Allar plastumbúðir verði úr endurvinnanlegu efni Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. janúar 2018 21:30 Allar plastumbúðir innan Evrópusambandsins skulu vera gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030. Þetta er meðal markmiða í nýrri áætlun sambandsins, en íbúar nota samtals meira en 190 þúsund plastpoka á mínútu. Ef fram heldur sem horfir verður brátt meira af plasti en fiski í hafinu. Tölurnar eru sláandi og það er framtíðarsýnin einnig, en í úttekt sambandsins kemur m.a. fram að aðeins tæp 7% plastpoka sem notaðir eru innan ESB eru endurunnir. Stór hluti þess plasts sem notað er endar hins vegar í hafinu með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífríkið. „Við finnum nú plastpoka og plastleifar í maga sjófugla, fiska og spendýra, t.d. strandaðra hvala. Það þarf því augljóslega að grípa til aðgerða,“ segir Karmenu Vella, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá ESB.Ef ekki verður gripið til aðgerða óttast sérfræðingar að eftir þrjátíu ár muni hafið innihalda meira af plasti en fiski. Þá þekkjast einnig dæmi þess að plastefni séu farin að koma sér fyrir í lungum fólks og fæðu, með óþekktum afleiðingum. Ný áætlun sambandsins er hins vegar metnaðarfull. Þannig á, auk þess að gera allt plast úr endurvinnanlegum efnum, að setja skorður við notkun svokallaðs örplasts og leggja umtalsvert meira í nýsköpun og þróun. Veigamesta atriðið er þó einföld vitundarvakning og hvatning til íbúa um að draga úr plastnotkun sinni. „Um þessar mundir notum við um 100 milljarða plastpoka á ári. Það nemur 200 pokum á mann ár hvert. Það er gríðarleg sóun,“ segir Vella. Evrópusambandið Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Allar plastumbúðir innan Evrópusambandsins skulu vera gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030. Þetta er meðal markmiða í nýrri áætlun sambandsins, en íbúar nota samtals meira en 190 þúsund plastpoka á mínútu. Ef fram heldur sem horfir verður brátt meira af plasti en fiski í hafinu. Tölurnar eru sláandi og það er framtíðarsýnin einnig, en í úttekt sambandsins kemur m.a. fram að aðeins tæp 7% plastpoka sem notaðir eru innan ESB eru endurunnir. Stór hluti þess plasts sem notað er endar hins vegar í hafinu með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífríkið. „Við finnum nú plastpoka og plastleifar í maga sjófugla, fiska og spendýra, t.d. strandaðra hvala. Það þarf því augljóslega að grípa til aðgerða,“ segir Karmenu Vella, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá ESB.Ef ekki verður gripið til aðgerða óttast sérfræðingar að eftir þrjátíu ár muni hafið innihalda meira af plasti en fiski. Þá þekkjast einnig dæmi þess að plastefni séu farin að koma sér fyrir í lungum fólks og fæðu, með óþekktum afleiðingum. Ný áætlun sambandsins er hins vegar metnaðarfull. Þannig á, auk þess að gera allt plast úr endurvinnanlegum efnum, að setja skorður við notkun svokallaðs örplasts og leggja umtalsvert meira í nýsköpun og þróun. Veigamesta atriðið er þó einföld vitundarvakning og hvatning til íbúa um að draga úr plastnotkun sinni. „Um þessar mundir notum við um 100 milljarða plastpoka á ári. Það nemur 200 pokum á mann ár hvert. Það er gríðarleg sóun,“ segir Vella.
Evrópusambandið Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira