Ingvar kenndi Batman og Aquaman íslensku fyrir Justice League Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2017 14:45 Ingvar E. Sigurðsson hvíslaði í eyru stjarnanna á tökustað ef þeim vafðist tunga um tönn við að taka íslensku. Youtube. „Ég er ekki búinn að sjá myndina,“ svarar leikarinn Ingvar E. Sigurðsson spurður út í hlutverk sitt í ofurhetjumyndinni Justice League sem er sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi um þessar mundir. Í fyrra opinberaðist að Ingvar hefði leikið í Justice League ásamt öðrum Íslendingum þegar hann sást í stiklu úr myndinni. Hann átti hins vegar ekki von á því að atriðið myndi rata í lokaútgáfu myndarinnar. Ríflega 31 milljón manna sáu myndina í kvikmyndahúsum út um allan heim um liðna helgi en í myndinni má heyra Ingvar tala íslensku ásamt einum aðalleikaranna, Jason Momoa. Ingvar fékk það hlutverk að kenna Momoa, sem leikur Aquaman í myndinni, íslensku og fór sú kennsla meðal annars fram á Skype og á tökustað þar sem Ingvar togaði Momoa aftur inn á beinu brautina ef honum vafðist tunga um tönn við tökurnar. Þegar Ben Affleck, sem leikur Batman í myndinni, heyrði Momoa fara með sínar íslensku línur í myndinni vildi hann ólmur einnig fá að segja eitthvað á íslensku og þurfti Ingvar því líka að kenna Óskarsverðlaunahafanum nokkra frasa.Í þessari grein er rætt nánar við Ingvar um tökurnar á Justice League, sem fóru fram á Íslandi og í London í fyrra. Þeir sem eiga eftir að sjá myndina og vilja ekki láta spilla fyrir áhorfi sínu ættu að hætta lestri þessarar greinar því í henni munu koma fyrir upplýsingar sem gefa upp hluta af söguþræði hennar.Myndin segir frá baráttu ofurhetjanna Batman, Wonder Woman, The Flash, Cyborg og Aquaman við illmennið Steppenwolf sem vill sölsa undir sig jörðina. Batman er ofurhetjunafn hins ofurríka Bruce Wayne, leikinn af Ben Affleck, sem kemst á snoðir um mögulega innrás við upphaf myndarinnar og telur rétt að setja saman teymi fólks sem býr yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum til að berjast gegn þeirri ógn Hann afræður að halda „norður“ á slóðir Aquaman, leikinn af Jason Momoa, til að hafa upp á honum. Þegar þangað er komið sést hann ganga yfir heiði og standa svo fyrir ofan byggðina í Djúpavík á Ströndum. Þar gengur hann í gegnum þorpið þar sem íbúarnir virða fyrir sér þennan aðkomumann. Um fimmtíu manns voru fengnir frá leikfélaginu í Hólmavík við tökur myndarinnar á Djúpavík og voru þeir notaðir sem þorpsbúar í myndinni.Ingvar í hlutverki bæjarstjórans í Justice League.Því næst er Bruce Wayne mættur á fund bæjarbúa þar sem hann segist vera leita að manni, Aquaman, sem hefur tekið að sér það hlutverk að vernda íbúa á þessum slóðum. Segist Bruce Wayne þurfa að hafa uppi á honum og beinir orðum sínum að bæjarstjóra þorpsins sem leikinn er af Ingvari E. Sigurðssyni. „Ef hann er þá til, þá skal ég skila þessu til hans,“ svarar Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki bæjarstjórans. Aquaman ber nafnið Arthur Curry í mannheimum og er á meðal íbúanna á þessum fundi. Hann reynir að afleiða Bruce Wayne og hvetur hann til að láta af þessari leit. Bruce Wayne lofar þá 25 þúsund dollurum, ígildi um 2,5 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir að fá að tala við manninn sem um ræðir. Það er þá sem Aquman sjálfur talar íslensku í myndinni og segir: „Nokkuð viss um að hann láti mig hafa þá hvort sem er.