Brigitte Bardot sagði þolendur hræsnara Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2018 19:45 Franska leikkonan Brigitte Bardot hefur lengi verið umdeild í heimalandi sínu. Vísir/AFP Franska leikkonan Brigitte Bardot gagnrýndi leikkonur, sem stigið hafa fram og sakað valdamenn í kvikmyndabransanum um kynferðislega áreitni, harðlega í viðtali við franska tímaritið Paris Match. Bardot sagði leikkonurnar í flestum tilvikum hræsnara. Fjölmargar konur innan skemmtanabransans, í Hollywood og víðar, hafa síðustu mánuði greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Frásagnirnar eru margar undir merkjum #MeToo-byltingarinnar en Bardot sagði tilfellin flest „fáránleg og óáhugaverð“ og að með því að segja frá áreitni sýndu konurnar af sér hræsni. „Margar leikkonur daðra við framleiðendur til að hreppa hlutverk. Þegar þær segja svo frá því eftir á segjast þær hafa verið áreittar [...] í raun og veru, frekar en að vera þeim til framdráttar, skaðar þetta þær,“ sagði Bardot. Þá sagðist Bardot sjálf aldrei hafa verið áreitt kynferðislega í starfi sínu sem leikkona. „Mér fannst bara fínt þegar mér var sagt að ég væri falleg eða að ég væri með sætan, lítinn rass. Hrós af þessu tagi er fínt.“ Í janúar þurfti starfssystir Bardot, franska leikkonan Catherine Deneuve, að biðjast afsökunar á að hafa skrifað undir opið bréf sem verka átti sem mótvægi við #MeToo-byltinguna í Frakklandi. Í bréfinu voru áhrif byltingarinnar á samfélagið gagnrýnd og „frelsið til að táldraga“ sagt nauðsynlegt. Bardot, sem þekkt var fyrir fegurð sína og kynþokka, hætti að leika árið 1973 og átti þá 20 ára farsælan feril að baki. Hún er mikill dýraverndunarsinni og er yfirlýstur stuðningsmaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, flokks þjóðernissinna sem Marine Le Pen fór fyrir í forsetakosningunum í fyrra. Bardot hefur hlotið fimm dóma í heimalandi sínu fyrir hatursorðræðu í garð múslima. MeToo Frakkland Tengdar fréttir Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. 10. janúar 2018 15:48 Brigitte Bardot dæmd fyrir niðrandi ummæli um múslima Leikkonan Brigitte Bardot var fyrir rétti í París í dag fundin sek um að ýta undir mismunun og kynþáttahatur með ummælum sínum um múslima. Leikkonan, sem er mikill dýraverndunarsinni, sagði í bréfi til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að hún væri „sárþreytt á að vera undir hælum á þessu fólki, sem eru að eyðileggja okkur og eyðileggja landið okkar með því að fara sínu fram." Ummælin, sem einnig birtust í fréttabréfi hennar, voru í kjölfar múslimahátíðarinnar Aid el-Kebir, sem er haldin hátíðleg með því að slátra sauðfé. 3. júní 2008 14:49 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Franska leikkonan Brigitte Bardot gagnrýndi leikkonur, sem stigið hafa fram og sakað valdamenn í kvikmyndabransanum um kynferðislega áreitni, harðlega í viðtali við franska tímaritið Paris Match. Bardot sagði leikkonurnar í flestum tilvikum hræsnara. Fjölmargar konur innan skemmtanabransans, í Hollywood og víðar, hafa síðustu mánuði greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Frásagnirnar eru margar undir merkjum #MeToo-byltingarinnar en Bardot sagði tilfellin flest „fáránleg og óáhugaverð“ og að með því að segja frá áreitni sýndu konurnar af sér hræsni. „Margar leikkonur daðra við framleiðendur til að hreppa hlutverk. Þegar þær segja svo frá því eftir á segjast þær hafa verið áreittar [...] í raun og veru, frekar en að vera þeim til framdráttar, skaðar þetta þær,“ sagði Bardot. Þá sagðist Bardot sjálf aldrei hafa verið áreitt kynferðislega í starfi sínu sem leikkona. „Mér fannst bara fínt þegar mér var sagt að ég væri falleg eða að ég væri með sætan, lítinn rass. Hrós af þessu tagi er fínt.“ Í janúar þurfti starfssystir Bardot, franska leikkonan Catherine Deneuve, að biðjast afsökunar á að hafa skrifað undir opið bréf sem verka átti sem mótvægi við #MeToo-byltinguna í Frakklandi. Í bréfinu voru áhrif byltingarinnar á samfélagið gagnrýnd og „frelsið til að táldraga“ sagt nauðsynlegt. Bardot, sem þekkt var fyrir fegurð sína og kynþokka, hætti að leika árið 1973 og átti þá 20 ára farsælan feril að baki. Hún er mikill dýraverndunarsinni og er yfirlýstur stuðningsmaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, flokks þjóðernissinna sem Marine Le Pen fór fyrir í forsetakosningunum í fyrra. Bardot hefur hlotið fimm dóma í heimalandi sínu fyrir hatursorðræðu í garð múslima.
MeToo Frakkland Tengdar fréttir Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. 10. janúar 2018 15:48 Brigitte Bardot dæmd fyrir niðrandi ummæli um múslima Leikkonan Brigitte Bardot var fyrir rétti í París í dag fundin sek um að ýta undir mismunun og kynþáttahatur með ummælum sínum um múslima. Leikkonan, sem er mikill dýraverndunarsinni, sagði í bréfi til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að hún væri „sárþreytt á að vera undir hælum á þessu fólki, sem eru að eyðileggja okkur og eyðileggja landið okkar með því að fara sínu fram." Ummælin, sem einnig birtust í fréttabréfi hennar, voru í kjölfar múslimahátíðarinnar Aid el-Kebir, sem er haldin hátíðleg með því að slátra sauðfé. 3. júní 2008 14:49 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. 10. janúar 2018 15:48
Brigitte Bardot dæmd fyrir niðrandi ummæli um múslima Leikkonan Brigitte Bardot var fyrir rétti í París í dag fundin sek um að ýta undir mismunun og kynþáttahatur með ummælum sínum um múslima. Leikkonan, sem er mikill dýraverndunarsinni, sagði í bréfi til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að hún væri „sárþreytt á að vera undir hælum á þessu fólki, sem eru að eyðileggja okkur og eyðileggja landið okkar með því að fara sínu fram." Ummælin, sem einnig birtust í fréttabréfi hennar, voru í kjölfar múslimahátíðarinnar Aid el-Kebir, sem er haldin hátíðleg með því að slátra sauðfé. 3. júní 2008 14:49
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent