Fótbolti

Hefur skoraði í fyrstu þremur leikjum sínum með Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
José Arnaiz fagnar marki sínu í kvöld með Paulinho.
José Arnaiz fagnar marki sínu í kvöld með Paulinho. Vísir/EPA
Barcelona náði aðeins 1-1 jafntefli í kvöld á móti Celta Vigo í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska konungsbikarsins.

Börsungar leyfðu sér að hvíla lykilmenn eins og Lionel Messi, Luis Suarez og Andrés Iniesta en í þeirra stað fengu yngri leikmenn að spreyta sig.

Það má búast við því að stjörnurnar verði allar með á Nývangi í næstu viku því þar verður Barcelona að bæta fyrir úrslit kvöldsins.

Einn af þeim sem fékk tækifæri í kvöld var hinn 22 ára gamli Jose Arnaiz sem var aðeins að spila sinn þriðja leik með liðinu.

Barcelona keypti José Arnaiz frá Valladolid í haust en hann spilaði bara deildarleiki með b-liði félagsins fyrir áramót. Hann fékk hinsvegar tækifæri með aðalliðinu í bikarnum.





José Arnaiz hafði skorað í tveimur fyrstu bikarleikjum sínum með Barcelona og hélt uppteknum hætti í kvöld.  

Jose Arnaiz kom Barcelona liðinu í 1-0 strax á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá André Gomes. Arnaiz klæddist treyju 37 í leiknum og spilaði sem fremsti maður.





Barcelona var þó aðeins yfir í sextán mínútur því Daninn Pione Sisto jafnaði metin á 31. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×