsfréttir“. Svo langt hefur Trump gengið í að saka fjölmiðla um að flytja „falsfréttir“ að hann hefur boðað til sérstakra falsfréttaverðlauna sem hann hefur sagt að eigi að tilkynna um í dag. Þau eiga að falla í skaut þess fjölmiðils sem flytji helstu „falsfréttirnar“ að mati stuðningsmanna forsetans. Hvíta húsið hefur hins vegar slegið úr og í um hvort að af verðlaunaafhendingunni verði.
Donald Trump Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira