Trump segir Rússa aðstoða Norður Kóreumenn Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2018 23:23 Trump montaði sig af hárri einkunn sem hann fékk í vitsmunaprófi sem læknir Hvíta hússins lagði fyrir hann. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heldur því fram að rússnesk yfirvöld aðstoði yfirvöld í Norður Kóreu við að komast hjá alþjóðlegum þvingunum og að Norður Kóreumenn færist nær því á hverjum degi að geta skotið flugskeyti á Bandaríkin. „Rússar eru ekki að hjálpa okkur með Norður Kóreu,“ sagði Trump í viðtali sem hann veitti fréttaveitu Reuters í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum. Vill hann meina að á meðan yfirvöld í Kína hafa sýnt bandarískum yfirvöldum samstöðu vegna Norður Kóreu þá grafi rússnesk stjórnvöld undan því starfi. Yfirvöld í Kína og Rússlandi skrifuðu bæði undir þvinganir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á hendur Norður Kóreu í fyrra. Reuters segir rússneska sendiráðið ekki hafa svarað fyrirspurn vegna ummæla Trumps. Um er að ræða 53 mínútna langt viðtal sem forsetinn veitti með ískalda Diet Coke-dós á skrifborði sínu sem hann teygði sig reglulega eftir.Viðtalið fór fram á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu þar sem hann hafði Diet Coke-dós við höndina.Vísir/EpaTrump sagðist einnig vera að íhuga háa sekt vegna rannsóknar á meintum hugverkaþjófnaði Kínverja, hann sagðist hafa misst allt traust á samningamanni Demókrataflokksins þegar kemur að málefnum innflytjenda á bandaríska þinginu og neitaði að skýra betur mál sitt þegar kemur að fréttaflutningi af skítaholu ummælum hans sem ollu mikilli hneykslan.Trump sagðist vera efins um að viðræður á milli hans og leiðtoga Norður Kóreu, Kim Jong Un, myndu skila árangri. „Ég myndi setjast niður með honum en er ekki viss um að það myndi leysa vandamálið,“ sagði Trump og bætti við að viðræður fyrrverandi forseta Bandaríkjanna við Norður Kóreumenn hefðu ekki skilað árangri þegar kemur að áætlunum þeirra um að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri.Styttur af Kim Jong Un, Vladimir Putin forseta Rússlands og Donald Trump. Ljóst er að ummæli Trumps um aðstoð Rússa við Norður Kóreumenn muni valda einhverjum titringi í alþjóðasamfélaginu.Vísir/GettyHann sagði að Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama hefði öllum mistekist það. „Ætli þeir hafi ekki allir áttað sig á því að þetta yrði verk fyrir forseta sem fengi hæstu einkunn á prófunum“ sagði hann og vísaði þar til fregna af árangri hans í mati sem læknir Hvíta hússins lagði á vitsmuni hans. Þar fékk Trump þrjátíu stig af þrjátíu mögulegum í svokölluðu Montreal Cognitive Assessment-prófi sem er notað til að kanna hvort einstaklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer.Trump sagðist vona að deilur Bandaríkjamanna og Norður Kóreumanna leysist friðsamlega. „En það er mögulegt að svo verði ekki,“ sagði hann. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Telja neikvæðar fréttir alltaf vera „falsfréttir“ þótt þær séu réttar Fjórir af hverjum tíu repúblikönum í Bandaríkjunum telja fréttir falskar ef þær sýna stjórnmálamanna eða flokk í neikvæðu ljósi. 17. janúar 2018 15:41 Getur þú náð hæstu einkunn á prófinu sem Trump tók? Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer. 17. janúar 2018 14:00 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Líkti Trump við Stalín Þingmaðurinn Jeff Flake sagði árásir Trump á fjölmiðla vera skömmustulegar. 