Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Heimir Már Pétursson skrifar 5. janúar 2018 19:27 Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir nýútkoman bók um hann fulla af lygum. Þar er meðal annars haft eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að fundur starfsmanna forsetans með hópi Rússa hafi jaðrað við landráð. Blaðamaðurinn Michael Wolff hefur gefið út bókina Fire and Fury eða Eldur og bræði, um fyrsta ár Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Trump hefur brugðist ókvæða við bókinni og hefur reynt að stöðva útgáfu hennar án árangurs og eynir hvað getur að beina kastljósinu að að ný samþykktum skattalögum. „Takk fyrir að vera með okkur í dag. Hin sögulegu skattalög sem ég skrifaði undir fyrir tveimur viku, fyrir jólin, eru þegar farin að skila miklum efnahagsbata. Við munum gera Bandaríkin stórkostleg á ný og það er að gerast mun hraðar en nokkur taldi mögulegt,“ sagði Trump í dag. Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. En í henni er því meðal annars haldið fram að Trump hafi spurt daginn eftir að hann var kjörinn hver John Boehner fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings væri. „Það er fáránlegt þar sem meirihluti ykkar hefur séð ljósmyndir, og reyndar hafa nokkur ykkar sagt á Twitter að ekki nóg með að forsetinn þekki hann heldur hafi hann spilað golf með honum og tíst um hann. Þetta er býsna einfalt grunnatriði,“ sagði Sanders á fundi með fréttmönnum í dag. Fréttaskýrendur telja að tilraunir Trumps til að ómerkja bókina sé í raun besta auglýsingin sem hún gæti fengið. Alvarlegustu ásakanirnar í bókinni varða fund Jared Kushner tengdasonar hans með hópi Rússa, sem haft er eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að hafi jaðrað við landráð. Trump væri óhæfur til að gegna forsetaembættinu. „Það er svívirðilegt og hlægilegt. Ef hann væri óhæfur þá sæti hann ekki þarna, hefði ekki sigrað hæfustu frambjóðendur sem Repúblikanar hafa nokkru sinni séð. Hann er ótrúlega sterkur og góður leiðtogi,“ sagði Sanders. Starfsmenn forsetans reyna líka að draga úr því hversu náið samband Bannon hafði við forsetann þegar hann var ráðgjafi hans og segja bókina vera mistök og lygi frá upphafi til enda. „Afstaða okkar er mjög skýr. Við teljum bókina fulla af fölskum gerviupplýsingum,“ sagði Sanders. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45 Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir nýútkoman bók um hann fulla af lygum. Þar er meðal annars haft eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að fundur starfsmanna forsetans með hópi Rússa hafi jaðrað við landráð. Blaðamaðurinn Michael Wolff hefur gefið út bókina Fire and Fury eða Eldur og bræði, um fyrsta ár Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Trump hefur brugðist ókvæða við bókinni og hefur reynt að stöðva útgáfu hennar án árangurs og eynir hvað getur að beina kastljósinu að að ný samþykktum skattalögum. „Takk fyrir að vera með okkur í dag. Hin sögulegu skattalög sem ég skrifaði undir fyrir tveimur viku, fyrir jólin, eru þegar farin að skila miklum efnahagsbata. Við munum gera Bandaríkin stórkostleg á ný og það er að gerast mun hraðar en nokkur taldi mögulegt,“ sagði Trump í dag. Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. En í henni er því meðal annars haldið fram að Trump hafi spurt daginn eftir að hann var kjörinn hver John Boehner fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings væri. „Það er fáránlegt þar sem meirihluti ykkar hefur séð ljósmyndir, og reyndar hafa nokkur ykkar sagt á Twitter að ekki nóg með að forsetinn þekki hann heldur hafi hann spilað golf með honum og tíst um hann. Þetta er býsna einfalt grunnatriði,“ sagði Sanders á fundi með fréttmönnum í dag. Fréttaskýrendur telja að tilraunir Trumps til að ómerkja bókina sé í raun besta auglýsingin sem hún gæti fengið. Alvarlegustu ásakanirnar í bókinni varða fund Jared Kushner tengdasonar hans með hópi Rússa, sem haft er eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að hafi jaðrað við landráð. Trump væri óhæfur til að gegna forsetaembættinu. „Það er svívirðilegt og hlægilegt. Ef hann væri óhæfur þá sæti hann ekki þarna, hefði ekki sigrað hæfustu frambjóðendur sem Repúblikanar hafa nokkru sinni séð. Hann er ótrúlega sterkur og góður leiðtogi,“ sagði Sanders. Starfsmenn forsetans reyna líka að draga úr því hversu náið samband Bannon hafði við forsetann þegar hann var ráðgjafi hans og segja bókina vera mistök og lygi frá upphafi til enda. „Afstaða okkar er mjög skýr. Við teljum bókina fulla af fölskum gerviupplýsingum,“ sagði Sanders.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45 Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira
Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45
Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15
Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52