“Hér fyrir neðan má heyra Ingvar tala íslensku í myndinni en setning Momoa í myndinni er ekki í þessari klippu.Kennslan fór fram á Skype og tökustað Það var Ingvar E. Sigurðsson sjálfur sem hjálpaði Jason Momoa að læra að tala íslensku. Ferlið allt saman hófst fyrri part ársins 2016 þar sem Ingvar fór í prufur fyrir þessa mynd, án þess að vita í raun um hvaða mynd var að ræða. Það litla sem hann vissi var að um var að ræða stórmynd og segir hann í samtali við Vísi að ferlið sé oftast nær þannig þegar kemur að slíkum myndum að mikil leynd er yfir þeim. „Ég vissi ekkert hvað þetta var, það er svo mikið leyndarmál í kringum svona stórmyndir. Ingvar segist hafa tekið upp áheyrnaprufu sína hér á landi og sent hana ytra til þeirra sem sáu um að ráða í aukahlutverk. Á meðal þeirra var Lora Kennedy sem er Ingvari að góðu kunn. Hún hefur unnið í rúmlega þrjátíu ár í þessum bransa og við fjölda stórmynda, þar á meðal allar þær DC-ofurhetjumyndir sem voru undanfari Justice League, Ben Affleck-myndirnar The Town, Argo og Live by Night, Jupiter Ascending, Cloud Atlas og Speed Racer eftir Wachowski-systurnar, ásamt fjölda annarra mynda. „Svo stuttu síðar frétti ég að ég væri kominn með þetta hlutverk, en ég vissi ekkert hvað þetta var lengi vel.“ Tökur á myndinni fóru að stórum hluta fram í Leavesden-upptökuverinu í Lundúnum sem er í eigu bandaríska kvikmyndaversins Warner Bros. Ingvari var flogið þangað ásamt þeim Kristbjörgu Kjeld, Ágústu Evu Erlendsdóttur og Salóme R. Gunnarsdóttur. Einhverjir Íslendingar sem eru búsettir í Lundúnum voru fengnir sem „statistar“ fyrir tökur á þessu atriði, sem stóðu yfir í um einn og hálfan dag.Í fyrstu stiklu myndarinnar mátti sjá hluta úr atriðinu með íslensku leikurunum.Líkt og fyrr segir var það Ingvar sem fékk það hlutverk að hjálpa Momoa að tala íslensku í þessari mynd. Á tökustað var einnig íslensk kona auk talþjálfara sem reyndi eftir bestu getu að miðla hljóðfræðinni til Momoa.Hvíslaði í eyra stjörnunnar Ingvar var í samskiptum við Momoa í gegnum Skype fyrir tökur myndarinnar á einnig á tökustað einhverjum dögum fyrir tökur myndarinnar. „Til dæmis þegar ég var í búningamátun. Þá hitti ég hann líka til að fara í gegnum íslenskuna. Á setti var ég líka alltaf að hvísla í eyrað á honum,“ segir Ingvar. Hann kenndi Momoa fjölda setninga á íslensku sem teknar voru upp, en aðeins ein þeirra rataði í myndina. „Stundum hitti hann alveg á þetta og hljómaði flott honum. Svo var hann stundum svolítið villtur og þá þurfti maður á hvísla í eyrað á honum hvernig þetta átti að hljóma og kippti ég honum aftur inn á brautina.“Ben Affleck vildi svara á íslensku Þegar tökurnar fóru fram og Jason Momoa lék á als oddi með íslenskuna fékk Ben Affleck þá hugmynd að það gæti verið sniðugt fyrir Bruce Wayne að svara Aquaman á íslensku og sýna honum þannig að hann væri enginn aukvisi og hefði skilið allt sem hann sagði. Ingvar fékk því það hlutverk að kenna Ben Affleck að segja einhverjar íslenskar setningar sem rötuðu þó ekki í lokaútgáfu myndarinnar. Hann segir stórstjörnurnar hafa verið einstaklega þægilegar í samvinnu. „Sérstaklega hann Jason. Hann er mikið ljúfmenni. Mjög glaðlyndur og alltaf kátur.“Leikstjórinn tók hann afsíðis til að útskýra söguna Fyrir tökurnar fékk Ingvar bara að lesa þann part af handritinu sem sneri nákvæmlega að þessu atriði. Hann hafði því enga hugmynd um hver forsagan var og hvert framhaldið yrði og fannst því nokkuð erfitt að setja sig inn í atriðið. Leikstjóri myndarinnar, Zack Snyder, ákvað þá að fara með Ingvar afsíðis og setja hann inn í atburðarásina. „Hver væri forsagan og hvað gerðist á eftir. Þannig að maður vissi eitthvað. Það er erfitt að henda sér út í eitthvað öðruvísi.