Ánægð með að hafa getað varpað ljósi á íslenskar bókmenntir í Svíþjóðarheimsókninni Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2018 16:26 Silvía Svíadrottning og Eliza forsetafrú ræða við starfsmenn Borgarbókasafns Stokkhólmsborgar. Vísir/Atli Eliza Reid forsetafrú segist vera þakklát og ánægð með að hafa fengið tækifæri til að varpa sviðsljósinu að bókmenntum, þýðingum og sjálfbærni í ferðamennsku í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar. Allt séu þetta mál sem eru hennar hjartans mál. Eliza flutti ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms á miðvikudaginn, á fyrsta degi heimsóknarinnar. Yfirskrift erindisins var Books build bridges, eða Bækur byggja brýr, þar sem hún ræddi um mikilvægi þýðinga fyrir íslenskar bókmenntir. Hún segir það hafa verið mjög þægilegt að vera í Svíþjóð. „Við erum svo góðir vinir – Svíar og Íslendingar. Þessi heimsókn á bara eftir að styrkja það. Það er alltaf svo gaman að fara í svona opinbera heimsókn þar sem dagskráin er svo fjölbreytt. Við erum bara á landinu í þrjá daga en maður lærir margt á þessum stutta tíma. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og vonandi getum við komið öllum þessum skilaboðum á framfæri heima á Íslandi.“Sjá einnig: Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandiEliza Reid forsetafrú flytur erindi í glæsilegum hringsal Borgarbókasafns Stokkhólmsborgar.Vísir/AtliSjálfbærni innan ferðamennskunnarEliza segist hafa mikinn áhuga á bókmenntum og að kynna íslenskar bókmenntir erlendis. „Ég var mjög þakklát að taka þátt í pallborðinu á miðvikudaginn í Borgarbókasafni Stokkhólms um bókmenntamenningu og þýðingarmál. Aðeins að varpa ljósinu á þau mikilvægu mál. Á viðburði Íslandsstofu [sem fram fór í gær] vorum við svo að fjalla um ferðamennsku og sjálfbærni innan hennar. Sem sérstakur sendiherra ferðamála og sjálfbærrar þróunar hjá Sameinuðu þjóðunum þá er gott að geta kynnt hvað Íslendingar eru að gera og hvernig við erum að gera margt nýtt til að byggja upp sjálfbærni í ferðamennsku.“Góðar og hlýjar móttökurForsetafrúin segir að konungshjónin sænsku séu vingjarnleg og hlý. Íslenska sendinefndin hafi fengið góðar og hlýjar móttökur. „Við höfum átt áhugavert spjall við þau. Það er alltaf áhugavert að hitta nýtt fólk. Þau hafa komið nokkrum sinnum til Íslands og þekkja vel til. Viktoría krónprinsessa og Daníel prins komu til Íslands síðast árið 2014 og þau eru af þeirri kynslóð að vera með börn á sama aldri og okkar börn. Við höfðum því margt að ræða.“ Opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóð lauk síðdegis í dag, en dagskrá var í Uppsölum síðasta daginn. Afhenti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þar sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum í fimm bindum að gjöf. Menningarmálaráðherrann sænski, Alice Bah Kuhnke, veitti gjöfinni viðtöku. Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnar Forseti Íslands segir eðlilegt að maður í hans stöðu mæli á norrænni tungu þegar tækifæri gefist. Bara ráðist á þetta. 19. janúar 2018 08:00 Afhenda sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum á sænsku Forsetahjónin halda til Uppsala í dag á þriðja og síðasta degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 19. janúar 2018 10:00 Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet í gærkvöldi. 19. janúar 2018 09:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Eliza Reid forsetafrú segist vera þakklát og ánægð með að hafa fengið tækifæri til að varpa sviðsljósinu að bókmenntum, þýðingum og sjálfbærni í ferðamennsku í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar. Allt séu þetta mál sem eru hennar hjartans mál. Eliza flutti ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms á miðvikudaginn, á fyrsta degi heimsóknarinnar. Yfirskrift erindisins var Books build bridges, eða Bækur byggja brýr, þar sem hún ræddi um mikilvægi þýðinga fyrir íslenskar bókmenntir. Hún segir það hafa verið mjög þægilegt að vera í Svíþjóð. „Við erum svo góðir vinir – Svíar og Íslendingar. Þessi heimsókn á bara eftir að styrkja það. Það er alltaf svo gaman að fara í svona opinbera heimsókn þar sem dagskráin er svo fjölbreytt. Við erum bara á landinu í þrjá daga en maður lærir margt á þessum stutta tíma. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og vonandi getum við komið öllum þessum skilaboðum á framfæri heima á Íslandi.“Sjá einnig: Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandiEliza Reid forsetafrú flytur erindi í glæsilegum hringsal Borgarbókasafns Stokkhólmsborgar.Vísir/AtliSjálfbærni innan ferðamennskunnarEliza segist hafa mikinn áhuga á bókmenntum og að kynna íslenskar bókmenntir erlendis. „Ég var mjög þakklát að taka þátt í pallborðinu á miðvikudaginn í Borgarbókasafni Stokkhólms um bókmenntamenningu og þýðingarmál. Aðeins að varpa ljósinu á þau mikilvægu mál. Á viðburði Íslandsstofu [sem fram fór í gær] vorum við svo að fjalla um ferðamennsku og sjálfbærni innan hennar. Sem sérstakur sendiherra ferðamála og sjálfbærrar þróunar hjá Sameinuðu þjóðunum þá er gott að geta kynnt hvað Íslendingar eru að gera og hvernig við erum að gera margt nýtt til að byggja upp sjálfbærni í ferðamennsku.“Góðar og hlýjar móttökurForsetafrúin segir að konungshjónin sænsku séu vingjarnleg og hlý. Íslenska sendinefndin hafi fengið góðar og hlýjar móttökur. „Við höfum átt áhugavert spjall við þau. Það er alltaf áhugavert að hitta nýtt fólk. Þau hafa komið nokkrum sinnum til Íslands og þekkja vel til. Viktoría krónprinsessa og Daníel prins komu til Íslands síðast árið 2014 og þau eru af þeirri kynslóð að vera með börn á sama aldri og okkar börn. Við höfðum því margt að ræða.“ Opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóð lauk síðdegis í dag, en dagskrá var í Uppsölum síðasta daginn. Afhenti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þar sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum í fimm bindum að gjöf. Menningarmálaráðherrann sænski, Alice Bah Kuhnke, veitti gjöfinni viðtöku.
Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnar Forseti Íslands segir eðlilegt að maður í hans stöðu mæli á norrænni tungu þegar tækifæri gefist. Bara ráðist á þetta. 19. janúar 2018 08:00 Afhenda sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum á sænsku Forsetahjónin halda til Uppsala í dag á þriðja og síðasta degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 19. janúar 2018 10:00 Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet í gærkvöldi. 19. janúar 2018 09:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnar Forseti Íslands segir eðlilegt að maður í hans stöðu mæli á norrænni tungu þegar tækifæri gefist. Bara ráðist á þetta. 19. janúar 2018 08:00
Afhenda sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum á sænsku Forsetahjónin halda til Uppsala í dag á þriðja og síðasta degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 19. janúar 2018 10:00
Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet í gærkvöldi. 19. janúar 2018 09:30