151 milljón frá íslenska ríkinu vegna Justice League Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2018 15:50 Bruce Wayne horfir yfir Djúpavík í Justice League. Bandaríska ofurhetjumyndin Justice League fékk 151 milljón króna endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna framleiðslu myndarinnar hér á landi. Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á endurgreiðslum á allt að 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur birt yfirlit yfir þau verkefni sem fengu endurgreiðslu á síðasta ári. Skilyrði fyrir endurgreiðslunni er að framleiðslan sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Hæsta endurgreiðslan rann til Justice League sem tekin var upp hér á landi árið 2016. Mikið var um að vera í Djúpavík á Ströndum þar sem tökur hér á landi fóru fram. Í myndinni má heyra Ingvar E. Sigurðsson tala íslensku ásamt einum aðalleikaranna, Jason Momoa.Bandaríski sjónvarpsþátturinn Black Mirror fékk 98 milljónir í endurgreiðslu en þriðji þáttur fjórðu seríu var tekinn upp hér á landi í febrúar síðastliðnum þar sem tökuliðið sást meðal annars í miðborg Reykjavíkur. Fóru tökurnar einnig fram í yfirgefinni hlöðu við Grænavatn og við Kleifarvatn í mars síðastliðnum. Kvikmynd Baltastar Kormáks, Eiðurinn, fékk 89 milljónir í endurgreiðslu og önnur þáttaröð Fortitude fékk 81 milljón í endurgreiðslu. Þættirnir voru teknir upp á Austurlandi í febrúar árið 2016. Bandarísku þættirnir sívinsælu Game of Thrones fengu um 75 milljónir en tökulið og leikarar þáttanna hafa verið tíðir gestir hér á landi undanfarin ár. Engin breyting verður þar á fyrir næstu þáttaröð þáttanna, sem jafnframt er sú síðasta. Von er á tökuliði á vegum þáttanna hér á landi í næsta mánuði, líkt og Vísir greindi frá fyrir skömmu. Tengdar fréttir Ingvar kenndi Batman og Aquaman íslensku fyrir Justice League Íslenski leikarinn hvíslaði í eyru stjarnanna á tökustað ef þeim vafðist tunga um tönn við að taka íslensku. 21. nóvember 2017 14:45 Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Bandaríska ofurhetjumyndin Justice League fékk 151 milljón króna endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna framleiðslu myndarinnar hér á landi. Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á endurgreiðslum á allt að 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur birt yfirlit yfir þau verkefni sem fengu endurgreiðslu á síðasta ári. Skilyrði fyrir endurgreiðslunni er að framleiðslan sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Hæsta endurgreiðslan rann til Justice League sem tekin var upp hér á landi árið 2016. Mikið var um að vera í Djúpavík á Ströndum þar sem tökur hér á landi fóru fram. Í myndinni má heyra Ingvar E. Sigurðsson tala íslensku ásamt einum aðalleikaranna, Jason Momoa.Bandaríski sjónvarpsþátturinn Black Mirror fékk 98 milljónir í endurgreiðslu en þriðji þáttur fjórðu seríu var tekinn upp hér á landi í febrúar síðastliðnum þar sem tökuliðið sást meðal annars í miðborg Reykjavíkur. Fóru tökurnar einnig fram í yfirgefinni hlöðu við Grænavatn og við Kleifarvatn í mars síðastliðnum. Kvikmynd Baltastar Kormáks, Eiðurinn, fékk 89 milljónir í endurgreiðslu og önnur þáttaröð Fortitude fékk 81 milljón í endurgreiðslu. Þættirnir voru teknir upp á Austurlandi í febrúar árið 2016. Bandarísku þættirnir sívinsælu Game of Thrones fengu um 75 milljónir en tökulið og leikarar þáttanna hafa verið tíðir gestir hér á landi undanfarin ár. Engin breyting verður þar á fyrir næstu þáttaröð þáttanna, sem jafnframt er sú síðasta. Von er á tökuliði á vegum þáttanna hér á landi í næsta mánuði, líkt og Vísir greindi frá fyrir skömmu.
Tengdar fréttir Ingvar kenndi Batman og Aquaman íslensku fyrir Justice League Íslenski leikarinn hvíslaði í eyru stjarnanna á tökustað ef þeim vafðist tunga um tönn við að taka íslensku. 21. nóvember 2017 14:45 Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ingvar kenndi Batman og Aquaman íslensku fyrir Justice League Íslenski leikarinn hvíslaði í eyru stjarnanna á tökustað ef þeim vafðist tunga um tönn við að taka íslensku. 21. nóvember 2017 14:45
Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15