“ Þegar hann las handritið að þessu atriði átti það að gerast í þorpi á Grænlandi. Ekki var í raun tekið fram við tökur á atriðinu hvar þetta átti að gerast nákvæmlega að sögn Ingvars og vissi hann ekki af hverju íslenska varð fyrir valinu á endanum. Það gæti þó tengst því Djúpavík varð fyrir valinu sem tökustaður á heimkynnum Aquaman.Zack Snyder og Jason Momoa á tökustað Justice League á Djúpavík.InstagramÍslensku leikurunum fannst atriðið hálf skrýtið Í júlí í fyrra kom út stikla úr myndinni þar sem Ingvari sást bregða fyrir í myndinni en hann átti engu að síður ekki von á því að þetta atriði myndi rata í lokaútgáfu myndarinnar og hafði ekki séð hana þegar hann ræddi við Vísi um málið. „Ég reiknaði alveg með því að þessi sena yrði aldrei notuð. Okkur Íslendingunum fannst þetta hálf skrýtið og við fengum aldrei að lesa allt handritið og höfðu ekkert samhengi í þessu, við fengum bara að vita þessa einu senu.“Umhverfi Fjallsjökuls leiðin að Djúpavík Hluti myndarinnar tekinn upp á Djúpavík á Ströndum í október í fyrra en fjallað er um hlut Íslands í myndinni á vef New York Post í dag þar sem rætt er við einn af framleiðendum Justice League, Jim Rowe. Fyrirsögn greinarinnar er: Hvernig Ísland varð að óvæntri stjörnu Justice League. Þar er fjallað um reiðtúr Bruce Wayne yfir heiði sem á að liggja að heimkynnum Aquaman en Rowe segir að í raun sé um að ræða umhverfi Fjallsjökuls, sem er einn af tugum tignarlegra skriðjökla Öræfajökuls. Öræfajökull er á suðausturhorni landsins en Djúpavík á Vestfjörðum. Vildu framleiðendurnir reyna að skapa einangrunartilfinningu á meðal áhorfenda þegar þeir fylgjast með för Bruce Wayne að heimkynnum Aquaman. Að lokum sést Bruce Wayne standa við topp Djúpavíkurfoss og horfa yfir byggðina.Bruce Wayne horfir yfir Djúpavík í Justice League.Blaðamaður New York Post skrifar um hversu fámenn byggðin er á Ströndum og bendir á að Árneshreppur telji aðeins 53 íbúa. Er rakin saga Djúpavíkur frá því síldarverksmiðjan var reist þar árið 1917 og hvernig þorpið lagðist nánast í eyði á fimmta áratug síðustu aldar þegar fiskverð hrundi. Verksmiðjan var notuð undir íbúafundinn í myndinni, það er að segja ytra byrði hennar á Djúpavík, en fundurinn sjálfur innanhúss var tekinn upp í fyrrnefndu myndveri í Lundúnum.Lofsamar Djúpavík „Það þurfti engar tæknibrellur þarna,“ segir Rowe í samtali við New York Post um tökurnar á Djúpavík. „Við þurftum bara að ná landslaginu sjálfu á gamla mátann,“ segir Rowe. Hann segir senuna þar sem Bruce Wayne horfir yfir Djúpavík hafa verið fremur einfalda í vinnslu. „Við settum upp þrjár myndavélar á krönum, þar á meðal eina á þyrlu, og mynduðum Ben Affleck á meðan hann horfði yfir þorpið.“ Rowe féll algjörlega fyrir Djúpavík og segist ætla að snúa þangað við fyrsta tækifæri. Ef ekki til að taka upp aðra mynd þá í frí með fjölskyldunni. Árneshreppur Bíó og sjónvarp Íslenska á tækniöld Menning Tengdar fréttir Leikstjóri Justice League deilir nýjum myndum af tökustað á Íslandi Á myndunum sem Snyder deilir má sjá leikarann Jason Momoa klæddan sem Arthur Curry, sem gengur einnig undir nafninu Aquaman, á Ströndum. 23. nóvember 2016 23:15 Justice League tekin upp að hluta á Íslandi Frá þessu greinir Entertainment Weekly í dag. 22. febrúar 2016 20:32 Vestfirsk upplýsingasíða fyrir ferðamenn sögð hafa ljóstrað upp um leyndarmál Hollywood Frétt þar sem minnst var á að Jared Leto væri í leikarahópi Justice League fór á flug víða um heim. 14. september 2016 15:45 Íslandsferð Leðurblökumannsins í fyrirúmi í nýrri stiklu Ný stikla fyrir kvikmyndina Justice League hefur litið dagsins ljós. 25. mars 2017 18:45 Amber Heard í fullum Justice League-skrúða á Ströndum Stórstjörnufans í Djúpavík í Reykjafirði. 