Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 09:24 Ekki verða lengur fjárheimildir fyrir ríkisrekstri ef bráðabirgðalausn verður ekki samþykkt í dag. Á meðan undirbýr Trump að fagna á Flórída. Vísir/AFP Útlit er fyrir að rekstur bandarísku alríkisstjórnarinnar gæti stöðvast þegar frestur til að samþykkja áframhaldandi fjárveitingar til ríkisstofnana rennur út í dag. Þrátt fyrir það er Donald Trump forseti á leiðinni frá Washington-borg til að fagna ársafmæli forsetatíðar sinnar með auðugum velþóknurum á Flórída. Þó að repúblikanar ráði báðum deildum Bandaríkjaþings og forsetinn komi úr þeirra röðum þurfa þeir að reiða sig á stuðning níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni til þess að geta samþykkt áframhaldandi fjármögnun alríkisstjórnarinnar. Frestur til þess rennur út í dag. Þingmönnum tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Síðan þá hafa þeir samþykkt tímabundnar framlengingar á útgjöldum til að halda rekstri ríkisstofnana gangandi. Hópur demókrata í öldungadeildinni hefur hótað því að hann ætli ekki að styðja frumvarp repúblikana um skammtímalausn nú. Ein helsta ástæðan er að þeir vilja þrýsta á repúblikana um að samþykkja úrræði fyrir um 700.000 einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur verndað þá fyrir brottvísun frá Bandaríkjunum í fyrra.Safna í kosningasjóð Trump og repúblikana Á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir áformar Trump að halda til Flórída þar sem hann ætlar að fagna því að ár er liðið frá því að hann tók við embætti. Fögnuðurinn verður haldinn í golfklúbbi hans í Mar-a-Lago þar sem forsetinn hefur ítrekað haldið sig síðasta árið, að því er segir í frétt Bloomberg. Fögnuðurinn verður ekkert slor. Ódýrustu miðarnir á samkomuna kosta 100.000 dollara fyrir pör, rúmar tíu milljónir íslenskra króna. Innifalið er hátíðarkvöldverður og ljósmynd með Trump. Þeir sem punga út 250.000 dollurum fá jafnframt að taka þátt í hringborðsumræðu með forsetanum. Tekjurnar af fögnuðinum renna í kosningasjóð Trump og í fjárhirslur landsnefndar Repúblikanaflokksins. Til samanburðar nefnir Bloomberg að Barack Obama, forveri Trump í embætti, hafi verið í embætti í meira en tvö ár áður en hann byrjaði að halda viðburði til að safna fyrir endurkjöri sínu. Óljóst er hvort að lokun alríkisstjórnarinnar raskaði ferðaáætlunum Trump. Ráðgjafar Trump eru sagðir þess fullvissir að þingmenn muni samþykkja bráðabirgðalausn í dag og því sé ólíklegt að forsetinn haldi sig í Washington-borg.Uppfært 14:25 Talsmaður Hvíta hússins segir nú að Trump fari ekki til Flórída fyrr en frumvarp um fjárframlög verður samþykkt. Trump ætlaði að fljúga þangað í dag en talsmaðurinn segir að ferðinni verði líklega frestað til morguns, að sögn CNN. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Útlit er fyrir að rekstur bandarísku alríkisstjórnarinnar gæti stöðvast þegar frestur til að samþykkja áframhaldandi fjárveitingar til ríkisstofnana rennur út í dag. Þrátt fyrir það er Donald Trump forseti á leiðinni frá Washington-borg til að fagna ársafmæli forsetatíðar sinnar með auðugum velþóknurum á Flórída. Þó að repúblikanar ráði báðum deildum Bandaríkjaþings og forsetinn komi úr þeirra röðum þurfa þeir að reiða sig á stuðning níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni til þess að geta samþykkt áframhaldandi fjármögnun alríkisstjórnarinnar. Frestur til þess rennur út í dag. Þingmönnum tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Síðan þá hafa þeir samþykkt tímabundnar framlengingar á útgjöldum til að halda rekstri ríkisstofnana gangandi. Hópur demókrata í öldungadeildinni hefur hótað því að hann ætli ekki að styðja frumvarp repúblikana um skammtímalausn nú. Ein helsta ástæðan er að þeir vilja þrýsta á repúblikana um að samþykkja úrræði fyrir um 700.000 einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur verndað þá fyrir brottvísun frá Bandaríkjunum í fyrra.Safna í kosningasjóð Trump og repúblikana Á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir áformar Trump að halda til Flórída þar sem hann ætlar að fagna því að ár er liðið frá því að hann tók við embætti. Fögnuðurinn verður haldinn í golfklúbbi hans í Mar-a-Lago þar sem forsetinn hefur ítrekað haldið sig síðasta árið, að því er segir í frétt Bloomberg. Fögnuðurinn verður ekkert slor. Ódýrustu miðarnir á samkomuna kosta 100.000 dollara fyrir pör, rúmar tíu milljónir íslenskra króna. Innifalið er hátíðarkvöldverður og ljósmynd með Trump. Þeir sem punga út 250.000 dollurum fá jafnframt að taka þátt í hringborðsumræðu með forsetanum. Tekjurnar af fögnuðinum renna í kosningasjóð Trump og í fjárhirslur landsnefndar Repúblikanaflokksins. Til samanburðar nefnir Bloomberg að Barack Obama, forveri Trump í embætti, hafi verið í embætti í meira en tvö ár áður en hann byrjaði að halda viðburði til að safna fyrir endurkjöri sínu. Óljóst er hvort að lokun alríkisstjórnarinnar raskaði ferðaáætlunum Trump. Ráðgjafar Trump eru sagðir þess fullvissir að þingmenn muni samþykkja bráðabirgðalausn í dag og því sé ólíklegt að forsetinn haldi sig í Washington-borg.Uppfært 14:25 Talsmaður Hvíta hússins segir nú að Trump fari ekki til Flórída fyrr en frumvarp um fjárframlög verður samþykkt. Trump ætlaði að fljúga þangað í dag en talsmaðurinn segir að ferðinni verði líklega frestað til morguns, að sögn CNN.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56