17. janúar 2018 16:52 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heldur því fram að rússnesk yfirvöld aðstoði yfirvöld í Norður Kóreu við að komast hjá alþjóðlegum þvingunum og að Norður Kóreumenn færist nær því á hverjum degi að geta skotið flugskeyti á Bandaríkin. „Rússar eru ekki að hjálpa okkur með Norður Kóreu,“ sagði Trump í viðtali sem hann veitti fréttaveitu Reuters í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum. Vill hann meina að á meðan yfirvöld í Kína hafa sýnt bandarískum yfirvöldum samstöðu vegna Norður Kóreu þá grafi rússnesk stjórnvöld undan því starfi. Yfirvöld í Kína og Rússlandi skrifuðu bæði undir þvinganir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á hendur Norður Kóreu í fyrra. Reuters segir rússneska sendiráðið ekki hafa svarað fyrirspurn vegna ummæla Trumps. Um er að ræða 53 mínútna langt viðtal sem forsetinn veitti með ískalda Diet Coke-dós á skrifborði sínu sem hann teygði sig reglulega eftir.Viðtalið fór fram á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu þar sem hann hafði Diet Coke-dós við höndina.Vísir/EpaTrump sagðist einnig vera að íhuga háa sekt vegna rannsóknar á meintum hugverkaþjófnaði Kínverja, hann sagðist hafa misst allt traust á samningamanni Demókrataflokksins þegar kemur að málefnum innflytjenda á bandaríska þinginu og neitaði að skýra betur mál sitt þegar kemur að fréttaflutningi af skítaholu ummælum hans sem ollu mikilli hneykslan.Trump sagðist vera efins um að viðræður á milli hans og leiðtoga Norður Kóreu, Kim Jong Un, myndu skila árangri. „Ég myndi setjast niður með honum en er ekki viss um að það myndi leysa vandamálið,“ sagði Trump og bætti við að viðræður fyrrverandi forseta Bandaríkjanna við Norður Kóreumenn hefðu ekki skilað árangri þegar kemur að áætlunum þeirra um að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri.Styttur af Kim Jong Un, Vladimir Putin forseta Rússlands og Donald Trump. Ljóst er að ummæli Trumps um aðstoð Rússa við Norður Kóreumenn muni valda einhverjum titringi í alþjóðasamfélaginu.Vísir/GettyHann sagði að Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama hefði öllum mistekist það. „Ætli þeir hafi ekki allir áttað sig á því að þetta yrði verk fyrir forseta sem fengi hæstu einkunn á prófunum“ sagði hann og vísaði þar til fregna af árangri hans í mati sem læknir Hvíta hússins lagði á vitsmuni hans. Þar fékk Trump þrjátíu stig af þrjátíu mögulegum í svokölluðu Montreal Cognitive Assessment-prófi sem er notað til að kanna hvort einstaklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer.Trump sagðist vona að deilur Bandaríkjamanna og Norður Kóreumanna leysist friðsamlega. „En það er mögulegt að svo verði ekki,“ sagði hann.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Telja neikvæðar fréttir alltaf vera „falsfréttir“ þótt þær séu réttar Fjórir af hverjum tíu repúblikönum í Bandaríkjunum telja fréttir falskar ef þær sýna stjórnmálamanna eða flokk í neikvæðu ljósi. 17. janúar 2018 15:41 Getur þú náð hæstu einkunn á prófinu sem Trump tók? Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer. 17. janúar 2018 14:00 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Líkti Trump við Stalín Þingmaðurinn Jeff Flake sagði árásir Trump á fjölmiðla vera skömmustulegar. 17. janúar 2018 16:52 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15
Telja neikvæðar fréttir alltaf vera „falsfréttir“ þótt þær séu réttar Fjórir af hverjum tíu repúblikönum í Bandaríkjunum telja fréttir falskar ef þær sýna stjórnmálamanna eða flokk í neikvæðu ljósi. 17. janúar 2018 15:41
Getur þú náð hæstu einkunn á prófinu sem Trump tók? Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer. 17. janúar 2018 14:00
Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29
Líkti Trump við Stalín Þingmaðurinn Jeff Flake sagði árásir Trump á fjölmiðla vera skömmustulegar. 17. janúar 2018 16:52