12. október 2016 19:05 „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45 Ofurhetjurnar komnar í Djúpavík Tökur hefjast í Djúpavík í dag á stórmyndinni Justice League. Tvær Hollywood stórstjörnur eru þegar komnar en ekki er enn vitað hvenær Ben Affleck, sem leikur Batman, kemur. 11. október 2016 07:00 Ingvar E. Sigurðsson í fyrstu stiklunni úr Justice League Verið var að frumsýna fyrstu stikluna úr myndinni sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust. 23. júlí 2016 19:56 Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég er ekki búinn að sjá myndina,“ svarar leikarinn Ingvar E. Sigurðsson spurður út í hlutverk sitt í ofurhetjumyndinni Justice League sem er sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi um þessar mundir. Í fyrra opinberaðist að Ingvar hefði leikið í Justice League ásamt öðrum Íslendingum þegar hann sást í stiklu úr myndinni. Hann átti hins vegar ekki von á því að atriðið myndi rata í lokaútgáfu myndarinnar. Ríflega 31 milljón manna sáu myndina í kvikmyndahúsum út um allan heim um liðna helgi en í myndinni má heyra Ingvar tala íslensku ásamt einum aðalleikaranna, Jason Momoa. Ingvar fékk það hlutverk að kenna Momoa, sem leikur Aquaman í myndinni, íslensku og fór sú kennsla meðal annars fram á Skype og á tökustað þar sem Ingvar togaði Momoa aftur inn á beinu brautina ef honum vafðist tunga um tönn við tökurnar. Þegar Ben Affleck, sem leikur Batman í myndinni, heyrði Momoa fara með sínar íslensku línur í myndinni vildi hann ólmur einnig fá að segja eitthvað á íslensku og þurfti Ingvar því líka að kenna Óskarsverðlaunahafanum nokkra frasa.Í þessari grein er rætt nánar við Ingvar um tökurnar á Justice League, sem fóru fram á Íslandi og í London í fyrra. Þeir sem eiga eftir að sjá myndina og vilja ekki láta spilla fyrir áhorfi sínu ættu að hætta lestri þessarar greinar því í henni munu koma fyrir upplýsingar sem gefa upp hluta af söguþræði hennar.Myndin segir frá baráttu ofurhetjanna Batman, Wonder Woman, The Flash, Cyborg og Aquaman við illmennið Steppenwolf sem vill sölsa undir sig jörðina. Batman er ofurhetjunafn hins ofurríka Bruce Wayne, leikinn af Ben Affleck, sem kemst á snoðir um mögulega innrás við upphaf myndarinnar og telur rétt að setja saman teymi fólks sem býr yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum til að berjast gegn þeirri ógn Hann afræður að halda „norður“ á slóðir Aquaman, leikinn af Jason Momoa, til að hafa upp á honum. Þegar þangað er komið sést hann ganga yfir heiði og standa svo fyrir ofan byggðina í Djúpavík á Ströndum. Þar gengur hann í gegnum þorpið þar sem íbúarnir virða fyrir sér þennan aðkomumann. Um fimmtíu manns voru fengnir frá leikfélaginu í Hólmavík við tökur myndarinnar á Djúpavík og voru þeir notaðir sem þorpsbúar í myndinni.Ingvar í hlutverki bæjarstjórans í Justice League.