Yfir 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöðina í Vík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2018 23:30 Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparmiðstöð í íþróttahúsinu í Vík í kvöld. Vísir Þjóðvegur 1 hefur verið opnaður á ný en lokað var frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal vegna veðurs. Meira en 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var í íþróttahúsinu í Vík klukkan 19:30 í dag. Stanslaus straumur var inn í hjálparmiðstöðina í kvöld og mikill fjöldi bíla fyrir utan. Vegurinn undir Eyjafjöllum var opnaður að nýju eftir að snjóruðningstæki fóru um hann og ruddu burtu sköflum sem þar höfðu myndast. Enn er þó hálka og hálkublettir á svæðinu samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Rauði krossinn var með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum og því gátu ekki allir fengið teppi eða bedda til að liggja á, þar sem fjöldinn var svo gríðarlega mikill. „Við höfum getað boðið upp á kaffi og kex,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Hún segir að allt hafi gengið vel og ferðalangarnir allir fegnir að fá húsaskjól í storminum.Frá íþróttahúsinu í Vík í kvöld þar sem meira en 250 ferðalangar biðu þess að veðrið yrði betra.VísirBjörgunarsveit flutti seint í kvöld 50 einstaklinga frá hjálparmiðstöðinni á gistiheimili fyrir utan Vík. „Við vorum svo heppin að eigendur opnuðu gistiheimili sem er ekki opið núna svo við gátum komið barnafjölskyldum þangað, sem var dásamlegt. Yndislegt að fólk bregðist svona vel við,“ segir Ragnheiður. Fólkið var bara að bíða af sér veðrið og voru allir mjög afslappaðir samkvæmt Ragnheiði. Enginn kom slasaður í hjálparmiðstöðina og þurfti ekki að veita fólkinu aðhlynningu. Fjöldi bíla var fyrir utan íþróttahúsið í Vík í kvöld, þar af margir bílaleigubílar.VísirFlestir héldu áfram ferðalagi sínu eftir að Þjóðvegur 1 var opnaður á ný eða eru að koma sér af stað núna en einhverjir ætla að bíða þangað til á morgun. „Það eru flestir farnir en það eru nokkrir sem leggja ekki í að keyra í nóttinni og veðrinu. Það eru um tuttugu sem ætla að gista hérna hjá okkur í nótt.“ Barnafjölskyldurnar ætla allar að gista á gistiheimilinu í nótt. Ragnheiður er ótrúlega ánægð með kvöldið og segir að „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlegur fjöldi af fólki. Þetta endaði allt vel.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Þjóðvegur 1 hefur verið opnaður á ný en lokað var frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal vegna veðurs. Meira en 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var í íþróttahúsinu í Vík klukkan 19:30 í dag. Stanslaus straumur var inn í hjálparmiðstöðina í kvöld og mikill fjöldi bíla fyrir utan. Vegurinn undir Eyjafjöllum var opnaður að nýju eftir að snjóruðningstæki fóru um hann og ruddu burtu sköflum sem þar höfðu myndast. Enn er þó hálka og hálkublettir á svæðinu samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Rauði krossinn var með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum og því gátu ekki allir fengið teppi eða bedda til að liggja á, þar sem fjöldinn var svo gríðarlega mikill. „Við höfum getað boðið upp á kaffi og kex,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Hún segir að allt hafi gengið vel og ferðalangarnir allir fegnir að fá húsaskjól í storminum.Frá íþróttahúsinu í Vík í kvöld þar sem meira en 250 ferðalangar biðu þess að veðrið yrði betra.VísirBjörgunarsveit flutti seint í kvöld 50 einstaklinga frá hjálparmiðstöðinni á gistiheimili fyrir utan Vík. „Við vorum svo heppin að eigendur opnuðu gistiheimili sem er ekki opið núna svo við gátum komið barnafjölskyldum þangað, sem var dásamlegt. Yndislegt að fólk bregðist svona vel við,“ segir Ragnheiður. Fólkið var bara að bíða af sér veðrið og voru allir mjög afslappaðir samkvæmt Ragnheiði. Enginn kom slasaður í hjálparmiðstöðina og þurfti ekki að veita fólkinu aðhlynningu. Fjöldi bíla var fyrir utan íþróttahúsið í Vík í kvöld, þar af margir bílaleigubílar.VísirFlestir héldu áfram ferðalagi sínu eftir að Þjóðvegur 1 var opnaður á ný eða eru að koma sér af stað núna en einhverjir ætla að bíða þangað til á morgun. „Það eru flestir farnir en það eru nokkrir sem leggja ekki í að keyra í nóttinni og veðrinu. Það eru um tuttugu sem ætla að gista hérna hjá okkur í nótt.“ Barnafjölskyldurnar ætla allar að gista á gistiheimilinu í nótt. Ragnheiður er ótrúlega ánægð með kvöldið og segir að „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlegur fjöldi af fólki. Þetta endaði allt vel.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36
„Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21
Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18