Því næst er Bruce Wayne mættur á fund bæjarbúa þar sem hann segist vera leita að manni, Aquaman, sem hefur tekið að sér það hlutverk að vernda íbúa á þessum slóðum. Segist Bruce Wayne þurfa að hafa uppi á honum og beinir orðum sínum að bæjarstjóra þorpsins sem leikinn er af Ingvari E. Sigurðssyni. „Ef hann er þá til, þá skal ég skila þessu til hans,“ svarar Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki bæjarstjórans. Aquaman ber nafnið Arthur Curry í mannheimum og er á meðal íbúanna á þessum fundi. Hann reynir að afleiða Bruce Wayne og hvetur hann til að láta af þessari leit. Bruce Wayne lofar þá 25 þúsund dollurum, ígildi um 2,5 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir að fá að tala við manninn sem um ræðir. Það er þá sem Aquman sjálfur talar íslensku í myndinni og segir: „Nokkuð viss um að hann láti mig hafa þá hvort sem er.“Hér fyrir neðan má heyra Ingvar tala íslensku í myndinni en setning Momoa í myndinni er ekki í þessari klippu.Kennslan fór fram á Skype og tökustað Það var Ingvar E. Sigurðsson sjálfur sem hjálpaði Jason Momoa að læra að tala íslensku. Ferlið allt saman hófst fyrri part ársins 2016 þar sem Ingvar fór í prufur fyrir þessa mynd, án þess að vita í raun um hvaða mynd var að ræða. Það litla sem hann vissi var að um var að ræða stórmynd og segir hann í samtali við Vísi að ferlið sé oftast nær þannig þegar kemur að slíkum myndum að mikil leynd er yfir þeim. „Ég vissi ekkert hvað þetta var, það er svo mikið leyndarmál í kringum svona stórmyndir. Ingvar segist hafa tekið upp áheyrnaprufu sína hér á landi og sent hana ytra til þeirra sem sáu um að ráða í aukahlutverk. Á meðal þeirra var Lora Kennedy sem er Ingvari að góðu kunn. Hún hefur unnið í rúmlega þrjátíu ár í þessum bransa og við fjölda stórmynda, þar á meðal allar þær DC-ofurhetjumyndir sem voru undanfari Justice League, Ben Affleck-myndirnar The Town, Argo og Live by Night, Jupiter Ascending, Cloud Atlas og Speed Racer eftir Wachowski-systurnar, ásamt fjölda annarra mynda. „Svo stuttu síðar frétti ég að ég væri kominn með þetta hlutverk, en ég vissi ekkert hvað þetta var lengi vel.“ Tökur á myndinni fóru að stórum hluta fram í Leavesden-upptökuverinu í Lundúnum sem er í eigu bandaríska kvikmyndaversins Warner Bros. Ingvari var flogið þangað ásamt þeim Kristbjörgu Kjeld, Ágústu Evu Erlendsdóttur og Salóme R. Gunnarsdóttur. Einhverjir Íslendingar sem eru búsettir í Lundúnum voru fengnir sem „statistar“ fyrir tökur á þessu atriði, sem stóðu yfir í um einn og hálfan dag.Í fyrstu stiklu myndarinnar mátti sjá hluta úr atriðinu með íslensku leikurunum.Líkt og fyrr segir var það Ingvar sem fékk það hlutverk að hjálpa Momoa að tala íslensku í þessari mynd. Á tökustað var einnig íslensk kona auk talþjálfara sem reyndi eftir bestu getu að miðla hljóðfræðinni til Momoa.Hvíslaði í eyra stjörnunnar Ingvar var í samskiptum við Momoa í gegnum Skype fyrir tökur myndarinnar á einnig á tökustað einhverjum dögum fyrir tökur myndarinnar. „Til dæmis þegar ég var í búningamátun. Þá hitti ég hann líka til að fara í gegnum íslenskuna. Á setti var ég líka alltaf að hvísla í eyrað á honum,“ segir Ingvar. Hann kenndi Momoa fjölda setninga á íslensku sem teknar voru upp, en aðeins ein þeirra rataði í myndina. „Stundum hitti hann alveg á þetta og hljómaði flott honum. Svo var hann stundum svolítið villtur og þá þurfti maður á hvísla í eyrað á honum hvernig þetta átti að hljóma og kippti ég honum aftur inn á brautina.“Ben Affleck vildi svara á íslensku Þegar tökurnar fóru fram og Jason Momoa lék á als oddi með íslenskuna fékk Ben Affleck þá hugmynd að það gæti verið sniðugt fyrir Bruce Wayne að svara Aquaman á íslensku og sýna honum þannig að hann væri enginn aukvisi og hefði skilið allt sem hann sagði. Ingvar fékk því það hlutverk að kenna Ben Affleck að segja einhverjar íslenskar setningar sem rötuðu þó ekki í lokaútgáfu myndarinnar. Hann segir stórstjörnurnar hafa verið einstaklega þægilegar í samvinnu. „Sérstaklega hann Jason. Hann er mikið ljúfmenni. Mjög glaðlyndur og alltaf kátur.“Leikstjórinn tók hann afsíðis til að útskýra söguna Fyrir tökurnar fékk Ingvar bara að lesa þann part af handritinu sem sneri nákvæmlega að þessu atriði. Hann hafði því enga hugmynd um hver forsagan var og hvert framhaldið yrði og fannst því nokkuð erfitt að setja sig inn í atriðið. Leikstjóri myndarinnar, Zack Snyder, ákvað þá að fara með Ingvar afsíðis og setja hann inn í atburðarásina. „Hver væri forsagan og hvað gerðist á eftir. Þannig að maður vissi eitthvað. Það er erfitt að henda sér út í eitthvað öðruvísi.“ Þegar hann las handritið að þessu atriði átti það að gerast í þorpi á Grænlandi. Ekki var í raun tekið fram við tökur á atriðinu hvar þetta átti að gerast nákvæmlega að sögn Ingvars og vissi hann ekki af hverju íslenska varð fyrir valinu á endanum. Það gæti þó tengst því Djúpavík varð fyrir valinu sem tökustaður á heimkynnum Aquaman.Zack Snyder og Jason Momoa á tökustað Justice League á Djúpavík.InstagramÍslensku leikurunum fannst atriðið hálf skrýtið Í júlí í fyrra kom út stikla úr myndinni þar sem Ingvari sást bregða fyrir í myndinni en hann átti engu að síður ekki von á því að þetta atriði myndi rata í lokaútgáfu myndarinnar og hafði ekki séð hana þegar hann ræddi við Vísi um málið. „Ég reiknaði alveg með því að þessi sena yrði aldrei notuð. Okkur Íslendingunum fannst þetta hálf skrýtið og við fengum aldrei að lesa allt handritið og höfðu ekkert samhengi í þessu, við fengum bara að vita þessa einu senu.“Umhverfi Fjallsjökuls leiðin að Djúpavík Hluti myndarinnar tekinn upp á Djúpavík á Ströndum í október í fyrra en fjallað er um hlut Íslands í myndinni á vef New York Post í dag þar sem rætt er við einn af framleiðendum Justice League, Jim Rowe. Fyrirsögn greinarinnar er: Hvernig Ísland varð að óvæntri stjörnu Justice League. Þar er fjallað um reiðtúr Bruce Wayne yfir heiði sem á að liggja að heimkynnum Aquaman en Rowe segir að í raun sé um að ræða umhverfi Fjallsjökuls, sem er einn af tugum tignarlegra skriðjökla Öræfajökuls. Öræfajökull er á suðausturhorni landsins en Djúpavík á Vestfjörðum. Vildu framleiðendurnir reyna að skapa einangrunartilfinningu á meðal áhorfenda þegar þeir fylgjast með för Bruce Wayne að heimkynnum Aquaman. Að lokum sést Bruce Wayne standa við topp Djúpavíkurfoss og horfa yfir byggðina.Bruce Wayne horfir yfir Djúpavík í Justice League.Blaðamaður New York Post skrifar um hversu fámenn byggðin er á Ströndum og bendir á að Árneshreppur telji aðeins 53 íbúa. Er rakin saga Djúpavíkur frá því síldarverksmiðjan var reist þar árið 1917 og hvernig þorpið lagðist nánast í eyði á fimmta áratug síðustu aldar þegar fiskverð hrundi. Verksmiðjan var notuð undir íbúafundinn í myndinni, það er að segja ytra byrði hennar á Djúpavík, en fundurinn sjálfur innanhúss var tekinn upp í fyrrnefndu myndveri í Lundúnum.Lofsamar Djúpavík „Það þurfti engar tæknibrellur þarna,“ segir Rowe í samtali við New York Post um tökurnar á Djúpavík. „Við þurftum bara að ná landslaginu sjálfu á gamla mátann,“ segir Rowe. Hann segir senuna þar sem Bruce Wayne horfir yfir Djúpavík hafa verið fremur einfalda í vinnslu. „Við settum upp þrjár myndavélar á krönum, þar á meðal eina á þyrlu, og mynduðum Ben Affleck á meðan hann horfði yfir þorpið.“ Rowe féll algjörlega fyrir Djúpavík og segist ætla að snúa þangað við fyrsta tækifæri. Ef ekki til að taka upp aðra mynd þá í frí með fjölskyldunni.
Árneshreppur Bíó og sjónvarp Íslenska á tækniöld Menning Tengdar fréttir Leikstjóri Justice League deilir nýjum myndum af tökustað á Íslandi Á myndunum sem Snyder deilir má sjá leikarann Jason Momoa klæddan sem Arthur Curry, sem gengur einnig undir nafninu Aquaman, á Ströndum. 23. nóvember 2016 23:15 Justice League tekin upp að hluta á Íslandi Frá þessu greinir Entertainment Weekly í dag. 22. febrúar 2016 20:32 Vestfirsk upplýsingasíða fyrir ferðamenn sögð hafa ljóstrað upp um leyndarmál Hollywood Frétt þar sem minnst var á að Jared Leto væri í leikarahópi Justice League fór á flug víða um heim. 14. september 2016 15:45 Íslandsferð Leðurblökumannsins í fyrirúmi í nýrri stiklu Ný stikla fyrir kvikmyndina Justice League hefur litið dagsins ljós. 25. mars 2017 18:45 Amber Heard í fullum Justice League-skrúða á Ströndum Stórstjörnufans í Djúpavík í Reykjafirði. 12. október 2016 19:05 „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45 Ofurhetjurnar komnar í Djúpavík Tökur hefjast í Djúpavík í dag á stórmyndinni Justice League. Tvær Hollywood stórstjörnur eru þegar komnar en ekki er enn vitað hvenær Ben Affleck, sem leikur Batman, kemur. 11. október 2016 07:00 Ingvar E. Sigurðsson í fyrstu stiklunni úr Justice League Verið var að frumsýna fyrstu stikluna úr myndinni sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust. 23. júlí 2016 19:56 Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikstjóri Justice League deilir nýjum myndum af tökustað á Íslandi Á myndunum sem Snyder deilir má sjá leikarann Jason Momoa klæddan sem Arthur Curry, sem gengur einnig undir nafninu Aquaman, á Ströndum. 23. nóvember 2016 23:15
Justice League tekin upp að hluta á Íslandi Frá þessu greinir Entertainment Weekly í dag. 22. febrúar 2016 20:32
Vestfirsk upplýsingasíða fyrir ferðamenn sögð hafa ljóstrað upp um leyndarmál Hollywood Frétt þar sem minnst var á að Jared Leto væri í leikarahópi Justice League fór á flug víða um heim. 14. september 2016 15:45
Íslandsferð Leðurblökumannsins í fyrirúmi í nýrri stiklu Ný stikla fyrir kvikmyndina Justice League hefur litið dagsins ljós. 25. mars 2017 18:45
Amber Heard í fullum Justice League-skrúða á Ströndum Stórstjörnufans í Djúpavík í Reykjafirði. 12. október 2016 19:05
„Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00
Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04
Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54
Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45
Ofurhetjurnar komnar í Djúpavík Tökur hefjast í Djúpavík í dag á stórmyndinni Justice League. Tvær Hollywood stórstjörnur eru þegar komnar en ekki er enn vitað hvenær Ben Affleck, sem leikur Batman, kemur. 11. október 2016 07:00
Ingvar E. Sigurðsson í fyrstu stiklunni úr Justice League Verið var að frumsýna fyrstu stikluna úr myndinni sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust. 23. júlí 2016 19:56
Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31
Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00
Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51
Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15
Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30